Erlent

2400 manns yfirgefa heimili sín

Yfir 2400 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í suðurhluta Suður-Kóreu vegna fellibylsins Megi sem náð hefur ströndum landsins. Þá hefur fjölda flugferða, siglinga og lestarferða verið aflýst í landinu vegna mikilla rigninga og öflugra vinda. Megi hefur þegar farið yfir Japan þar sem sjö manns létu lífið vegna bylsins. Fellibylir af þessum toga eru árlegur viðburður í Suður-Kóreu og í fyrra létust 85 manns af völdum fellibylsins Maemi sem var sá öflugasti sem gengið hefur yfir landið í rúma öld. Myndin er frá Naju í Suður-Kóreu í morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×