Fleiri fréttir

Einelti í skólum að aukast á ný

Einelti í grunnskólum hefur aukist á síðustu árum eftir að hafa minnkað á árunum eftir hrun. Framkvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar segir að fylgni virðist mælast við efnahagsástandið í landinu.

Fundað í rammgirtum Höfða

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hittir forseta Íslands, utanríkisráðherra og borgarstjóra í Höfða í dag. Viðbúnaður er gríðarlegur vegna fundarins og verður götum í kringum fundarstaðinn lokað í dag.

Gæti orðið dýralæknalaust í dreifbýli

Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir að núverandi starfsumhverfi þeirra sem sinna dreifbýlum svæðum sé óviðunandi og samningar úreltir.

Leitar uppi stolin hjól

Á nokkrum mánuðum hefur Bjartmar Leósson fundið á annan tug stolinna hjóla og stuðlað að því að koma þeim í réttar hendur. Hann segist telja að faraldur sé í gangi og að allir geti lagt hönd á plóg til að uppræta glæpina með því að hafa augun opin.

Starfs­lið Pence leigir sex­tíu leigu­bíla

Gríðarlegar öryggisráðstafanir eru vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands á morgun. Hundruð undanfara í liði varaforsetans hafa verið hér á landi undanfarna daga og hafa meðal annars tekið á leigu tugi leigubíla.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst við undirbúningi fyrir komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til Íslands á morgun.

Birti nektarmyndir af konu á sjónvarpsskjá

Karlmaður á Vestfjörðum gekkst í morgun við því að hafa sýnt gesti á heimilinu nektarmyndir af konu. Myndirnar sýndi hann viðkomandi á sjónvarpsskjá en á þeim lá hún nakin í rúmi.

Sextíu heimilislausir bíða úrræða

Móðir manns sem lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra hefur efnt til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Stefnt er að því að ná saman þrjú hundruð manns, eða jafn stórum hóp og talinn er vera á götunni í dag. Formaður velferðarráðs borgarinnar segir ganga erfiðlega að finna lóðir fyrir smáhýsi en markmiðið sé að koma öllum í skjól fyrir veturinn.

Ákærður fyrir innflutning á amfetamíni og sterum

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur þrítugum karlmanni fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á 900 millilítra af vökva sem innihélt amfetamín sem hafði 47 prósent á styrkleika.

Ákvæði um auðkennaþjófnað í skoðun

Dómsmálaráðherra hefur falið refsiréttarnefnd að skoða hvort rétt sé að setja refsiákvæði í hegningarlög sem tekur sérstaklega á auðkennaþjófnaði.

Hugverk falla undir eignarrétt

Alþingi samþykkti frumvarp fjármálaráðherra um að breyta skattlagningu á höfundarréttarvörðu efni. Verður höfundarréttur jafngildur eignarrétti og skattlagning færð yfir í fjármagnstekjuskatt.

Píratar misstu yfirsýn yfir fjármál flokksins

Píratar töpuðu 12,5 milljónum króna árið 2018. Fráfarandi gjaldkeri segir að yfirsýn yfir fjármálin hafi tapast í síðustu kosningabaráttu en 22 milljóna króna lán var tekið til að mæta útgjöldum. Sú skuld verður greidd hratt upp.

Engin leið að keppa við ON

Ísorka hefur kært Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, til Samkeppniseftirlitsins. Forsvarsmaður Ísorku segir fyrirtækið vera að koma sér í einokunarstöðu um miðlun rafmagns til rafbíla.

Sjá næstu 50 fréttir