Fleiri fréttir

Slökkviliðið tók þátt í Tetris-áskoruninni

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í nýjasta æðinu á Internetinu í dag, svokallaðri Tetris-áskorun. Öllum búnaði úr nýju slökkviliðsbílunum var stillt upp líkt og um Tetris-leikinn væri að ræða.

Úrræðaleysi fyrir hættulega afbrotamenn

Félagsmálaráðherra segir að bregðast þurfi hratt við úrræðaleysi fyrir hóp manna sem taldir eru hættulegir en ganga lausir í samfélaginu. Um sé að ræða 10-12 manna hóp. Einn úr hópnum er nú í gæsluvarðahaldi grunaður um tilraun til manndráps á kærustu sinni.

Sinnulítil gagnvart nýsköpunarfyrirtækjum

Tillagan er eitt af forgangsmálum þingflokksins þennan þingveturinn en frambjóðendur Samfylkingarinnar töluðu mikið um eflingu smærri fyrirtækja í aðdraganda síðustu alþingiskosninga.

Ármann vill í nýja Vogabyggð

Glímufélagið Ármann hefur óskað formlega eftir viðræðum um nýtt íþróttasvæði sem myndast með nýrri íbúðabyggð í Vogabyggð. Félagið hefur sent menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur bréf þess efnis.

Samningur um meðferðarstofnun í Krýsuvík til endurskoðunar

Félagsmálaráðherra hefur samning Krýsuvíkursamtakanna, sem reka meðferðarheimilið í Krýsuvík til endurskoðunar. Ungu maður svipti sig lífi í húsnæði meðferðarheimilisins nýverið en enginn starfsmaður var á staðnum þegar komið var að honum.

Höfum gjörbylt heilsu ungra barna

Bólusetningar eru fórnarlömb eigin velgengni og það snjóar smám saman yfir minninguna um þessa hryllilegu sjúkdóma sem eitt sinn voru algengir.

Ætlar að fara opinskátt yfir stöðu VG

Landsfundur Vinstri grænna fer fram um helgina. Formaðurinn telur frammistöðuna í ríkisstjórn góða. Umhverfisráðherra stígur nú inn á pólitíska sviðið með framboði til varaformanns. Telur kjör styrkja stöðu hans og málefna þess ráðuneytis sem hann stýrir.

Fleiri Asíubúar fara um göngin

Asíubúum, sérstaklega Kínverjum og Taívönum, hefur fjölgað í haust þegar skoðað er það hlutfall sem keyrir í gegnum Vaðlaheiðargöng.

Bein útsending: Samgönguáætlun 2020-2034 kynnt

Samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 verður kynnt á opnum morgunverðarfundi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fimmtudaginn 17. október í Norræna húsinu milli kl. 8:30-10:00.

Veggur Gentle Giant rifinn

Veggurinn umdeildi sem hvalaskoðunarfélagið Gentle Giants á Húsavík lét byggja hefur verið rifinn að hluta. Enn er reynt að ná samkomulagi um norður- og austurhlið veggsins.

Börnin geta líka bjargað mannslífum

Í tilefni af alþjóðlega endurlífgunardeginum sem er í dag tóku nemendur í Víðistaðaskóla þátt í að ýta úr vör verkefni sem ber yfirskriftina Börnin bjarga.

Stóraukinn innflutningur á amfetamínvökva

Innflutningur á amfetamínvökva hefur stóraukist á liðnum árum. Það sem af er ári hafa tollayfirvöld í Keflavík haldlagt um átta sinnum meira magn en allt árið 2016. Úr einum lítra af vökvanum er hægt að framleiða um tólf kíló af amfetamíni.

Tafir við málsmeðferð milduðu dóminn yfir Árna Gils

Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær yfir Árna Gils Hjaltasyni. Árni var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Málið hefur lengi dvalið í dómskerfinu og hefur í tvígang fallið dómur yfir Árna, fyrst árið 2017. Í fyrstu atrennu ómerkti Hæstiréttur hins vegar dóm héraðsdóms og vísaði málinu aftur heim í hérað.

Sjá næstu 50 fréttir