Fleiri fréttir

Drógu vélarvana flutningaskip til Patreksfjarðar

Björgunarskipið Vörður II á Patreksfirði var kallaður út laus eftir miðnætti í nótt vegna vélarvana flutningaskips utan við Tálkna sem skilur að Patreksfjörð og Tálknafjörð. Skipið er tæplega 90 metra langt.

Talið að kviknað hafi í út frá kannabisræktun

Eldsvoðinn í Kaldaseli í Seljahverfi í Reykjavík á mánudag er rakinn til kannabisræktunar. Þetta herma heimildir fréttastofu. Slökkvistarf tók ríflega þrettán klukkustundir og altjón varð á húsinu.

Lítur lífið öðrum augum eftir brunann í Kaldaseli

Karlmaður sem missti húsið sitt í eldsvoða í Breiðholti á mánudagsmorgun segir atburðinn hafa markað mikil og djúpstæð áhrif á sig. Litlu hafi munað að hann yrði sjálfur bráð eldsins. Altjón varð þegar einbýlishús sem maðurinn hafði nýverið fest kaup á brann til kaldra kola.

Rannsaka hvort skotið hafi verið á bíl borgarstjóra

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að skemmdir hafi verið unnar á bílnum og að málið sé litið mjög alvarlegum augum.

„Ég vissi varla hvort ég átti að hlæja eða gráta“

Efling-stéttarfélag hefur sent bréf til Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra í Kópavogi og Þorsteins Einarssonar, starfsmannastjóra þar sem skorað er á Kópavogsbæ að standa við skuldbindingar sínar í gildandi kjarasamningi um styttingu vinnuvikunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu.

Rólegt og kalt veður næstu daga

Það er útlit fyrir rólegt og kalt veður á landinu næstu daga að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Ekið á stúlku sem var að koma úr strætó

Laust fyrir klukkan hálfsex í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að ekið hefði verið á þrettán ára stúlku í Árbæ. Hafði stúlkan verið að koma úr strætó þegar ekið var á hana.

„Það er kominn tími til að hreinsa til og stoppa þetta“

Fanney Lind Thomas, leikmaður Breiðabliks í úrvalsdeild kvenna í körfubolta, segir að óviðeigandi hegðun þjálfara og annarra karla í valdastöðum innan körfuboltahreyfingarinnar hafi fengið að viðgangast óáreitt um árabil. Hún kveðst þekkja mýmörg dæmi um slíkt og jafnframt upplifað sjálf. Taka verði á vandamálinu fyrir komandi kynslóðir.

Syllan brytjuð niður með vinnuvélum

Unnið hefur verið að því síðdegis og í kvöld að brjóta niður stærðarinnar snjósyllu fyrir ofan Vesturfarasetrið á Hofsósi. Lögreglan á Norðurlandi vestra lokaði hafnarsvæðinu á Hofsósi vegna stærðarinnar sprungu í snjólögum sem uppgötvaðist fyrir ofan setrið í gærkvöldi, fyrir árvekni ungs pilts.

Bara krapi svo langt sem augað eygir

Á morgun verður hafist handa við að ýta út krapa sem hefur safnast við veginn við Jökulsá á Fjöllum. Í gær þurfti að loka þjóðvegi eitt milli Mývatns og Egilsstaða vegna krapastífllu sem flæddi yfir veginn.

Vann rúmar 6,7 milljónir

Heppinn áskrifandi vann þriðja vinning í Víkingalottói kvöldsins og fær rúmar 6.7 milljónir í sinn hlut. Hvorki fyrsti né annar vinningur gekk út að þessu sinni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá.

Berst við heila­þoku og ofur­þreytu eftir al­var­lega Co­vid-sýkingu í vor

Einn þeirra sem er til meðferðar á Reykjalundi vegna eftirkasta Covid var meðvitundarlaus á Landspítalanum í þrjár vikur síðastliðið vor. Hann þjáist af síþreytu og hefur örmagnast við minnsta álag. Heilaþokan leikur hann grátt, kaffibragðið er ekki eins og áður - en hann er byrjaður að borða grænmeti eftir að bragðskynið breyttist.

