Guðni og Eliza á leið til Japan vegna krýningar Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2019 10:45 Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda til Japans í næstu viku. vísir/vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda til Japans í næstu viku þar sem þau verða viðstödd krýningarhátíð Naruhito Japanskeisara næstkomandi þriðjudaginn. Naruhito tók við embættinu í maí síðastliðinn af föður sínum Akihito sem afsalaði sér krúninni. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að forsetahjónin muni taka þátt í opinberum viðburðum í tengslum við krýningarhátíðina ásamt fjölmörgum öðrum þjóðarleiðtogum hvaðanæva úr veröldinni. „Þau sitja m.a. hátíðarkvöldverð í keisarahöllinni að kvöldi 22. október og kvöldverð Shinzo Abe forsætisráðherra til heiðurs Naruhito Japanskeisara að kvöldi miðvikudagsins 23. október. Þá mun forseti Íslands eiga fundi með Shinzo Abe forsætisráðherra og með Tadamori Oshima, forseta fulltrúardeildar þingsins, og þingmönnum. Þá mun forseti einnig eiga fund með Shinako Tsuchiya, formanni vinafélags Íslands á japanska þjóðþinginu, og öðrum þingmönnum í vinafélaginu. Forseti Íslands heimsækir Tokyo háskóla fimmtudaginn 24. október ásamt Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskóla Íslands og situr fund með Makoto Gonokami rektor skólans og öðrum forsvarsmönnum hans. Í kjölfarið heldur forseti opinberan fyrirlestur í boði Tokyo háskóla. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og ber heitið: The Might of the Weak. The Role of Small States in International Relations and the Case of Iceland. Eliza Reid forsetafrú mun heimsækja Sophia háskólann fimmtudaginn 24. október og leiða þar hringborðsumræður um jafnréttismál og Ísland með nemendum skólans og kennurum.Naruhito keisari og Masako.GettyÞá mun forseti Íslands jafnframt eiga fundi með Kiyoshi Yamada rektor Tokai háskólans, snæða hádegisverð með Shunichi Suzuki, þeim ráðherra í ríkisstjórn Japans sem stýrir málefnum Ólympíuleikanna sem haldnir verða í Japan á næsta sumri, og Yasuhiro Yamashita, forseta Ólympíunefndar Japans, og heimsækja Sasakawa friðarstofnunina. Þá býður Elín Flygenring sendiherra til móttöku til heiðurs forsetahjónum í sendiráði Íslands í Japan síðdegis fimmtudaginn 24. október. Á leið sinni til Japans mun forseti Íslands eiga stutta viðdvöl í Vínarborg laugardaginn 19. október og sækja frumsýningu í Burg leikhúsinu á verkinu Die Edda eftir Mikael Torfason í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar.“ Forseti Íslands Japan Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda til Japans í næstu viku þar sem þau verða viðstödd krýningarhátíð Naruhito Japanskeisara næstkomandi þriðjudaginn. Naruhito tók við embættinu í maí síðastliðinn af föður sínum Akihito sem afsalaði sér krúninni. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta segir að forsetahjónin muni taka þátt í opinberum viðburðum í tengslum við krýningarhátíðina ásamt fjölmörgum öðrum þjóðarleiðtogum hvaðanæva úr veröldinni. „Þau sitja m.a. hátíðarkvöldverð í keisarahöllinni að kvöldi 22. október og kvöldverð Shinzo Abe forsætisráðherra til heiðurs Naruhito Japanskeisara að kvöldi miðvikudagsins 23. október. Þá mun forseti Íslands eiga fundi með Shinzo Abe forsætisráðherra og með Tadamori Oshima, forseta fulltrúardeildar þingsins, og þingmönnum. Þá mun forseti einnig eiga fund með Shinako Tsuchiya, formanni vinafélags Íslands á japanska þjóðþinginu, og öðrum þingmönnum í vinafélaginu. Forseti Íslands heimsækir Tokyo háskóla fimmtudaginn 24. október ásamt Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskóla Íslands og situr fund með Makoto Gonokami rektor skólans og öðrum forsvarsmönnum hans. Í kjölfarið heldur forseti opinberan fyrirlestur í boði Tokyo háskóla. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og ber heitið: The Might of the Weak. The Role of Small States in International Relations and the Case of Iceland. Eliza Reid forsetafrú mun heimsækja Sophia háskólann fimmtudaginn 24. október og leiða þar hringborðsumræður um jafnréttismál og Ísland með nemendum skólans og kennurum.Naruhito keisari og Masako.GettyÞá mun forseti Íslands jafnframt eiga fundi með Kiyoshi Yamada rektor Tokai háskólans, snæða hádegisverð með Shunichi Suzuki, þeim ráðherra í ríkisstjórn Japans sem stýrir málefnum Ólympíuleikanna sem haldnir verða í Japan á næsta sumri, og Yasuhiro Yamashita, forseta Ólympíunefndar Japans, og heimsækja Sasakawa friðarstofnunina. Þá býður Elín Flygenring sendiherra til móttöku til heiðurs forsetahjónum í sendiráði Íslands í Japan síðdegis fimmtudaginn 24. október. Á leið sinni til Japans mun forseti Íslands eiga stutta viðdvöl í Vínarborg laugardaginn 19. október og sækja frumsýningu í Burg leikhúsinu á verkinu Die Edda eftir Mikael Torfason í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar.“
Forseti Íslands Japan Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira