Innlent

Spilling eykst enn á Íslandi samkvæmt mælingu Transparency

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ísland lækkar á listanum og er langt á eftir hinum Norðurlöndunum. 
Ísland lækkar á listanum og er langt á eftir hinum Norðurlöndunum.  Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Ísland lendir í 17. sæti á árlegum lista Transparency International sem mælir spillingu í flestum heims. Staða Íslands hefur farið versnandi síðustu ár og enn hallar á ógæfuhliðina.

Ísland lendir í 17. sæti á árlegum lista Transparency International sem mælir spillingu í flestum heims. Staða Íslands hefur farið versnandi síðustu ár og enn hallar á ógæfuhliðina, en Ísland var í ellefta sæti fyrir árið 2019. Í tilkynningu segir að mælingin nái til spillingar í opinbera geiranum og bygg­ist á áliti sér­fræð­inga og aðila í við­skipta­líf­inu.

Löndin raðast á listann þannig að 100 stig þýða að spilling sé lítil og eru Danir í efsta sæti, með áttattíu og átta stig. Þar á eftir koma lönd á borð við Finnland og Svíþjóð og Norðmenn lenda í sjöunda sæti. Ísland kemur hinsvegar verst út af Norðurlöndunum og fær 75 stig fyrir árið 2020 en hafði fengið 78 stig árið á undan.

Spilling ógnar lýðræðinu

Í tilkynningu frá Íslandsdeild Transparency International er bent á að alþjóðastofnanir hafi lýst því yfir að spilling sé illvíg meinsemd sem ógni lýðræðinu og þá sýni rannsóknir það einnig með óyggjandi hætti. Spilling ógni einnig grundvallarréttindum, tækifærum og lífsgæðum fólks hvarvetna í heiminum og grafi undan trausti í samfélaginu og gagnvart stjórnvöldum og stofnunum framkvæmkvæmdavaldsins, löggjafarvaldsins og dómsvaldsins.

Samtökin segja Ísland enga undantekningu í þessu sambandi og því sé „fall Íslands niður spillingarvísitölulistann mikið áhyggjuefni.“ Að auki segir að stjórnvöld og almenningu ættu því að „huga alvarlega að því hvað gæti valdið þessari þróun og hvernig hægt er að bæta úr stöðunni.“


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×