Konur sem áttu sýni í pappakössunum þurfa að koma aftur í sýnatöku

Í Danmörku verður ekki hægt að fullrannsaka þau tvö þúsund leghálssýni sem lágu í nokkrar vikur í pappakössum. Hluti kvennanna verður því kallaður í sýnatöku á ný. Læknir segir óskiljanlegt að Krabbameinsfélagið hafi skilið við verkefnið með þessum hætti.

„Hún þarf bara eitt gott partí og þá er ballið byrjað“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að lítið þurfi út af að bregða til að kórónuveirufaraldurinn fari aftur af stað. Veiran sé enn úti í samfélaginu, þó það sé í litlum mæli. Fara þurfi mjög hægt í tilslakanir.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjórðungur þeirra sem smituðust af kórónuveirunni í fyrstu bylgjunni hér á landi finna enn nokkur eða mikil einkenni sex mánuðum eftir veikindi. Fjallað verður ítarlega um eftirköst Covid-19 í kvöldfréttum Stöðvar 2. Við kynnum okkur rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar og greinum frá því hvaða einkennum fólk finnur helst enn fyrir.

Boða hertar sótt­varnir vegna skæðrar fugla­flensu

Matvælastofnun mun leggja til við ráðherra að fyrirskipa hertar sóttvarnir hér á landi frá miðjum febrúar vegna skæðrar fuglaflensu, sem heldur áfram að breiðast út víða um heim. Talsverðar líkur eru taldar á því að fuglaflensan berist hingað með farfuglum og MAST segir afleiðingar smits á stórum alifuglabúum geta verið mjög alvarlegar.

Vill fækka nagladekkjum með gjaldtöku

„Mér finnst það ákveðinn veruleikaflótti hjá þeim sem halda að þetta snúist bara um að borgin geti þrifið göturnar betur og að enginn þurfi að breyta sinni hegðun,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og starfandi formaður umhverfis- og samgöngunráðs Reykjavíkurborgar.

Segir gróf mann­réttinda­brot framin í skjóli bág­borins eftir­lits

Formaður SEM samtakanna segir gróf mannréttindabrot framin daglega á Íslandi þegar hreyfihömluðum er meinaður greiður aðgangur að opinberum stöðum og íbúðarhúsnæði. Hann gagnrýnir byggingarfulltrúa og skipulagsyfirvöld harðlega og segir þau gefa afslátt af lögbundnum kröfum um aðgengi.

Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda

Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka.

Dansleikurinn reyndist íþróttaviðburður með tilboði á næsta bar

Hátt í 25 geta búist við kæru fyrir brot á sóttvarnalögum eftir að lögregla leysti upp danssamkvæmi í miðborg Reykjavíkur í gær þar sem áfengi var haft við hönd. Áfengið hafði verið borið út af nálægum veitingastað, sem er brot á áfengislögum.

Opinberir aðilar áforma framkvæmdir upp á 139 milljarða í ár

Framkvæmdir opinberra aðila voru mun minni í fyrra en þeir höfðu boðað á útboðsþingi í upphafi þess árs. Mestu munar um stórfelldan samdrátt í framkvæmdum hjá Ísavia. Reykjavíkurborg stóð hins vegar nokkurn vegin við áform sem gefin voru á útboðsþingi í byrjun síðasta árs.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um snjóflóðahættu sem nú er á Hofsósi en þar var það fyrir árvekni ungs bæjarbúa sem stærðarinnar sprunga í snjóalögum fyrir ofan Vesturfarasetrið uppgötvaðist.

Leggja til að sveitarfélög hætti að gefa trúfélögum lóðir

Lagt er til að lög um Kristnisjóð falli brott í frumvarpi sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram. Aðrir þingmenn flokksins, sem og Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar og Andrés Ingi Jónsson standa einnig að málinu.

Sjá næstu 50 fréttir