Innlent

„Held að fólk þrái breytingar“

Samúel Karl Ólason skrifar
Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, á fjalli með mági sínum Bendikt Jóhannessyni í dag.
Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, á fjalli með mági sínum Bendikt Jóhannessyni í dag.

Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, varði deginum á fjalli. Hann greiddi atkvæði utan kjörfundar fyrr í vikunni og fór því í staðinn í góðan göngutúr með Benedikt Jóhannessyni, mági hans.

Í samtali við Vísi segir Guðmundur að lykillinn að bíl þeirra hafi orðið rafmagnslaus í göngunni og það hafi þurft að keyra til þeirra nýjum lykli.

„Við erum búnir að vera í bílastússi og gönguferð. Núna er bara að tygja sig í gang.“

Guðmundur segist hafa fengið mörg jákvæð símtöl í dag og allir í kringum sig hafi kosið. Honum þyki yndislegt að heyra svona góðar fréttir.

„Það er voðalega rafmagnað andrúmsloftið finnst mér. Ég held við getum búist við öllu,“ segir Guðmundur. „Ég held að fólk þrái breytingar og sé að mótmæla með atkvæði sínu. Fólk gengur óbundið til kosninga, eins og ég sagði í gær.“

Hann segir að það séu ekki allir sem taki þátt í skoðanakönnunum og margir kjósendur ákveði sig ekki fyrr en skömmu fyrir kosningar eða á kjördag.

Aðspurður um þær jákvæðustu niðurstöður sem hann gæti séð fyrir sér, segir Guðmundur það að ná manni inn í öll kjördæmi yrði rosalegur sigur.

„Það yrði best. Við bara krossum fingurna og vonum. Hitt er það að ef við komumst inn ætlum við að berjast áfram næstu fjögur árin fyrir fólkið í landinu. Hamra á spillingunni og koma upp um hana. Taka niðrum hana buxurnar, hvar sem við getum.“


Tengdar fréttir

Varð ekkert var við bílinn sem keyrði út af í símamyndbandi

„Þetta var allt Glúmi að kenna. Bílstjórinn hefur séð hann og ekki trúað eigin augum,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksin, um myndband sem hann tók á ferðalagi um landið vegna Alþingiskosninganna. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.