Fleiri fréttir

Harmar enn eina 10 milljóna úttektina á Sorpu

Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt ábyrgð á 990 milljóna króna láni fyrir Sorpu. Er það meðal annars gert í ljósi aukins kostnaðar við framkvæmdir gas- og jarðgerðarstöð Sorpu. Vegna tafa við fjármögnun seinkar opnun hennar um 6 – 8 vikur.

Telur brotin margfalt fleiri en skömmin þvælist fyrir

Snögg viðbrögð eru það sem skipta öllu þegar reynt er að lágmarka tjón vegna netglæpa. Þetta segir yfirlögregluþjónn og að oft geti reynst erfitt að ná peningum til baka frá netglæpamönnum.

Mikil fjölgun ferðamanna að hálfbyggðu Heimskautsgerði

Um 12.500 manns óku að Heimskautsgerðinu við Raufarhöfn í sumar, frá júníbyrjun og fram í miðjan september, en mannvirkið telst vart nema hálfbyggt. Aukningin frá árinu 2016 nemur 70 prósentum yfir hásumarið en 88 prósentum að hausti.

Eigum frábært samstarf við færustu sérfræðinga

Fuglavernd hefur opnað fræðsluvef um búsvæði sjófugla á Íslandi sem öll eru alþjóðlega mikilvæg. Byrjað er við Látrabjarg, eitt stærsta fuglabjarg heims, og farið réttsælis um landið. Hugað er meðal annars að fjöldaþróun fuglategundanna síðustu áratugi.

Munar 371 þúsund krónum á launum varaborgarfulltrúa

Miklu munar á mánaðarlaunum launahæsta og launalægsta varaborgarfulltrúa Reykjavíkurborgar, alls 371 þúsund krónum á mánuði. Alls eru átta fyrstu varaborgarfulltrúar á föstum mánaðarlaunum, þar af stundar helmingur þeirra aðra launaða vinnu. Ekki er skylda að skrá fjárhagslega hagsmuni sína.

Vopnaðir á barnum og í bílnum

Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn á bar í miðbænum á áttunda tímanum í gærkvöldi. Maðurinn er grunaður um brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna.

Fara í bóknám vegna þrýstings frá foreldrum

Heiður Hrund Jónsdóttir segir mikilvægt að foreldrar þekki kosti starfsnámsbrauta framhaldsskólanna. Mikil áhersla á bóknám sé líkleg ástæða brottfalls úr framhaldsskólum. Hún flytur erindi á Menntakviku sem fram fer í dag.

Hegningarauka krafist við dóminn í Landsréttarmálinu

Tvö sakamál gegn Guðmundi Andra Ástráðssyni, kæranda Landsréttarmálsins, eru nú rekin fyrir íslenskum dómstólum; eitt fyrir Héraðsdómi Suðurlands þar sem Guðmundur neitar sök og annað sem þegar hefur verið dæmt í héraði og er nú rekið fyrir Landsrétti.

Mál Ara flutt í héraði í dag

Í dag fer fram munnlegur málflutningur í máli Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, í Héraðsdómi Reykjaness.

Ragnar Þór vonsvikinn

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er vonsvikinn með ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna um að þrengja lánaskilyrði til þess að draga úr útlánavexti.

Umhverfisáhrif eru hverfandi

Allar mælingar umhverfisvöktunar hjá kísilverksmiðjunni PCC á Bakka eru langt undir viðmiðunarmörkum. Þetta kom fram á fjölmennum íbúafundi á Húsavík í vikunni.

Óttast að allt að fimmtán milljörðum hafi verið rænt

Lögreglan óttast að tölvuþrjótar hafi rænt allt að fimmtán milljörðum króna af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum á síðustu tólf mánuðum. Aðeins lítill hluti slíkra brota er tilkynntur til lögreglu en með breytingum á lögum verður fjölda fyrirtækja skylt að tilkynna brotin til yfirvalda.

Sumir uggandi en aðrir bjartsýnir

Það er ekkert nýtt að tekist sé á um ágæti þess að gera Laugaveginn að göngugötu. Óskað var eftir nafnakalli þegar borgarstjórn fjallaði um málið á þriðjudaginn.

Árið hefur farið í bið eftir uppbyggingu á brjóstum

Konur sem greinast með brakkagenið þurfa oft að bíða mánuðum saman eftir viðtölum og aðgerðum. Varaformaður Brakkasamtakanna segir dæmi um að aðgerðum sé jafnvel frestað kvöldið áður. Konur utan af landi eru í sérstaklega erfiðri stöðu.

Fjölskyldan í áfalli eftir altjón í eldsvoða

Altjón varð í íbúð í fjölbýlishúsi að Suðurhólum í Breiðholti í gærkvöldi eftir að þar kviknaði í út frá potti á eldavél. Fjögurra manna fjölskylda sem þar býr var að koma heim þegar hún varð vör við eldinn. Fjölskyldufaðirinn hjálpaði fólki úr öðrum íbúðum út og fékk snert af reykeitrun.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tölvuinnbrot hjá íslenskum fyrirtækjum, konur með brakkagenið svonefnda og háttsettir gestir á Hringborð norðurslóða eru á meðal efnis kvöldfrétta Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Kviknaði í út frá potti á eldavél

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt í ljós að rekja megi eldsupptök eldsins í fjölbýlishúsi í Suðurhólum í Reykjavík til potts á eldavél. Húsráðendur voru ekki í íbúðinni þegar eldurinn kom upp.

Segir skort á samráði vegna áforma um urðunarskatt

Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að það gæti kostað heimilin í landinu allt að 12 þúsund krónur á ári í aukna skatta að þurfa að greiða sérstakt urðunargjald sem ríkisstjórnin hefur boðað.

Hviður gætu náð allt að 35 metrum á sekúndu

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland, Faxaflóa og miðhálendið þar sem búast má við hvassviðri eða stormi á morgun og fram á laugardag. Gætu staðbundnar hviður náð allt að 35 metrum á sekúndu.

Játaði árásina á Götubarnum

21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás á Götubarnum í miðbæ Akureyrar.

Netið notað til að brjótast inn í lækningatæki

Lögreglan telur fjölgun netglæpa áhyggjuefni. Aðeins hluti brotanna endi á borði lögreglu og afbrotamennirnir finni sífellt nýjar leiðir til að ná sínu fram. Til að mynda sé hægt að nota dróna í annarlegum tilgangi og nýta netið til að brjótast inn í lækningatæki.

Sjá næstu 50 fréttir