Ásmundur fyrsti þingmaður Framsóknar í Reykjavík norður síðan 2013 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2021 04:53 Ásmundur segist hæstánægður með gengi flokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason, barna- og félagsmálaráðherra, er fysti Framsóknarmaðurinn sem kemst á þing í Reykjavíkurkjördæmi norður síðan árið 2013. Ásmundur segist hæstánægður með framgang flokksins í kosningunum. „Ég er ótrúlega ánægður með þessa niðurstöðu. Það hefur ekki verið þingmaður í Reykjavík norður fyrir Framsókn síðan 2013 þannig að ég vissi að þetta yrði erfitt en var allan tíman sannfærður um að þegar við færum að segja frá því sem við höfum gert og því sem okkur langar til að gera og halda áfram á sömu braut og við höfum verið á myndi það hljóta brautargengi og falla í góðan jarðveg í höfuðborginni,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu en hann var á leiðinni heim til sín þegar fréttamaður náði af honum tali. Hann segist þakklátur fyrir það traust sem honum sé sýnt. „Fyrir það er ég þakkátur og tek það sem merki um það að það sé mikill, ríkur vilji að við förum í þá breyttu hugsun sem við vorum að boða í okkar kosningabaráttu og byggir á sama grunni og við höfum verið að byggja á í málefnum barna. Ég held að það sé það sem ég tek með mér í þessu,“ segir Ásmundur. Mikla athygli vakti í kvöld að mikill fjöldi ungs fólks var á kosningavöku Framsóknar á Granda. Það er talsverð breyting miðað við fyrri ár og sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, að ný kynslóð sé komin inn í flokkinn. Ásmundur tekur undir þetta. „Við erum að fá mikið af öflugu og ungu fólki í framboð með okkur og líka þau mál sem við höfum verið að vinna að, bæði í félagsmálaráðuneytinu og menntamálaráðuneytinu eru mál sem snúa mikið að ungu fólki og barnafjölskyldum,“ segir Ásmundur. „Við höfum fundið aukinn og vaxandi hljómgrunn fyrir okkar áherslum. Það held ég að sé að skila sér og ótrúlega mikil orka, gleði og jákvæðni sem hefur verið í öllu fólki sem hefur komið að þessu undanfarnar vikur og mánuði. Við bara sjáum að það er að koma ný kynslóð inn og það er bara gaman að fá að taka þátt í því og vera hluti af því.“ Eins og staðan er núna er núverandi ríkisstjórn með 38 þingmenn. Aðspurður hvort Framsóknarflokkurinn muni sækjast eftir forsætisráðuneytinu segir Ásmundur að ekkert slíkt muni ráðast í nótt. „Er ekki bara best að leyfa þessari nótt að líða? Ég er búinn að sofa ótrúlega lítið síðustu daga og vikur og ég ætla að reyna að ná heim til mín og ná átta tíma svefni og leyfa mér að njóta þess að hafa náð þessu ætlunarverki svo tekur morgundagurinn við og heimurinn hrynur ekki þó þessi mál verði ekki leyst á kosninganóttinni.“ Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
„Ég er ótrúlega ánægður með þessa niðurstöðu. Það hefur ekki verið þingmaður í Reykjavík norður fyrir Framsókn síðan 2013 þannig að ég vissi að þetta yrði erfitt en var allan tíman sannfærður um að þegar við færum að segja frá því sem við höfum gert og því sem okkur langar til að gera og halda áfram á sömu braut og við höfum verið á myndi það hljóta brautargengi og falla í góðan jarðveg í höfuðborginni,“ segir Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu en hann var á leiðinni heim til sín þegar fréttamaður náði af honum tali. Hann segist þakklátur fyrir það traust sem honum sé sýnt. „Fyrir það er ég þakkátur og tek það sem merki um það að það sé mikill, ríkur vilji að við förum í þá breyttu hugsun sem við vorum að boða í okkar kosningabaráttu og byggir á sama grunni og við höfum verið að byggja á í málefnum barna. Ég held að það sé það sem ég tek með mér í þessu,“ segir Ásmundur. Mikla athygli vakti í kvöld að mikill fjöldi ungs fólks var á kosningavöku Framsóknar á Granda. Það er talsverð breyting miðað við fyrri ár og sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, að ný kynslóð sé komin inn í flokkinn. Ásmundur tekur undir þetta. „Við erum að fá mikið af öflugu og ungu fólki í framboð með okkur og líka þau mál sem við höfum verið að vinna að, bæði í félagsmálaráðuneytinu og menntamálaráðuneytinu eru mál sem snúa mikið að ungu fólki og barnafjölskyldum,“ segir Ásmundur. „Við höfum fundið aukinn og vaxandi hljómgrunn fyrir okkar áherslum. Það held ég að sé að skila sér og ótrúlega mikil orka, gleði og jákvæðni sem hefur verið í öllu fólki sem hefur komið að þessu undanfarnar vikur og mánuði. Við bara sjáum að það er að koma ný kynslóð inn og það er bara gaman að fá að taka þátt í því og vera hluti af því.“ Eins og staðan er núna er núverandi ríkisstjórn með 38 þingmenn. Aðspurður hvort Framsóknarflokkurinn muni sækjast eftir forsætisráðuneytinu segir Ásmundur að ekkert slíkt muni ráðast í nótt. „Er ekki bara best að leyfa þessari nótt að líða? Ég er búinn að sofa ótrúlega lítið síðustu daga og vikur og ég ætla að reyna að ná heim til mín og ná átta tíma svefni og leyfa mér að njóta þess að hafa náð þessu ætlunarverki svo tekur morgundagurinn við og heimurinn hrynur ekki þó þessi mál verði ekki leyst á kosninganóttinni.“
Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Framsóknarflokkurinn Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira