Fleiri fréttir

Telur ekki viðeigandi að tjá sig að svo stöddu

Forsætisnefnd hyggst taka málið fyrir í næstu viku en hefur gefið þingmönnunum sex, sem komu fyrir í upptökunni af samtali þeirra á Klaustur á síðasta ári, frest út vikuna til að bregðast við því.

Vilja að Íslendingar ættleiði filippseyska eiturlyfjafíkla

"Við, undirritaðir íbúar Filippseyja, kunnum að meta áhyggjur ykkar af mannréttindum eiturlyfjafíkla, eiturlyfjasala og eiturlyfjagengja á Filippseyjum. Samúð ykkar með þeim er lofsverð,“ svona hefst áskorun á hendur Íslendinga og íslenskra stjórnvalda frá íbúum Filippseyja á undirskriftalistasíðunni change.org.

Jarðamál ekki enn þá rædd innan SÍS

Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að vafalaust verði jarðamál skoðuð þegar fulltrúar snúa til baka úr sumarfríum.

Fleiri mál kláruð þrátt fyrir manneklu

Ákærusvið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu afgreiddi að meðaltali fleiri mál í mánuði í fyrra en síðastliðin þrjú ár á undan (2015-2017). Þetta sýna tölur frá embættinu.

Allt að 20 stiga hiti í dag

Hæg norðaustlæg eða breytileg átt í dag og yfirleitt skýjað en léttskýjað norðvestantil á landinu og lítilsháttar væta um austanvert landið.

Styttist óðum í að íslenskt grænmeti komi í búðirnar 

Guðni Hólmar Kristinsson, framkvæmdastjóri afurðasviðs Sölufélags garðyrkjumanna, segir veðrið í sumar hafa verið garðyrkjubændum mjög gott. Þeir eigi von á góðri uppskeru. Nýjar kartöflur eru almennt komnar í búðir. Spergilkál og blómkál er væntanlegt innan tíðar. Gulrætur fylgja í kjölfarið.

Stígi varlega til jarðar varðandi Uber

Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur segir að komi til þess að farveitur á borð við Uber hefji starfsemi í borginni þurfi að stíga varlega til jarðar. Uber geti bætt nýtingu á hverjum bíl en líka leitt til aukinnar umferðar.

Vill fá að setja upp skilti

Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður, og sambýliskona hans, Svava Ingimarsdóttir, eru ósátt við að fá ekki að setja upp auglýsingaskilti nálægt sundlauginni á Hofsósi.

Sunnlensk hross dópuð af kannabis

Undarleg hegðun nokkurra hrossa á Suðurlandi hratt af stað rannsókn hjá MAST fyrir nokkrum árum. Þau titruðu en höfðu góða matarlyst. Eftir fyrirspurnir til bandarískra lækna kom í ljós að hrossin höfðu innbyrt kannabisplöntur.

Formaður Trans Ísland segir skopteiknara Moggans til syndanna

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Ísland, stuðnings- og baráttusamtaka fyrir trans fólk á Íslandi, gagnrýnir harðlega skopmynd sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Segir hún teiknarann á bak við myndina mega skammast sín.

Í annað sinn í fimmtíu ára sögu álversins í Straumsvík sem kerskála er lokað

Stór hluti af álframleiðslu álversins í Straumsvík var stöðvaður í nótt eftir að einum af þremur kerskálum þess var lokað af öryggisástæðum. Ástæðan er sú að álverið hefur þurft að nota annað súrál en áður vegna umróts á heimsmörkuðum. Þetta er í annað skipti sem kerskála er lokað í álverinu síðan álframleiðsla hófst þar fyrir fimmtíu árum.

Eldur kom upp í bíl á Þjóð­braut

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út skömmu fyrir klukkan fimm í dag eftir að eldur kom upp í bíl á Þjóðbraut nærri Reykjanesbraut.

Engin ný tilfelli af E. coli

Engin ný tilfelli af E. coli greindust í dag þegar saursýni frá fimmtán einstaklingum voru rannsökuð með tilliti E. coli-sýkinga.

Áttfætlan langleggur fannst óvænt í Surtsey

Farið var í árlegan leiðangur vísindamanna út í Surtsey í síðustu viku. Í leiðangrinum fundust þrjár nýjar tegundir, ein ný plöntutegund og tvær nýjar pöddutegundir.

Ævintýri kærustupars í tjaldi í Laugardalnum

Háskólanemi frá Grikklandi hefur búið ásamt kærasta sínum í tjaldi í Laugardal frá því í júní og hyggst búa þar fram á haust. Katerina Parouka segist ekki kvíða kuldanum sem fylgi haustinu heldur njóti hún þess að sofa í tjaldinu.

Heimavist verði opnuð að nýju

Sveitarfélög á Suðurlandi krefjast þess að starfrækt verði heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands eins og var fram til ársins 2016.

Elsta málið er átta ára gamalt

Elsta málið sem bíður afgreiðslu ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er frá 2011. Opin mál hjá embættinu öllu eru yfir fimmtán þúsund. Umferðarlagabrot eru í miklum meirihluta.

Sjá næstu 50 fréttir