Erlent

22 hið minnsta létust á Flórída

Nú er ljóst að að minnsta kosti 22 hafa látið lífið í Flórída af völdum fellibylsins Charleys og tæplega 400 þúsund manns eru án rafmagns. Þá eru þúsundir heimilislausir eftir hamfarirnar. Fellibylurinn gekk yfir Flórída um síðustu helgi eftir að hafa áður valdið miklum usla á Kúbu. Tjónið er metið á tugi milljarða íslenskra króna. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×