Fleiri fréttir Reyndi að stinga af á bíl og tveimur jafnfljótum Lögregluþjónar veittu ökumanni sem neitaði að stöðva bíl sinn eftirför í nótt. Upprunalega var reynt að stöðva manninn í Kópavogi en hann stöðvaði þó skömmu síðar. Þá reyndi hann að flýja hlaupandi en var stöðvaður og handtekinn. 11.9.2021 07:27 Jón Sigurðsson látinn Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, Seðlabankastjóri og ráðherra, er látinn, 75 ára að aldri. 11.9.2021 00:20 Siglfirðingar með fótinn á gjöfinni þegar kemur að ferðaþjónustunni Siglufjörður hefur komist rækilega á kortið sem áfangastaður ferðamanna undanfarin ár. Þar á bæ er stefnt á enn frekari uppbyggingu fyrir ferðamenn. 10.9.2021 22:15 Hólmurum fjölgar hratt: „Það er bara geggjuð stemmning hérna í bænum” Íbúum í Stykkishólmi hefur fjölgað um ríflega hundrað á síðustu fjórum árum, og munar þar mest um barnafjölskyldur. Aðfluttur fjölskyldufaðir í bænum segist njóta lífsins mun betur í kyrrðinni. 10.9.2021 21:38 Kona hætt komin í bruna við Týsgötu Kona var flutt á slysadeild eftir að eldur kom upp í kjallaraíbúð við Týsgötu í Reykjavík í dag. Tilviljun réði því að nágranni á næstu hæð var heima og sá reyk leggja frá íbúðinni. 10.9.2021 20:10 „Þú gleymir aldrei“ Kona sem átti bæði föður og bróður sem sviptu sig lífi með fimm ára millibili segir enn mikla feimni við að ræða sjálfsvíg opinskátt. Þá eigi ekki að vera tabú að ræða tilfinningar og vandamál. Ungt fólk með sjálfsvígshugsanir leitar í auknum mæli til Pieta-samtakanna. 10.9.2021 20:00 Allir framboðslistar endanlega staðfestir á morgun Tíu flokkar bjóða fram í öllum kjördæmum fyrir komandi kosningar og Ábyrg framtíð býður að auki fram í tveimur kjördæmum. Frestur til að skila inn framboðslistum rann út á hádegi í dag. 10.9.2021 19:21 Nýtt tilfelli riðu í Skagafirði Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Um 1.500 fjár eru á bænum, fullorðið fé og lömb. Tæpt ár er síðan riða greindist á fimm bæjum í Skagafirði, sem þó tilheyra öðru varnarhólfi en bærinn þar sem riðan hefur komið upp nú. 10.9.2021 19:13 Vinnur við að plata fólk og komast yfir verðmæti Hún vinnur sem innbrotsþjófur og leikur á fólk til að komast yfir verðmætar upplýsingar. Hún segir fyrirtæki stöðugt þurfa að halda öryggismálum að starfsfólki sínu til að halda í við glæpamenn sem vilji komast í peninganna þeirra. 10.9.2021 18:30 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ragna Bergmann missti föður sinn og bróður með fimm ára millibili eftir að þeir sviptu sig lífi. Hún segir enn mikla feimni við að ræða sjálfsvíg opinskátt. Í kvöldfréttatímanum klukkan 18:30 ræðum við við Rögnu um missinn en alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er í dag. 10.9.2021 18:00 Hlaup hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði Hlaup er hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði en upptakakvíslar hennar koma undan norðanverðum Hofsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Íbúi á Úlfsstöðum nærri Varmahlíð segist ekki muna eftir haustflóðum í sinni tíð. 10.9.2021 16:16 Stefna fimm flokka í orkuskiptamálum standast ekki kröfur fulltrúa náttúruverndarsamtaka Þrenn náttúruverndarsamtök gefa fimm þeirra flokka sem bjóða fram til þings falleinkunn hvað varðar stefnu þeirra þegar kemur að orkuskiptum. 10.9.2021 16:00 Dæmdur fyrir að hárreyta og stugga við dóttur sinni Faðir nokkur á Austfjörðum hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að beita fjórtán ára dóttur sína ofbeldi. Þá þarf hann að greiða henni 350 þúsund krónur í miskabætur. 10.9.2021 15:08 Eyðsla í prófkjörum farin að færast nær því sem tíðkaðist fyrir Hrun Bæði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, vörðu mörgum milljónum krónum meira í kosningabaráttu sinni fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í ár en fyrir kosningarnar árið 2016. Stjórnmálafræðingur segir þetta ekki nýtt hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni en styrkveitingar hvergi nærri því sem tíðkaðist fyrir hrun. 10.9.2021 14:51 Skaust óvænt heim og kom nágranna sínum til bjargar „Grannar, allir þurfa góða granna,“ segir í frægu lagi í sjónvarpsþáttunum Nágrannar og sú var sannarlega raunin á Týsgötu í Reykjavík í dag þegar eldur kviknaði í kjallaraíbúð á öðrum tímanum. 10.9.2021 14:37 Aflétta hættustigi vegna Skaftárhlaups Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflétta hættustigi almannavarna vegna hlaups í Skaftá. 10.9.2021 14:17 Tíu flokkar skiluðu listum í öllum sex kjördæmum Tíu flokkar ætla að bjóða fram í öllum sex kjördæmum landsins. Framboðsfrestur rann út í hádeginu í dag. Ábyrg framtíð skilaði inn framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og eru því ellefu flokkar sem bjóða fram í höfuðborginni. 10.9.2021 14:16 Eldur í íbúð við Týsgötu Einn náði að flýja út úr íbúð við Týsgötu í Þingholtunum í Reykjavík rétt fyrir klukkan tvö í dag þegar eldur kom upp. 10.9.2021 14:05 Notaði eigin saur í baráttunni við öryggisvörð og lögreglu Karlmaður var handtekinn í Smáralind eftir hádegið í gær eftir að hafa gengið úr verslun með vörur án þess að greiða fyrir. Í átökum við öryggisvörð og lögreglu notaði hann eigin saur. 10.9.2021 13:36 Opið í hraðpróf og viðburðahaldarar hvattir til að láta vita Heilsugæslan hefur nú opnað fyrir að fólk fari í hraðpróf vegna viðburða á heilsugæslustöðinni á Suðurlandsbraut 34. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hvetur viðburðahaldara til að láta vita af stórum viðburðum svo starfsmenn heilsugæslunnar séu undirbúið fyrir mannfjöldann. 10.9.2021 13:18 Hótel, verslanir og líkamsrækt gætu litið dagsins ljós á Langasandi Útivistarperlan Langisandur mun taka á sig breytta mynd á næstu misserum, þegar hugmyndir íbúa um nýtt skipulag líta dagsins ljós í lok mánaðar. Hótel, verslanir og margs konar þjónusta er því mögulega það sem koma skal á svæðinu. 10.9.2021 12:54 Heilbrigðisráðherra lætur kanna möguleika á nýrri geðdeildarbyggingu Heilbrigðisráðherra hefur falið þeim sem sjá um byggingu á nýjum Landspítala að gera úttekt á núverandi húsnæði geðþjónustunnar og kanna möguleika á að byggja nýtt húsnæði fyrir þjónustuna. Hún útilokar ekki að nýtt húsnæði fyrir geðsviðið rísi á næstu árum. 10.9.2021 12:11 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra en mikil umræða hefur skapast síðustu daga um vöntun á framtíðarhúsnæði fyrir geðsvið Landspítalans. Við heyrum álit ráðherra á því máli. 10.9.2021 11:35 Himinlifandi með boðaða breytingu Svandísar Formaður Samtakanna 78 fagnar boðuðum breytingum á lögum um blóðgjafir, sem heimila karlmönnum sem stundað hafa kynlíf með öðrum karlmönnum að gefa blóð. Breytingin gangi nógu langt að mati samtakanna, sem telja núverandi lög úrelt og ómannúðleg. 10.9.2021 11:13 Ragnar Þór lætur staðar numið hjá Kennarasambandinu Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, sækist ekki eftir endurkjöri sem formaður sambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. 10.9.2021 11:05 25 greindust innanlands Alls greindust 25 með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrettán þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 52 prósent. Tólf voru utan sóttkvíar, eða 48 prósent. 10.9.2021 10:53 Varði á fimmtu milljón króna úr eigin vasa í baráttuna við Áslaugu Örnu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra varði rúmum ellefu milljónum króna í baráttunni um efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sumar. Þar hafði hann betur eftir harða baráttu við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 10.9.2021 10:26 Enn tíðindalaust frá gosstöðvum Nóttin var tíðindalaus í eldstöðinni við Fagradalsfjall líkt og hefur verið síðustu viku. Sérfræðingur á Veðurstofu sagði í samtali við fréttastofu í morgun að ástandið væri óbreytt. 10.9.2021 09:20 Tvö vinnuslys á Suðurnesjum og stúlka týnd við gosstöðvarnar Slys varð í fiskverkunarfyrirtæki í Grindavík í gær þegar starfsmaður var að skipta um hnífa í flökunarvél skarst á hendi. Var hann fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem skurðurinn var saumaður saman. 10.9.2021 09:04 Samfylkingin skorar hæst á kvarða Samtakanna '78 en þrír flokkar fá engin stig Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn fá 0 stig af 115 mögulegum í einkunnagjöf Samtakann '78 þegar kemur að áherslum stjórnmálaflokkanna í málefnum hinsegin fólks. 10.9.2021 07:52 Tuttugu hafa tapað 73 milljónum í ástarsvikum á þremur árum Á síðustu þremur árum hafa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist 20 tilkynningar um svokölluð ástarsvik, þar af 14 frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Fjárhagslegt tjón svikamálanna nemur samtals um 73 milljónum króna. 10.9.2021 07:09 Katrín á Selfossi vissi ekki að hún væri listamaður Það kom Katrínu Þorsteinsdóttur á Selfossi í opna skjöldu fyrir ári síðan þegar hún uppgötvaði að hún gæti málað málverk eins og alvöru listamaður. Hún segist losa alla streitu úr líkamanum þegar hún gleymir sér með málningarpenslana. 10.9.2021 06:38 Hækka Sjálfstæðisflokkinn í 21 stig og biðjast afsökunar á mistökum Ungir umhverfissinnar hafa hækkað stigafjölda Sjálfstæðisflokksins á kvarða sínum um stefnumál í umhverfismálum úr 5,3 í 21 stig af 100 mögulegum eftir að ábendingar bárust um að gögn hefðu ekki verið metin með réttum hætti. 10.9.2021 06:34 Gamla brúin hangir enn uppi og stóðst þriðja stórhlaupið Verulega hefur dregið úr hlaupinu í Skaftá í dag og er minni hætta talin á því að vatn flæði yfir hringveginn. Mesta furðu vekur að gamla brúin yfir Eldvatn skuli enn hanga uppi. 9.9.2021 22:44 Pólitískur skrípaleikur komi í veg fyrir nýtingu umhverfisvænnar orku Bæjarstjóri Ölfuss segir pólitískan skrípaleik koma í veg fyrir að ráðast megi í risastór atvinnuskapandi og loftslagsvæn verkefni. Ölfus sé eitt orkuríkasta sveitarfélag landsins en verndun lands komi í veg fyrir nýtingu á grænni orku. 9.9.2021 21:00 Birtingin geri lítið úr Þórhildi og „drusluskammi hana í leiðinni“ Lögmaður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem kærði Kolbein Sigþórsson fyrir kynferðisofbeldi, íhugar að kæra Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu vegna birtingar á gögnum um mál hennar. 9.9.2021 20:00 Borgarfulltrúar óttaslegnir: Maðurinn sem hafði í hótunum hvorki verið handtekinn né yfirheyrður Maður, sem skaut á bíl borgarstjóra fyrr á árinu og hafði í hótunum við varaborgarfulltrúa fyrr í vikunni, hefur hvorki verið handtekinn né yfirheyrður. 9.9.2021 19:21 Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga. 9.9.2021 18:18 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjallað hefur verið um alvarlegar hótanir, í fjölmiðlum í dag, sem varaborgarfulltrúi Miðflokksins hefur sætt. Hann segist óttasleginn í viðtali við Kristínu Ólafsdóttur og borgarfulltrúar telja ástæðu til að hafa áhyggjur af öryggi sínu, en maðurinn var ekki handtekinn. Kristín rýnir í málið og upplýsir okkur um stöðu þess. 9.9.2021 18:00 Dregur úr líkum á því að hlaupvatn flæði yfir þjóðveg 1 Áfram hefur dregur úr rennsli Skaftár í dag. Talið er að minni líkur séu á því að hlaupvatn nái að flæða yfir þjóðveg 1, þó að ekki sé hægt að útiloka að hlaupvatnið nái þangað. 9.9.2021 17:45 Hlutu hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs Dr. Erna Sif Arnardóttir, lektor við verkfræði- og tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík og Dr. Martin Ingi Sigurðsson, prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknir á sama sviði við Landspítala hlutu hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs í dag. 9.9.2021 17:00 Bein útsending: Hinsegin Alþingi 2021 Samtökin '78 efna til fundar í dag með fulltrúum þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis. Yfirskriftin er „Hinsegin Alþingi 2021“ og að loknum framsögum mun þátttakendum gefast kostur á að spyrja frambjóðendurna spjörunum úr. 9.9.2021 16:51 Óvissustig vegna landriss í Öskju Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsir yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju. Síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju, bæði á GPS-mælitæki staðsett þar og eins með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda. 9.9.2021 16:47 Óljóst hvernig fólk í sóttkví og einangrun fær að kjósa Ekki er búið að útfæra hvernig fólki í sóttkví og einangrun verður gert kleift að kjósa í komandi alþingiskosningum. Til stendur að sérstök Covid-kosning hefjist fimm dögum fyrir kjördag sem fer fram 25. september. 9.9.2021 16:18 Gefa ríkisstjórnarflokkunum falleinkunn í umhverfisvænni landbúnaðarstefnu Þrenn náttúruverndarsamtök gefa ríkisstjórnarflokkunum þremur nær algera falleinkunn hvað varðar umhverfisáherslur þeirra í landbúnaðarmálum. Stefna þriggja stjórnarandstöðuflokka hlaut náð fyrir augum þeirra. 9.9.2021 15:45 Sjá næstu 50 fréttir
Reyndi að stinga af á bíl og tveimur jafnfljótum Lögregluþjónar veittu ökumanni sem neitaði að stöðva bíl sinn eftirför í nótt. Upprunalega var reynt að stöðva manninn í Kópavogi en hann stöðvaði þó skömmu síðar. Þá reyndi hann að flýja hlaupandi en var stöðvaður og handtekinn. 11.9.2021 07:27
Jón Sigurðsson látinn Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, Seðlabankastjóri og ráðherra, er látinn, 75 ára að aldri. 11.9.2021 00:20
Siglfirðingar með fótinn á gjöfinni þegar kemur að ferðaþjónustunni Siglufjörður hefur komist rækilega á kortið sem áfangastaður ferðamanna undanfarin ár. Þar á bæ er stefnt á enn frekari uppbyggingu fyrir ferðamenn. 10.9.2021 22:15
Hólmurum fjölgar hratt: „Það er bara geggjuð stemmning hérna í bænum” Íbúum í Stykkishólmi hefur fjölgað um ríflega hundrað á síðustu fjórum árum, og munar þar mest um barnafjölskyldur. Aðfluttur fjölskyldufaðir í bænum segist njóta lífsins mun betur í kyrrðinni. 10.9.2021 21:38
Kona hætt komin í bruna við Týsgötu Kona var flutt á slysadeild eftir að eldur kom upp í kjallaraíbúð við Týsgötu í Reykjavík í dag. Tilviljun réði því að nágranni á næstu hæð var heima og sá reyk leggja frá íbúðinni. 10.9.2021 20:10
„Þú gleymir aldrei“ Kona sem átti bæði föður og bróður sem sviptu sig lífi með fimm ára millibili segir enn mikla feimni við að ræða sjálfsvíg opinskátt. Þá eigi ekki að vera tabú að ræða tilfinningar og vandamál. Ungt fólk með sjálfsvígshugsanir leitar í auknum mæli til Pieta-samtakanna. 10.9.2021 20:00
Allir framboðslistar endanlega staðfestir á morgun Tíu flokkar bjóða fram í öllum kjördæmum fyrir komandi kosningar og Ábyrg framtíð býður að auki fram í tveimur kjördæmum. Frestur til að skila inn framboðslistum rann út á hádegi í dag. 10.9.2021 19:21
Nýtt tilfelli riðu í Skagafirði Riðuveiki hefur verið staðfest á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Um 1.500 fjár eru á bænum, fullorðið fé og lömb. Tæpt ár er síðan riða greindist á fimm bæjum í Skagafirði, sem þó tilheyra öðru varnarhólfi en bærinn þar sem riðan hefur komið upp nú. 10.9.2021 19:13
Vinnur við að plata fólk og komast yfir verðmæti Hún vinnur sem innbrotsþjófur og leikur á fólk til að komast yfir verðmætar upplýsingar. Hún segir fyrirtæki stöðugt þurfa að halda öryggismálum að starfsfólki sínu til að halda í við glæpamenn sem vilji komast í peninganna þeirra. 10.9.2021 18:30
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Ragna Bergmann missti föður sinn og bróður með fimm ára millibili eftir að þeir sviptu sig lífi. Hún segir enn mikla feimni við að ræða sjálfsvíg opinskátt. Í kvöldfréttatímanum klukkan 18:30 ræðum við við Rögnu um missinn en alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er í dag. 10.9.2021 18:00
Hlaup hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði Hlaup er hafið í Vestari-Jökulsá í Skagafirði en upptakakvíslar hennar koma undan norðanverðum Hofsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Íbúi á Úlfsstöðum nærri Varmahlíð segist ekki muna eftir haustflóðum í sinni tíð. 10.9.2021 16:16
Stefna fimm flokka í orkuskiptamálum standast ekki kröfur fulltrúa náttúruverndarsamtaka Þrenn náttúruverndarsamtök gefa fimm þeirra flokka sem bjóða fram til þings falleinkunn hvað varðar stefnu þeirra þegar kemur að orkuskiptum. 10.9.2021 16:00
Dæmdur fyrir að hárreyta og stugga við dóttur sinni Faðir nokkur á Austfjörðum hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að beita fjórtán ára dóttur sína ofbeldi. Þá þarf hann að greiða henni 350 þúsund krónur í miskabætur. 10.9.2021 15:08
Eyðsla í prófkjörum farin að færast nær því sem tíðkaðist fyrir Hrun Bæði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, vörðu mörgum milljónum krónum meira í kosningabaráttu sinni fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í ár en fyrir kosningarnar árið 2016. Stjórnmálafræðingur segir þetta ekki nýtt hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni en styrkveitingar hvergi nærri því sem tíðkaðist fyrir hrun. 10.9.2021 14:51
Skaust óvænt heim og kom nágranna sínum til bjargar „Grannar, allir þurfa góða granna,“ segir í frægu lagi í sjónvarpsþáttunum Nágrannar og sú var sannarlega raunin á Týsgötu í Reykjavík í dag þegar eldur kviknaði í kjallaraíbúð á öðrum tímanum. 10.9.2021 14:37
Aflétta hættustigi vegna Skaftárhlaups Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflétta hættustigi almannavarna vegna hlaups í Skaftá. 10.9.2021 14:17
Tíu flokkar skiluðu listum í öllum sex kjördæmum Tíu flokkar ætla að bjóða fram í öllum sex kjördæmum landsins. Framboðsfrestur rann út í hádeginu í dag. Ábyrg framtíð skilaði inn framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og eru því ellefu flokkar sem bjóða fram í höfuðborginni. 10.9.2021 14:16
Eldur í íbúð við Týsgötu Einn náði að flýja út úr íbúð við Týsgötu í Þingholtunum í Reykjavík rétt fyrir klukkan tvö í dag þegar eldur kom upp. 10.9.2021 14:05
Notaði eigin saur í baráttunni við öryggisvörð og lögreglu Karlmaður var handtekinn í Smáralind eftir hádegið í gær eftir að hafa gengið úr verslun með vörur án þess að greiða fyrir. Í átökum við öryggisvörð og lögreglu notaði hann eigin saur. 10.9.2021 13:36
Opið í hraðpróf og viðburðahaldarar hvattir til að láta vita Heilsugæslan hefur nú opnað fyrir að fólk fari í hraðpróf vegna viðburða á heilsugæslustöðinni á Suðurlandsbraut 34. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hvetur viðburðahaldara til að láta vita af stórum viðburðum svo starfsmenn heilsugæslunnar séu undirbúið fyrir mannfjöldann. 10.9.2021 13:18
