Fleiri fréttir

Þrír handteknir vegna líkamsárásar í Árbæ

Þrír karlmenn voru handteknir á tólfta tímanum í gærkvöldi grunaðir um líkamsárás í Árbæ. Mennirnir eru nú vistaðir í fangageymslum lögreglu fyrir rannsókn málsins. Einn maður var fluttur á slysadeild til aðhlynningar fyrir vistun en ekki er vitað um áverka.

Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík

Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu.

„Við hefðum viljað sjá meira“

Til­finningar formanns Við­reisnar við tölunum eins og þær standa núna eru blendnar. Flokkurinn er að fá mun minna upp úr kjör­kössunum heldur en flestar skoðana­kannanir gerðu ráð fyrir en er þó einn þriggja flokka sem hafa bætt við sig þing­manni.

Katrín sátt við fyrstu tölur

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segist sátt með fyrstu tölur. Samkvæmt fyrstu tölum eru Vinstri græn með um 11% fylgi. 

„Ekki bara eldri karlar í Fram­sóknar­flokknum“

Sigurður Ingi Jóhannsson segir það alls ekki svo að bara eldri karlar séu í Framsóknarflokknum. Stór hjörð ungs fólks hafi bæst í lið við flokkinn undanfarið kjörtímabil og ungar konur séu sérstaklega áberandi í hópnum. 

„Auðvitað ekki hægt að tapa“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var sigurreifur í ræðu sem hann hélt yfir flokksmönnum sínum á kosningavöku flokksins á Hótel Nordica, eftir að fyrstu tölur kvöldsins bárust úr Norðvesturkjördæmi.

Kristján Ara glaður að vera laus við nafn­lausu rógs­mynd­böndin

Kristján Arason og Sunna Birna Helgadóttir, makar Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Ásmundar Einars Daðasonar, mættu í spjall við Þórdísi Valsdóttur í kosningavöku Stöðvar 2. Þar sögðust þau bæði hafa upplifað jákvæða og skemmtilega kosningabaráttu.

„Endurreisn meðal jafnaðarmanna á Íslandi“

Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður segir tíma til kominn að Jafnaðarmenn og vinstriflokkar fái að stýra landinu. Hún upplifi mikla endurreisn meðal Jafnaðarmanna á Íslandi. 

Fetti sig fyrir agndofa áhorfendur á Höfn

Rostungurinn Valli mætti enn og aftur á bryggjuna á Höfn í Hornafirði í morgun. Börn í bænum hafa tekið við hann ástfóstri - og gárungar velta því upp hvort hann sé kominn að taka út alþingiskosningarnar.

Bjartsýni, bjartsýni og aftur bjartsýni

Formenn stjórnmálaflokkanna eru sumir búnir að ákveða hvert þeir ætla að leita fyrst til í stjórnarmyndunarviðræðum þegar niðurstöður kosninga verða ljósar. Aðrir halda þétt að sér spilunum.

Hlýddi mömmu og skellti sér með bjór á kjörstað

Zakarías Friðriksson var á meðal þeirra sem skelltu sér á kjörstað í Smáranum í dag. Zakarías er harður stuðningsmaður Breiðabliks og skaust af leik sinna manna gegn HK í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu í dag til að kjósa.

Kosninga- og skemmtiþáttur Stöðvar 2

Kosninga- og skemmtiþáttur Stöðvar 2 hefst á slaginu 20.30. Þegar tölur byrja að birtast úr kjördæmum víða um land tekur fréttastofan síðan við keflinu. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld verða Alþingiskosningarnar í forgrunni. Við förum yfir kjörsóknina, sjáum formennina kjósa, greinum kosningatískuna, heyrum í kjósendum á kjörstað og ræðum við afmælisbarn sem fékk að kjósa í fyrsta sinn í dag.

„Held að fólk þrái breytingar“

Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, varði deginum á fjalli. Hann greiddi atkvæði utan kjörfundar fyrr í vikunni og fór því í staðinn í góðan göngutúr með Benedikt Jóhannessyni, mági hans.

Ó­lík­ar rík­is­stjórn­ir í boði

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vonast til þess að ríkisstjórnin falli og ný stjórn jafnaðarmanna verði mynduð. Hann segir kvöldið leggjast ágætlega í sig.

Brot úr prósenti getur haft mikil á­hrif á mögu­leg stjórnar­mynstur

Litlar hreyfingar á fylgi geta haft miklar afleiðingar í för með sér, að sögn Eiríks Bergmann, stjórnmálafræðings. Hann telur Alþingiskosningarnar nú þær mest spennandi í langan tíma. Mesta spennan sé hvort að ríkisstjórnin haldi og hvaða flokkar ná yfir fimm prósent þröskuldinn.

Segir mikilvægt að fella ríkisstjórnina

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir kjördaginn hafa byrjað vel. Hún hafi hitt fólk á kosningaskrifstofu Viðreisnar og dagurinn hafi verið góður. Hún vonast til þess að ríkisstjórnin falli og frjálslynd miðjustjórn taki við.

Ekki betra að hlutir gerist hratt, heldur vel

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, býst við spennandi kosningu og að niðurstaðan muni ekki liggja fyrir fyrr en seint í nótt. Húnmun verja deginum í að heimsækja kosningamiðstöðvar, hitta fólk og hringja í kjósendur og ræða við þá sem koma í kosningamiðstöðvarnar.

Fyrsti valkostur að reyna á núverandi ríkisstjórn

„Maður er svona aðeins að ná andanum eftir þennan mikla kosningasprett,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, eftir að hann kaus í morgun. „Svo bara vaknaði tilhlökkun í manni.“

Mögu­lega ekki greið­fært með at­kvæði yfir fjall­vegi í kvöld

Kaldara og lygnara er í veðri víða á landinu í dag en veðurspár gerðu ráð fyrir fyrr í vikunni. Veðrið er því ólíklegt til að hafa áhrif á kjörsókn en gæti sett strik í reikninginn þegar flytja þarf atkvæði yfir fjallvegi í kvöld, að sögn veðurfræðings.

Gríðarlega bjartsýn fyrir daginn

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, er mjög bjartsýn en ber blendnar tilfinningar gagnvart kjördeginum. Kosningabaráttan hafi verið skemmtileg og segist hún spennt fyrir niðurstöðunum í kvöld.

Valli er kominn aftur, aftur

Rostungurinn Valli  er mættur aftur í höfnina á Höfn í Hornafirði. Af vefmyndavélum bæjarins má sjá að að þó nokkrir bæjarbúar hafa lagt leið sína niður á bryggju í morgun til að berja rostunginn fræga augum.

Handtekinn á Seltjarnarnesi grunaður um fjölda afbrota

Einn þriggja ungra karlmanna sem voru handteknir á Seltjarnarnesi í nótt er grunaður um hótanir, líkamsárás, brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar lögreglu í nótt.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.