Fleiri fréttir

Ýmis kerfi komin að þolmörkum

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir stöðu kórónuveirufaraldursins hafa þyngst og að ýmis kerfi séu komin að þolmörkum. 

Svona var 188. upp­lýsinga­fundurinn vegna kórónu­veirunnar

Ísland fer að öllum líkindum á rauðan lista Sóttvarnastofnunar Evrópu í dag vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi undanfarnar vikur. Kortið miðar við nýgengi smita hér á landi en flesti ríki Evrópu styðjast við sínar eigin skilgreiningar varðandi komu til landsins.

Álagið fyrst og fremst vegna almennra veikinda

Álagið á bráðamóttöku Landspítalans er fyrst og fremst vegna almennra veikinda, fremur en vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans, í samtali við Morgunblaðið.

Handtekinn fyrir líkamsárás, eignaspjöll og þjófnað

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi mann á veitingastað í Árbæ sem grunaður er um líkamsárás, eignaspjöll og þjófnað. Maðurinn var í annarlegu ástandi við handtöku og var vistaður í fangageymslu.

Hvetur ríkis­stjórnina til að hlusta á sótt­varna­lækni

Nú styttist í að stjórnvöld tilkynni hvort ráðist verði í frekari samkomutakmarkanir innanlands til að bregðast við hröðum vexti faraldursins. Ráðherrar hafa fundað stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum síðustu daga áður en ákvörðun er tekin um næstu aðgerðir.

Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum

Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir.

Tveir lagðir beint inn á gjörgæslu og ekki sér fyrir topp bylgjunnar

Þrír sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild Landspítalans með Covid-19 eftir að tveir voru lagðir beint þangað inn síðdegis í dag. Forstjóri spítalans, segir að ekki sjái enn fyrir toppinn á núverandi bylgju faraldursins og að hann geti jafnvel orðið enn stærri en spálíkön gera ráð fyrir vegna lítilla takmarkana.

Reynslan af bylgjunni ráði næstu skrefum

Stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld þurfa að læra af reynslu þessarar bylgju kórónuveirufaraldursins áður en ákvörðun verður tekin um hvað tekur við þegar núverandi takmarkanir falla úr gildi, að sögn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra.

Fjöldi afbrigða sýni að veiran flæði yfir landamærin

Flest bendir til þess að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með ýmsar nýjar stökkbreytingar delta-afbrigðisins að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann telur að skima eigi alla á landamærunum og ráðast í bólusetningarátak. Þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Flest bendir til að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með nýjar stökkbreytingar delta-veirunnar að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar.

Bein útsending: Það getur verið öðruvísi að eldast hinsegin

„Rannsóknir erlendis sýna að þessi hópur aldraðra, sem þarf að fara að leita aðstoðar á borð við heimahjúkrun, forðast að nýta sér þessa þjónustu.“ Þetta segir Sandra Ósk Eysteinsdóttir um stöðu aldraðra hinsegin einstaklinga.

Löng bið á bráðamóttöku og þung staða á Landspítala

Landspítali vekur athygli á því að mikið álag er núna á spítalanum, sérstaklega á bráðamóttöku spítalans í Fossvogi. Fólk sem leitar á bráðamóttöku vegna vægari slysa eða veikinda má því gera ráð fyrir langri bið eftir þjónustu. Þetta segir í tilkynningu frá Landspítalanum.

Menningarnótt aflýst

Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 

Aðeins einn smitaðra heimilismanna með einkenni

Tveir heimilismenn Grundar sem greindust með Covid-19 losna úr einangrun í vikulok. Hvorugur hefur fundið fyrir einkennum. Fyrr í vikunni greindust tveir smitaðir á Minni-Grund og er annar einkennalaus en hinn „með nokkur einkenni“.

Hundrað og sextán greindust smitaðir í gær

Alls greindust 116 smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Enn fjölgar í einangrun þar sem eru nú 1329 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Þá er 1941 í sóttkví.

Metumferð um Hringveginn

Umferð um Hringveginn jókst um nærri sex prósent í júlí síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Met var slegið í mánuðinum en umferðin reyndist 2,3 prósentum meiri en í júlí 2019 þegar fyrra met var sett.

„Við erum á krossgötum“

Sigurður Ingi Jóhannesson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir stjórnvöld vera að meta hvernig þjóðin geti lifað með kórónuveirufaraldrinum. Hann segir Íslendinga nú vera á krossgötum í kórónuveirufaraldrinum.

Ísland í næsthæsta áhættuflokk hjá CDC

Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur sett Ísland í næsthæsta áhættuflokk á ferðaráðssíðu stofnunarinnar. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðið frá því að ferðast til Íslands.

Auknar líkur á eldingum í skúraveðrinu

Í dag og fram til föstudags er útlit fyrir hæga breytilega átt víðast hvar um landið. Skýjað verður að mestu og skúrir en auknar líkur eru á eldingum í skúraveðrinu.

Hlaut heilahristing eftir fjögurra manna vespurúnt

Umferðarslys varð í Kópavogi seint í gærkvöldi þegar ökumaður vespu missti stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún fór á hliðina. Á vespunni voru fjórir 14 ára drengir og aðeins einn með hjálm.

Tækifæri til að gera enn betur í orkuskiptum

Eitt af lykilverkefnum íslensks samfélags er að klára orkuskipti í samgöngum og mörg tækifæri eru til að gera betur í þeim efnum að mati Höllu Hrundar Logadóttur, nýs orkumálastjóra. Sífellt alvarlegri hliðar loftslagsbreytinga þrýsti á að orkuskiptum verði lokið sem fyrst.

„Maður getur bara verið alveg eins og maður er”

Litadýrð, gleði og regnbogar eru sem fyrr einkennandi fyrir Hinsegin daga sem voru formlega settir í miðborg Reykjavíkur í dag, þrátt fyrir að engin gleðiganga verði - annað árið í röð.

Opna skimunarstöð fyrir skyndipróf á BSÍ

Skimunarstöð fyrir hraðpróf hefur verið opnuð í húsnæði BSÍ í Reykjavík en hún er sérstaklega ætluð þeim sem ætla úr landi. Um er að að ræða skyndipróf sem framkvæmd eru af einkaaðila en tekin gild á landamærum.

Kennarar áhyggjufullir en vilja þó eðlilegt skólastarf

Gert er ráð fyrir að engar takmarkanir verði á skólastarfi í haust að sögn menntamálaráðherra. Formaður Kennarasambands Íslands segir kennara hafa áhyggjur af smithættu en viljuga til þess að halda úti venjulegu skólahaldi.

Ætla að lyfta upp einkaþotu sem situr föst á Rifi

Vonir standa til að þýsk einkaþota sem festist í slitlagi á flugvellinum á Rifi á Snæfellsnesi verði hífð upp á morgun. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan hafa óhappið til rannsóknar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Nýr tónn er í sóttvarnalækni sem hyggst ekki senda áfram niðurnegldar tillögur um aðgerðir innanlands vegna kórónuveirunnar heldur áhættumat í minnisblaði sínu til ráðherra. Segir hann í höndum stjórnvalda að meta hvaða aðgerðir henti, með tilliti til annarra hagsmuna.

Aldrei fleiri smitaðir í einu á Íslandi

Aldrei hafa fleiri verið í ein­angrun smitaðir af Co­vid-19 á Ís­landi og ein­mitt í dag. Alls eru 1.304 í ein­angrun eins og er, nokkru fleiri en voru skráðir í ein­angrun þegar fyrri bylgjur far­aldursins náðu sínum há­punkti.

Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn

Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa.

Sjá næstu 50 fréttir