Fleiri fréttir

Segir fólk eiga það til að vera kæru­laust við hraunið

Opið verður fyrir umferð að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli til klukkan níu í kvöld, líkt og síðustu daga. Yfirlögregluþjónn segir útlit fyrir nokkuð gott veður en ítrekar að staðan á svæðinu sé háð sífelldu endurmati, vegna hættu á gasmengun. Fólki er þá ráðlagt að vera ekki of nálægt hrauninu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl. Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru báðir utan sóttkvíar. Við heyrum í Þórólfi í hádegisfréttum.

Sóttvarnalæknir og pólitík sóttvarna í Sprengisandi

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, ræðir um afnám takmarkana og dómsniðurstöðu um sóttkvíarhótel í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Einnig ætla þrír þingmenn að ræða pólitík í sóttvörnum.

Hífðu konu upp úr brunni við Lágafellskirkju

Kona sem féll um tvo metra niður í brunn nærri Lágafellskirkju í Mosfellsbæ var orðin köld og þrekuð þegar slökkviliðsmenn náðu að bjarga henni upp. Samferðarfólk konunnar náði að halda henni upp úr vatni þar til slökkvilið kom á staðinn.

Mildir suðlægir vindar leika um landið

Spáð er rigningu eða slyddu í flestum landshlutum í dag fyrir tilstilli lægðar vestur af landinu sem beinir mildum suðlægum vindum yfir landið. Búist er við því að gasmengun leggi yfir norðanverðan Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðið í dag.

Ógnaði fólki í verslunum

Karlmaður sem ógnaði starfsmönnum og viðskiptavinum í verslun í vesturhluta Reykjavíkur í gær gisti fangageymslur lögreglu í nótt. Hann er sagður hafa komið við sögu í fleiri slíkum málum fyrr um daginn.

Þyrla Gæslunnar sótti veikan mann að gos­stöðvum

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti fyrr í kvöld miðaldra karlmann sem missti meðvitund eftir að hafa gengið að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann var kominn niður frá gosstöðvunum og var á bílastæðinu á svæðinu þegar hann féll niður.

Hrafnslaupur upp í byggingakrana á Selfossi

Krummapar á Selfossi hefur heldur betur komið á óvart með varpstað því þau hafa búið til laup hátt upp í byggingakrana í bænum. Fuglafræðingur segir hrafninn einn gáfaðasta fugl, sem fyrirfinnst.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Nýjar reglur um útivist gesta á sóttkvíarhótelum eru þegar komnar í gildi. Áhyggjuraddir hafa heyrst undanfarið um skerta útivist gesta sem þurfa að vera í sóttkví í fimm daga. Áður máttu gestir hótelsins ekki fara út vegna sóttvarnaástæðna.

Gestir sótt­kvíar­hótela eiga nú kost á úti­vist

Nýjar reglur um útivist gesta á sóttkvíarhótelum eru þegar komnar í gildi en enn er margt í útfærslu. Áhyggjuraddir hafa heyrst undanfarið um skerta útivist gesta sem þurfa að vera í sóttkví í fimm daga. Áður máttu gestir hótelsins ekki fara út vegna sóttvarnaástæðna.

Gasmengun frá gosinu berst til höfuð­borgarinnar

Gasmengun frá eldgosinu í Fagradalsfjalli blæs nú yfir höfuðborgarsvæðið og flokkast loftgæði, samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar, miðlungsgóð til slæm. Loftgæðin eru hvað verst á suðausturhluta höfuðborgarsvæðisins og mælast rúm 200 míkrógrömm af brennisteinsgasi í Norðlingaholti.

Njála dómsgagn í nágrannadeilu

Landeigendur á Bergþórshvoli í Vestur-Landeyjum unnu mál fyrir Landsrétti á dögunum, þar sem nágrannar þeirra á bænum Káragerði höfðu stefnt þeim vegna þess að þeir töldu sig eiga tilkall til hlunninda á sameiginlegu landi jarðanna tveggja. Þeir eiga það ekki, var niðurstaðan á tveimur dómstigum.

Heilbrigðisráðherra heimsækir sóttkvíarhótel

Svandís Svarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ætlar að heimsækja sóttkvíarhótelið við Þórunnartún í dag. Þar kynnir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnahúsa Rauða krossins, starfsemina fyrir ráðherranum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fjórða sprungan opnaðist á Reykjanesskaga í nótt. Sprungan opnaðist undir nýju hrauni og virðist það renna í Geldingadali. Að óbreyttu verður opið fyrir umferð að gossvæðinu til klukkan 21 í kvöld. Rætt er við náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands í hádegisfréttum.

Stefnir í fullt sótt­kvíar­hótel í dag eða á morgun

Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík verður að öllum líkindum tekið í notkun sem sóttkvíarhótel í dag eða á morgun. Þar er allt klárt að sögn forstjóra Sjúkratryggina Íslands. Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótelið við Þórunnartún fyllist í dag.

Fólk á eigin ábyrgð á gossvæðinu fyrir hádegi

Lögregla og björgunarsveitir verða með vakt á gossvæðinu á Reykjanesi frá hádegi til miðnættis í dag en því verður lokað klukkan níu í kvöld. Ný gossprunga opnaðist á svæðinu í nótt en talið er að fleiri gætu opnast fyrirvaralaust. Svæðið er opið í dag en þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi er sagðir gera það á eigin ábyrgð.

Enn ein sprungan opnaðist í nótt

Sérfræðingar Veðurstofu Íslands telja líklegt að enn ein gossprungan hafi opnast á Reykjanesi í nótt. Talið er að nýjasta sprungan liggi miðja vegu milli gosstöðvanna sem opnuðust á hádegi á öðrum degi páska og sprungu sem opnaðist aðfaranótt miðvikudags.

Rannsaka árás á hótelstarfsmann í Reykjavik

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú árás á hótelstarfsmann í Reykjavík í gærkvöldi. Meintur árásarmaður var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en hún er sögð hafa upplýsingar um hann.

Koma mjaldursins afar ó­venju­leg

Mjaldur synti inn í Reykjavíkurhöfn í hádeginu í dag en staldraði stutt við. Hvalasérfræðingar segja afar óvenjulegt að sjá mjaldra á þessum slóðum, hvað þá eina á ferð.

Nýjar sprungur gætu opnast án fyrir­vara

Vísbendingar eru um að frá sunnanverðum Geldingadölum og norðaustur fyrir gossprungurnar liggi kvika grunnt og er því ekki hægt að útiloka að fleiri gossprungur opnist á næstu dögum eða vikum. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Meintur mannræningi var búsettur á Íslandi

Pólskur karlmaður sem var handtekinn á Íslandi vegna mannrána- og líkamsárása í Björgvin í Noregi var búsettur hér á landi. Bróðir hans og annar maður hlutu fangelsisdóma vegna brotanna.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heilbrigðisráðherra segir skoðað þegar nær dregur mánaðamótum hvort umdeilt litakóðunarkerfi verði tekið upp á landamærunum. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 og heyrum líka í dómsmálaráðherra sem vill slaka á sóttvarnaaðgerðum innanlands.

Stærsti bólu­setningar­dagurinn til þessa

Í gær voru um 6.630 einstaklingar bólusettir fyrir Covid-19 hér á landi og hafa aldrei fleiri verið bólusettir gegn veirunni á einum degi. Einstaklingarnir sem bólusettir voru í gær telja um 2,4 prósent allra þeirra landsmanna sem til stendur að bólusetja fyrir Covid-19.

Sjá næstu 50 fréttir