Einn náði að flýja út úr íbúð við Týsgötu í Þingholtunum í Reykjavík rétt fyrir klukkan tvö í dag þegar eldur kom upp.
Þrír slökkvibílar voru sendir á vettvang en þá hafði íbúinn þegar komist út úr húsinu.
Vel gekk að slökkva eldinn og verið er að reykræsta.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu varð töluvert tjón af eldinum og sótinu.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira