Fleiri fréttir

Mál tveggja ára stúlku sem hefur verið vísað úr landi fer fyrir Landsrétt

Tveggja ára stúlka sem fæddist hér á landi en á albanska foreldra þarf að yfirgefa landið ella er hún ólögleg hér á landi samkvæmt úrskurði Kærunefndar útlendingamála. Mál stúlkunnar hefur velkst um í kerfinu og fer fyrir Landsrétt á grundvelli þess aðÞjóðskrá hafi brotið lög þegar hún skráði lögheimili hennar bara einhvers staðar í Evrópu.

Meðgöngueitrun minnkar lífslíkur kvenna

Yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir ýmislegt benda til þess að lífslíkur kvenna sem greinast með meðgöngueitrun sé hættara við ótímabærum dauðdaga.

Fram­kvæmdum ó­lokið í Foss­vogs­skóla: Öllum bekkjum komið fyrir í hús­næðinu

Ágúst er genginn í garð og stutt er í að skólastarf hefjist á öllum skólastigum. Framkvæmdum í Fossvogsskóla, sem lokað var um miðjan mars vegna myglu í húsnæðinu, er ekki lokið en í tölvupósti sem sendur var á aðstandendur nemenda skólans segir að skólayfirvöldum hafi tekist að skipuleggja starfið með þeim hætti að unnt verður að hýsa alla nemendur skólans í skólahúsnæðinu.

Borgin skoðar mál Kalla í Pelsinum

Karl J. Steingrímsson, iðulega kenndur við Pelsinn, hefur lokað með grindverki fyrir gangandi umferð um tröppur sem liggja frá Vesturgötu að Grófinni í Tryggvagötu. Því hefur verið haldið fram að lokunin brjóti í bága við deiliskipulag borgarinnar. Borgin er með málið til skoðunar.

Fjármunir til að niðurgreiða innanlandsflug eru til

"Miðað við þá vinnu sem hefur verið unnin að þá hefur verið bent á að einhverjar 700-800 milljónir myndu geta snúið við, talsvert þessari þróun, og veita fólki þennan möguleika á að fá niðurgreiddan flugmiða upp að tilteknum fjölda flugferða og þá fjármuni höfum við í dag," segir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Atvinnulausum fækkaði í júní

Fjöldi atvinnulausra var 1,5 prósentustigum minni í júní en í maí samkvæmt árstíðarleiðréttum tölum Hagstofunnar. 6.800 manns eða 3,3 prósent, voru atvinnulausir í júní, þar af eru 1.900 einstaklingar á aldrinum 16- 24 ára.

Vogafjós orðið tvítugt

Vogafjós í Mývatnssveit er 20 ára og hefur þeim tímamótum verið fagnað með ýmsum hætti. Meðal annars var nýbygging tekin í notkun og stefnt er að frekari endurbótum.

Kárssnesskóli endurbyggður

Tillaga Batterísins – arkitekta að 5.500 fermetra nýbyggingu Kársnesskóla við Skólagerði hefur verið samþykkt í bæjarráði Kópavogs.

Kynnir tillögu um sveitarfélög

Drög að þingsályktunartillögu Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga voru sett inn í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Drögin byggja á grænbók um málefni sveitarfélaga sem kynnt var síðastliðið vor.

Erfiðasti kaflinn að baki

Spitfire-vélin sem flýgur umhverfis jörðina lenti í Reykjavík í gær. Veður hefur leikið flugmennina grátt en vélin stendur fyrir sínu. Þeir skiptu byssunum út fyrir eldsneytistanka sem þrefaldaði flugdrægið.

Víða fordæmalaus staða í laxveiðiám

Náttúra Veiði í mörgum laxveiðiám er svo dræm þetta sumarið að menn þekkja ekki annað eins. Að mati Landssambands veiðifélaga er um fordæmalausa stöðu að ræða og segir sambandið mikilvægt að veiðimenn sleppi veiddum laxi og hugleiði það að hreinlega hlífa laxinum fyrir veiði.

Öldungur í sjálfheldu vill efndir frá ráðherra

Hjörleifur Hallgríms á Akureyri segist sitja uppi með verðlausa lóð vegna kröfu um fornleifauppgröft. Sagnfræðingur er 99,9 prósent viss um að engar fornleifar séu á lóðinni. Hjörleifur segir menningarmálaráðherra hunsa sig.

Ríkisstjórnin hristir sig saman við Mývatn

Ríkisstjórnin hélt ríkisstjórnarfund í Mývatnssveit í dag og fundaði með sveitarstjórnum og hagsmunaðilum á svæðinu. Þá notaði hún tækifærið til að hrista sig saman fyrir komandi þingvetur

Maðurinn fundinn

Maðurinn sem lögreglan lýsti eftir fyrir helgi er fundinn.

SGS vísar deilu til Félagsdóms

Vilja láta reyna á túlkun samningsákvæðis frá 2009 um skyldu sveitarfélaga til að ganga til kjarasamningsviðræðna um jöfnun lífeyrisréttinda.

Sótti slasaðan vélsleðamann á Eyjafjallajökul

Þyrla Landhelgisgæslunnar var á leið að Skógafossi vegna umferðarslyss þar á tólfta tímanum í dag þegar hún var afboðuð og í staðinn send að sækja slasaðan vélsleðamann á Eyjafjallajökul.

Alvarlegur árekstur við Skógafoss

Lokað hefur verið fyrir umferð um Suðurlandsveg nálægt Skógum vegna umferðarslyss. Olíuflutningabíll og fólksbíll rákust saman.

Sjá næstu 50 fréttir