Hótel, verslanir og líkamsrækt gætu litið dagsins ljós á Langasandi Útivistarperlan Langisandur mun taka á sig breytta mynd á næstu misserum, þegar hugmyndir íbúa um nýtt skipulag líta dagsins ljós í lok mánaðar. Hótel, verslanir og margs konar þjónusta er því mögulega það sem koma skal á svæðinu. 10.9.2021 12:54
Heilbrigðisráðherra lætur kanna möguleika á nýrri geðdeildarbyggingu Heilbrigðisráðherra hefur falið þeim sem sjá um byggingu á nýjum Landspítala að gera úttekt á núverandi húsnæði geðþjónustunnar og kanna möguleika á að byggja nýtt húsnæði fyrir þjónustuna. Hún útilokar ekki að nýtt húsnæði fyrir geðsviðið rísi á næstu árum. 10.9.2021 12:11
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum verður rætt við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra en mikil umræða hefur skapast síðustu daga um vöntun á framtíðarhúsnæði fyrir geðsvið Landspítalans. Við heyrum álit ráðherra á því máli. 10.9.2021 11:35
Himinlifandi með boðaða breytingu Svandísar Formaður Samtakanna 78 fagnar boðuðum breytingum á lögum um blóðgjafir, sem heimila karlmönnum sem stundað hafa kynlíf með öðrum karlmönnum að gefa blóð. Breytingin gangi nógu langt að mati samtakanna, sem telja núverandi lög úrelt og ómannúðleg. 10.9.2021 11:13
Ragnar Þór lætur staðar numið hjá Kennarasambandinu Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, sækist ekki eftir endurkjöri sem formaður sambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. 10.9.2021 11:05
25 greindust innanlands Alls greindust 25 með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrettán þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 52 prósent. Tólf voru utan sóttkvíar, eða 48 prósent. 10.9.2021 10:53
Varði á fimmtu milljón króna úr eigin vasa í baráttuna við Áslaugu Örnu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra varði rúmum ellefu milljónum króna í baráttunni um efsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í sumar. Þar hafði hann betur eftir harða baráttu við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. 10.9.2021 10:26
Enn tíðindalaust frá gosstöðvum Nóttin var tíðindalaus í eldstöðinni við Fagradalsfjall líkt og hefur verið síðustu viku. Sérfræðingur á Veðurstofu sagði í samtali við fréttastofu í morgun að ástandið væri óbreytt. 10.9.2021 09:20
Tvö vinnuslys á Suðurnesjum og stúlka týnd við gosstöðvarnar Slys varð í fiskverkunarfyrirtæki í Grindavík í gær þegar starfsmaður var að skipta um hnífa í flökunarvél skarst á hendi. Var hann fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem skurðurinn var saumaður saman. 10.9.2021 09:04
Samfylkingin skorar hæst á kvarða Samtakanna '78 en þrír flokkar fá engin stig Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn fá 0 stig af 115 mögulegum í einkunnagjöf Samtakann '78 þegar kemur að áherslum stjórnmálaflokkanna í málefnum hinsegin fólks. 10.9.2021 07:52
Tuttugu hafa tapað 73 milljónum í ástarsvikum á þremur árum Á síðustu þremur árum hafa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu borist 20 tilkynningar um svokölluð ástarsvik, þar af 14 frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst. Fjárhagslegt tjón svikamálanna nemur samtals um 73 milljónum króna. 10.9.2021 07:09
Katrín á Selfossi vissi ekki að hún væri listamaður Það kom Katrínu Þorsteinsdóttur á Selfossi í opna skjöldu fyrir ári síðan þegar hún uppgötvaði að hún gæti málað málverk eins og alvöru listamaður. Hún segist losa alla streitu úr líkamanum þegar hún gleymir sér með málningarpenslana. 10.9.2021 06:38
Hækka Sjálfstæðisflokkinn í 21 stig og biðjast afsökunar á mistökum Ungir umhverfissinnar hafa hækkað stigafjölda Sjálfstæðisflokksins á kvarða sínum um stefnumál í umhverfismálum úr 5,3 í 21 stig af 100 mögulegum eftir að ábendingar bárust um að gögn hefðu ekki verið metin með réttum hætti. 10.9.2021 06:34
Gamla brúin hangir enn uppi og stóðst þriðja stórhlaupið Verulega hefur dregið úr hlaupinu í Skaftá í dag og er minni hætta talin á því að vatn flæði yfir hringveginn. Mesta furðu vekur að gamla brúin yfir Eldvatn skuli enn hanga uppi. 9.9.2021 22:44
Pólitískur skrípaleikur komi í veg fyrir nýtingu umhverfisvænnar orku Bæjarstjóri Ölfuss segir pólitískan skrípaleik koma í veg fyrir að ráðast megi í risastór atvinnuskapandi og loftslagsvæn verkefni. Ölfus sé eitt orkuríkasta sveitarfélag landsins en verndun lands komi í veg fyrir nýtingu á grænni orku. 9.9.2021 21:00
Birtingin geri lítið úr Þórhildi og „drusluskammi hana í leiðinni“ Lögmaður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, sem kærði Kolbein Sigþórsson fyrir kynferðisofbeldi, íhugar að kæra Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu vegna birtingar á gögnum um mál hennar. 9.9.2021 20:00
Borgarfulltrúar óttaslegnir: Maðurinn sem hafði í hótunum hvorki verið handtekinn né yfirheyrður Maður, sem skaut á bíl borgarstjóra fyrr á árinu og hafði í hótunum við varaborgarfulltrúa fyrr í vikunni, hefur hvorki verið handtekinn né yfirheyrður. 9.9.2021 19:21
Samkynhneigðir karlmenn mega gefa blóð nái breyting á reglugerð fram að ganga Óheimilt verður að mismuna blóðgjöfum á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða, svo sem kyns, kynhneigðar, uppruna eða stöðu að öðru leyti, nái breyting á reglugerð sem tekur á söfnun, meðferð og varðveislu blóðs fram að ganga. 9.9.2021 18:18
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjallað hefur verið um alvarlegar hótanir, í fjölmiðlum í dag, sem varaborgarfulltrúi Miðflokksins hefur sætt. Hann segist óttasleginn í viðtali við Kristínu Ólafsdóttur og borgarfulltrúar telja ástæðu til að hafa áhyggjur af öryggi sínu, en maðurinn var ekki handtekinn. Kristín rýnir í málið og upplýsir okkur um stöðu þess. 9.9.2021 18:00
Dregur úr líkum á því að hlaupvatn flæði yfir þjóðveg 1 Áfram hefur dregur úr rennsli Skaftár í dag. Talið er að minni líkur séu á því að hlaupvatn nái að flæða yfir þjóðveg 1, þó að ekki sé hægt að útiloka að hlaupvatnið nái þangað. 9.9.2021 17:45
Hlutu hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs Dr. Erna Sif Arnardóttir, lektor við verkfræði- og tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík og Dr. Martin Ingi Sigurðsson, prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknir á sama sviði við Landspítala hlutu hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs í dag. 9.9.2021 17:00
Bein útsending: Hinsegin Alþingi 2021 Samtökin '78 efna til fundar í dag með fulltrúum þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis. Yfirskriftin er „Hinsegin Alþingi 2021“ og að loknum framsögum mun þátttakendum gefast kostur á að spyrja frambjóðendurna spjörunum úr. 9.9.2021 16:51
Óvissustig vegna landriss í Öskju Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra lýsir yfir óvissustigi vegna landriss í Öskju. Síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju, bæði á GPS-mælitæki staðsett þar og eins með nákvæmri úrvinnslu gervitunglamynda. 9.9.2021 16:47
Óljóst hvernig fólk í sóttkví og einangrun fær að kjósa Ekki er búið að útfæra hvernig fólki í sóttkví og einangrun verður gert kleift að kjósa í komandi alþingiskosningum. Til stendur að sérstök Covid-kosning hefjist fimm dögum fyrir kjördag sem fer fram 25. september. 9.9.2021 16:18
Gefa ríkisstjórnarflokkunum falleinkunn í umhverfisvænni landbúnaðarstefnu Þrenn náttúruverndarsamtök gefa ríkisstjórnarflokkunum þremur nær algera falleinkunn hvað varðar umhverfisáherslur þeirra í landbúnaðarmálum. Stefna þriggja stjórnarandstöðuflokka hlaut náð fyrir augum þeirra. 9.9.2021 15:45