Fara í bóknám vegna þrýstings frá foreldrum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 4. október 2019 07:30 Heiður Hrund Jónsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði, rannsakar nú áhrif foreldra á námsferil framhaldsskólanema. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Í dag fer fram árleg ráðstefna menntavísindasviðs Háskóla Íslands í húsnæði skólans í Stakkahlíð. Ráðstefnan ber heitið Menntakvika og er hlutverk hennar að miðla þekkingu og rannsóknum sem snúa að menntamálum og skóla- og frístundastarfi. Heiður Hrund Jónsdóttir er ein margra sem flytja erindi á ráðstefnunni. Þar kynnir hún doktorsverkefni sitt í félagsfræði sem hún vinnur nú að. „Aðalmarkmið verkefnisins er að skoða námsferil fólks,“ segir Heiður. „Það hvernig nemendur á Íslandi fara í gegnum framhaldsskólanám, námsval þeirra og hættu á brottfalli,“ bætir hún við. Heiður hefur rannsakað ástæður þess að nemendur á framhaldsskólastigi flosna upp úr námi og klára ekki skólagöngu sem þeir hafa hafið. Í erindi sínu í dag mun hún draga upp mynd af því hvort ástæða brottfallsins geti verið sú að nemendurnir séu ekki á réttum stað innan menntakerfisins. „Við sjáum að í samanburði við mörg önnur lönd þá eru hlutfallslega mjög fáir nemendur á Íslandi sem fara beint í starfsnám eftir grunnskóla og Ísland sker sig líka úr flestum OECD-löndum því hér er svo hátt brottfall, það eru svo margir sem annaðhvort ljúka ekki námi eða ljúka því ekki á þeim tíma sem miðað er við,“ segir Heiður. „Við spyrjum okkur að því hvort mikil áhersla sem lögð er á bóknám hér á landi auki hættuna á því að fólk fara í slíkt nám án þess að styrkleikar þeirra og áhugi liggi þar og þá flosni þau upp úr námi,“ segir Heiður. „Á móti því, ef þau hefðu mögulega farið inn á námsbraut sem hentaði þeim betur, bæði þeirra styrkleikum og áhugasviði, þá hefðu þau frekar átt möguleika á farsælli framhaldsskólagöngu og náð að klára,“ bætir hún við. Heiður segir foreldra eiga stóran þátt í þróun þess hversu mikill fjöldi nemenda velur bóknám í stað starfsnáms og segir mikilvægt að allir kynni sér þá möguleika sem í boði eru innan menntakerfisins. „Á Íslandi hefur bóknám alltaf verið hafið upp á kostnað starfsnáms og það er lögð mun meiri áhersla á það. Eldri rannsóknir sýna okkur að foreldrar vilja upp til hópa að börnin þeirra fari í bóknám og leggja áherslu á að krakkarnir þeirra taki stúdentspróf. Við erum því að skoða það hvort krakkar velji í mörgum tilfellum bóknám vegna þrýstings frá foreldrum sínum,“ útskýrir Heiður. „Við þurfum að fræða foreldra um þá möguleika á vinnumarkaði sem fylgja starfsnámi ásamt því að eyða þeirri mýtu að krakkar sem útskrifast úr starfsnámi eigi ekki möguleika á því að fara í háskólanám,“ segir Heiður. Erindi Heiðar fer fram í stofu H-101 klukkan 15.30-17 í dag. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Í dag fer fram árleg ráðstefna menntavísindasviðs Háskóla Íslands í húsnæði skólans í Stakkahlíð. Ráðstefnan ber heitið Menntakvika og er hlutverk hennar að miðla þekkingu og rannsóknum sem snúa að menntamálum og skóla- og frístundastarfi. Heiður Hrund Jónsdóttir er ein margra sem flytja erindi á ráðstefnunni. Þar kynnir hún doktorsverkefni sitt í félagsfræði sem hún vinnur nú að. „Aðalmarkmið verkefnisins er að skoða námsferil fólks,“ segir Heiður. „Það hvernig nemendur á Íslandi fara í gegnum framhaldsskólanám, námsval þeirra og hættu á brottfalli,“ bætir hún við. Heiður hefur rannsakað ástæður þess að nemendur á framhaldsskólastigi flosna upp úr námi og klára ekki skólagöngu sem þeir hafa hafið. Í erindi sínu í dag mun hún draga upp mynd af því hvort ástæða brottfallsins geti verið sú að nemendurnir séu ekki á réttum stað innan menntakerfisins. „Við sjáum að í samanburði við mörg önnur lönd þá eru hlutfallslega mjög fáir nemendur á Íslandi sem fara beint í starfsnám eftir grunnskóla og Ísland sker sig líka úr flestum OECD-löndum því hér er svo hátt brottfall, það eru svo margir sem annaðhvort ljúka ekki námi eða ljúka því ekki á þeim tíma sem miðað er við,“ segir Heiður. „Við spyrjum okkur að því hvort mikil áhersla sem lögð er á bóknám hér á landi auki hættuna á því að fólk fara í slíkt nám án þess að styrkleikar þeirra og áhugi liggi þar og þá flosni þau upp úr námi,“ segir Heiður. „Á móti því, ef þau hefðu mögulega farið inn á námsbraut sem hentaði þeim betur, bæði þeirra styrkleikum og áhugasviði, þá hefðu þau frekar átt möguleika á farsælli framhaldsskólagöngu og náð að klára,“ bætir hún við. Heiður segir foreldra eiga stóran þátt í þróun þess hversu mikill fjöldi nemenda velur bóknám í stað starfsnáms og segir mikilvægt að allir kynni sér þá möguleika sem í boði eru innan menntakerfisins. „Á Íslandi hefur bóknám alltaf verið hafið upp á kostnað starfsnáms og það er lögð mun meiri áhersla á það. Eldri rannsóknir sýna okkur að foreldrar vilja upp til hópa að börnin þeirra fari í bóknám og leggja áherslu á að krakkarnir þeirra taki stúdentspróf. Við erum því að skoða það hvort krakkar velji í mörgum tilfellum bóknám vegna þrýstings frá foreldrum sínum,“ útskýrir Heiður. „Við þurfum að fræða foreldra um þá möguleika á vinnumarkaði sem fylgja starfsnámi ásamt því að eyða þeirri mýtu að krakkar sem útskrifast úr starfsnámi eigi ekki möguleika á því að fara í háskólanám,“ segir Heiður. Erindi Heiðar fer fram í stofu H-101 klukkan 15.30-17 í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira