Fleiri fréttir

Icelandair geti lifað af núverandi ástand til næsta vors

Flugáætlun Icelandair frá því um áramót hefur aðeins verið um þrjú prósent af þeirri áætlun sem lá fyrir um fjölda farþega um áramótin. Venjulega fara flugvélar félagsins í 240 ferðir á viku en þær hafa aðeins verið sex á viku undanfarið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hluthafafundur Icelandair Group samþykkti samhljóða nú síðdegis tillögu stjórnar félagsins um hlutafjáraukningu upp á allt að þrjátíu milljarða. Stefnt er að því að hlutafjárútboðinu ljúki í byrjun júlí.

Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði

„Það er mjög mikil óánægja með að Steingrímsfjarðarheiði skuli vera notuð sem spásvæði fyrir Strandir því það gefur kolranga mynd af veðrinu. Það getur munað alveg upp í 10 gráðum á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði í sumum tilfellum,“ segir íbúi á Hólmavík.

Samþykktu nýjan kjarasamning við sveitarfélögin

Félagsmenn Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Hveragerði og Ölfus hafa samþykkt nýjan kjarasamning við sveitarfélögin sem undirritaður var fyrr í þessum mánuði.

Ekkert nýtt smit síðastliðinn sólarhring

Ekkert smit kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 greindist síðasta sólarhringinn hér á landi. Staðfest smit eru því enn 1803. Eitt smit hefur greinst undanfarna níu daga.

Leiða má líkum að því að kviknað hafi í út frá rafmagni

Mikill eldur kom upp í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka, sem staðsettar eru í Ölfusi, í nótt. Í fyrstu var ekki ljóst hvort starfsmenn væru í búðunum þegar eldurinn kom upp en til allrar mildi reyndist svo ekki vera. Slökkvistarf tók langan tíma en ferja þurfti allt vatn á vettvang.

Hinn grunaði í Sandgerði áfram í gæsluvarðhaldi

Karlmaður á sextugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið sambýliskonu sinni að bana á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, var á miðvikudag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 16. júní.

Heimsóknarbann á bráðamóttöku

Vegna tveggja metra reglu og hættu á yfirálagi á sóttvarnir hefur verið ákveðið að bráðamóttakan á Landspítala Fossvogi sé lokuð gestum nema í sérstökum undantekningartilfellum. Þetta gildir í óákveðinn tíma.

Ísland fær mikið fyrir peninginn þegar borskipið kemur að bora

Tveir alþjóðaleiðangrar á borskipi, sem nú eru í undirbúningi, gætu orðið einhverjir dýrustu vísindaleiðangrar í sögu rannsókna við Ísland. Til stóð að borskipið kæmi í næsta mánuði en núna er ljóst að kórónufaraldurinn raskar tímaáætlun skipsins.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.