Bein útsending: Það getur verið öðruvísi að eldast hinsegin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. ágúst 2021 16:30 Sandra segir óttann við fordóma geta valdið einangrun aldraðra hinsegin einstaklinga. Getty „Rannsóknir erlendis sýna að þessi hópur aldraðra, sem þarf að fara að leita aðstoðar á borð við heimahjúkrun, forðast að nýta sér þessa þjónustu.“ Þetta segir Sandra Ósk Eysteinsdóttir um stöðu aldraðra hinsegin einstaklinga. Vísir streymir beint frá fræðslufundinum „Að eldast hinsegin“ sem er þáttur í Hinsegin dögum og hefst kl. 17. Sandra er meðal þeirra sem halda utan um viðburðinn, sem hún segir ætlað að vekja umræðu um stöðu aldraðra hinsegin einstaklinga. Spurð að því hvort hinsegin fólk eldist ekki bara eins og allir aðrir segir Sandra málið ekki svo einfalt. Erlendis hafi verið gerðar rannsóknir á velferð þessa hóps en engar hérlendis. Sandra og eiginkona hennar, sem eru báðar hjúkrunarfræðingar, hafi hins vegar gert óformlega könnun meðal annarra heilbrigðisstarfsmanna, sem leiddi í ljós að fæstir þeirra vissu til þess að hafa komið nálægt umönnun hinsegin einstaklings. „Þessi hópur er í felum,“ segir Sandra en vandamálið felist ekki síst í ótta fólks við að mæta fordómum. Hún bendir á að nú sé sú kynslóð að komast á aldur sem upplifði HIV-ógnina og allt sem henni fylgdi; áföll, fordóma og útskúfun. Hún segir hætt við að þessir einstaklingar einangri sig, til dæmis þegar þeir þurfa að flytja á hjúkrunarheimili; fari ekki í mat með öðrum eða stundi félagslíf. Hin hliðin á peningnum séu svo raunverulegir fordómar. „Það eru ekkert öll dýrin í skóginum vinir,“ segir Sandra. „Það eru ekkert allir sammála um að fólk eigi að fá að vera hinsegin og það er ekkert sem bannar þá skoðun. En það er svolítið vont að þurfa að fá þjónustu hjá eða búa með einhverjum sem hugsar svoleiðis.“ Þjóðargersemin Páll Óskar Hjálmtýsson er meðal þeirra sem hafa kallað eftir hjúkrunarheimili fyrir samkynhneigða og bent á nauðsynina á félagsskap vina, þar sem margir hommar til dæmis séu barnlausir.Mynd/Baldur „Regnbogaheimili“ Sandra svarar því játandi að líklega sé um að ræða millibilsástand, þar til yngri kynslóðir vaxa úr grasi. Til dæmis sé alls konar ungt hinsegin fólk að vinna innan heilbrigðiskerfisins. Hún segir hins vegar ómögulegt að sitja bara hjá og bíða. „Það eru svo margir sem munu þurfa að nýta sér þessa þjónustu í milltíðinni og við þurfum að hlúa að þeim sem þurfa á heilbrigðisþjónustunni að halda næstu áratugina.“ Þess vegna þurfi að leita lausna og meðal frummælenda á fræðslufundinum verði hjúkrunarfræðingur sem ætlar að segja frá „regnbogavottuðum“ heimilum í Danmörku, þar sem allir eru velkomnir. „Og í Bandaríkjunum er fullt af LGBTQ-„friendly“ heimilum, þar sem stefnan er bara opinberuð og gagnkynhneigðir vita þá bara að þeir eru að fara á heimili þar sem regboganum er flaggað,“ segir Sandra. Um þetta og margt fleira verður rætt á fræðslufundinum, sem verður í beinu streymi hér fyrir neðan. Hinsegin Málefni transfólks Mannréttindi Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Vísir streymir beint frá fræðslufundinum „Að eldast hinsegin“ sem er þáttur í Hinsegin dögum og hefst kl. 17. Sandra er meðal þeirra sem halda utan um viðburðinn, sem hún segir ætlað að vekja umræðu um stöðu aldraðra hinsegin einstaklinga. Spurð að því hvort hinsegin fólk eldist ekki bara eins og allir aðrir segir Sandra málið ekki svo einfalt. Erlendis hafi verið gerðar rannsóknir á velferð þessa hóps en engar hérlendis. Sandra og eiginkona hennar, sem eru báðar hjúkrunarfræðingar, hafi hins vegar gert óformlega könnun meðal annarra heilbrigðisstarfsmanna, sem leiddi í ljós að fæstir þeirra vissu til þess að hafa komið nálægt umönnun hinsegin einstaklings. „Þessi hópur er í felum,“ segir Sandra en vandamálið felist ekki síst í ótta fólks við að mæta fordómum. Hún bendir á að nú sé sú kynslóð að komast á aldur sem upplifði HIV-ógnina og allt sem henni fylgdi; áföll, fordóma og útskúfun. Hún segir hætt við að þessir einstaklingar einangri sig, til dæmis þegar þeir þurfa að flytja á hjúkrunarheimili; fari ekki í mat með öðrum eða stundi félagslíf. Hin hliðin á peningnum séu svo raunverulegir fordómar. „Það eru ekkert öll dýrin í skóginum vinir,“ segir Sandra. „Það eru ekkert allir sammála um að fólk eigi að fá að vera hinsegin og það er ekkert sem bannar þá skoðun. En það er svolítið vont að þurfa að fá þjónustu hjá eða búa með einhverjum sem hugsar svoleiðis.“ Þjóðargersemin Páll Óskar Hjálmtýsson er meðal þeirra sem hafa kallað eftir hjúkrunarheimili fyrir samkynhneigða og bent á nauðsynina á félagsskap vina, þar sem margir hommar til dæmis séu barnlausir.Mynd/Baldur „Regnbogaheimili“ Sandra svarar því játandi að líklega sé um að ræða millibilsástand, þar til yngri kynslóðir vaxa úr grasi. Til dæmis sé alls konar ungt hinsegin fólk að vinna innan heilbrigðiskerfisins. Hún segir hins vegar ómögulegt að sitja bara hjá og bíða. „Það eru svo margir sem munu þurfa að nýta sér þessa þjónustu í milltíðinni og við þurfum að hlúa að þeim sem þurfa á heilbrigðisþjónustunni að halda næstu áratugina.“ Þess vegna þurfi að leita lausna og meðal frummælenda á fræðslufundinum verði hjúkrunarfræðingur sem ætlar að segja frá „regnbogavottuðum“ heimilum í Danmörku, þar sem allir eru velkomnir. „Og í Bandaríkjunum er fullt af LGBTQ-„friendly“ heimilum, þar sem stefnan er bara opinberuð og gagnkynhneigðir vita þá bara að þeir eru að fara á heimili þar sem regboganum er flaggað,“ segir Sandra. Um þetta og margt fleira verður rætt á fræðslufundinum, sem verður í beinu streymi hér fyrir neðan.
Hinsegin Málefni transfólks Mannréttindi Mest lesið Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira