Fleiri fréttir

Útiloka hvorki ásetning né gáleysi

Lögreglan útilokar ekki að ásetningur hafi legið að baki þegar kona, sem lögð hafði verið inn á geðdeild Landspítalans, lést fyrr í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingur á geðdeildinni er grunuð um að hafa orðið valdur að dauða konunnar.

46 greindust smitaðir af veirunni í gær

Síðasta sólarhringinn greindust 46 smitaðir af kórónuveirunni innanlands. Af þeim voru 25 í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 21 var utan sóttkvíar.

Gripinn með kíló af kókaíni í ferðatöskunni

Þýsk-rússneskur karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi hér á landi fyrir innflutning á rétt tæpu kílói af kókaíni. Maðurinn játaði sök þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.

Maðurinn er kominn í leitirnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi myndum vegna máls sem hún hefur til rannsóknar.

Mánaðar­leigan 1,2 milljónir króna

Reykjavíkurborg mun greiða 1,2 milljónir króna í leigu mánaðarlega fyrir húsnæði Hjálpræðishersins sem ætlað er að brúa bilið vegna kennslu fyrir yngstu nemendur Fossvogsskóla á meðan unnið er við uppsetningu bráðabirgðahúsnæðis á lóð skólans meðan viðgerðir fara fram á aðal húsnæði Fossvogsskóla.

Ekkert sem bendir til að verk­lagi lög­reglu hafi ekki verið fylgt

Ekkert bendir á þessu stigi til þess að verklagi lögreglu í atburðunum sem áttu sér stað í Dalseli á Egilsstöðum aðfararnótt föstudagsins hafi ekki verið fylgt. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem hafi rýnt í atburðina innanhúss. Þá segir að lögreglumenn sem að aðgerðinni komu hafi fengið sálræna aðstoð.

Litlar breytingar í veðrinu í dag

Litlar breytingar verða í veðrinu í dag með suðvestanátt á landinu og yfirleitt á bilinu fimm til þrettán metrum á sekúndu.

Gert ómögulegt að ljúga til um aldur með nýrri tækni

Skemmtistaðir sjá fram á að geta aftur farið að taka stafræn ökuskírteini gild þegar nýtt forrit mun gera þeim kleift að skanna skírteinin til að sannreyna þau. Víðtækar falsanir hafa reynst mikill vandi, en gætu nú verið úr sögunni.

„Þetta kom aldrei inn á borð til stjórnar“

Borghildur Sigurðardóttir, annar varaformaður Knattspyrnusambands Íslands, segir þau mál sem snúa að meintum kynferðisbrotum landsliðsmanna aldrei hafa komið inn á borð stjórnarinnar.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um mál KSÍ, en líkt og fram hefur komið sagði Guðni Bergsson af sér sem formaður nú síðdegis. Elísabet Inga Sigurðardóttir, fréttamaður okkar, er stödd við Laugardalshöll og mun greina frá nýjustu tíðindum í beinni útsendingu.

Skot­maðurinn kominn af gjör­gæslu

Maðurinn sem varð fyrir byssukúlu í skotbardaga við lögreglu á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld er kominn af gjörgæslu og er á batavegi.

Slökkviliðsmanni sem sagt var upp fyrir einelti dæmdar bætur

Sveitarfélagið Fjarðabyggð var í byrjun júlí dæmt til að greiða fyrrverandi slökkviliðsmanni fjórar og hálfa milljón króna í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Manninum var sagt upp eftir ítrekaðar kvartanir samstarfskvenna hans um einelti.

Landhelgisgæslan sótti slasaðan vélhjólamann

Björgunarsveitir voru kallaðar út í Árnessýslu í dag vegna slyss sem varð á Gjábakkavegi nálægt Þingvöllum. Slysið varð á karlmanni sem hafði ekið um á vélhjóli.

Guðni Bergsson segir af sér

Guðni Bergsson hefur sagt starfi sínu sem formaður KSÍ lausu. Hann var kosinn formaður fyrst árið 2017.

Uppfært: Guðni er hættur sem for­­maður KSÍ

Allir starfsmenn KSÍ hafa verið boðaðir á fund klukkan fjögur í dag. Þetta staðfestir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri sambandsins í samtali við fréttastofu. Vísir verður með beina útsendingu frá höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli.

„KSÍ er bara, held ég, mjög spillt apparat“

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari við Borgarholtsskóla, fór ekki fögrum orðum um forystu KSÍ í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun. Hún kallar eftir því að öll stjórn sambandsins segi af sér.

Hjúkrunar­fræðingur á Land­spítala grunaður um mann­dráp

Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Heimildir fréttastofu herma að hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að þvinga mat ofan í sjúkling með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri en hún lést fyrr í þessum mánuði.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.

Andlát vegna Covid-19

Karlmaður á áttræðisaldri lést eftir baráttu við Covid-19 á Landspítalanum í gær.

Sprengisandur: Orkuskipti, kosningabaráttan og KSÍ

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem krefst forystuskipta í stjórn Knattspyrnusambands Íslands er á meðal gesta í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þá verður rætt um orkuskipti, umönnun aldraðra og kosningabaráttuna.

Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja

Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja nú í lok ágústmánaðar og lýkur sumaráætlun mánuði fyrr en ráðgert var. Þetta er vegna dræmrar eftirspurnar og er óvíst hvort félagið taki upp þráðinn að nýju næsta sumar.

Fjölgaði um einn á gjörgæslu

Tólf sjúklingar liggja á Landspítala vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæsludeild þar sem fjölgað hefur um einn frá því í gær. Einn þeirra er í öndunarvél.

87 ára og hefur haldið 55 myndlistarsýningar

Þrátt fyrir að Jón Ingi Sigurmundsson á Selfossi sé að nálgast nírætt þá er hann enn í fullu fjöri við að mála myndir en hann var að opna sína fimmtugustu og fimmtu málverkasýningu. Jón segist ekkert verið orðinn skjálfhentur.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um mál KSÍ og rætt við Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, sem kallar eftir afsögn stjórnarmanna sambandsins. Hún kveðst vita um allt að sjö núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn í knattspyrnu sem hafi verið sakaðir um ofbeldi.

Rafíþróttadeild stofnuð í Rangárvallasýslu

Mikil tilhlökkun er hjá börnum og unglingum í Rangárvallasýslu, sem finna sig ekki í almennu íþróttastarfi því þar á að fara að opna rafíþróttadeild í fyrsta skipti þar sem boðið verður upp á glæsilega aðstöðu þar sem æfingar og keppnir í fjölbreyttum tölvuleikjum fara fram.

Ráðu­neyti telur sig hafa svarað spurningum um um­svif út­gerða

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið telur að allar þær upplýsingar sem óskað var eftir og heimilt var að birta hafi komið fram í skýrslu sjávarútvegsráðherra um eignarhald stórútgerða í íslensku atvinnulífi. Skýrslan hefur verið gagnrýnd fyrir að svara ekki þeim spurningum sem henni var ætlað.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.