Innlent

Engin ný tilfelli af E. coli

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
E.coli bakterían er rakin til Efstadals II í Bláskógabyggð.
E.coli bakterían er rakin til Efstadals II í Bláskógabyggð. vísir/mhh
Engin ný tilfelli af E. coli greindust í dag þegar saursýni frá fimmtán einstaklingum voru rannsökuð með tilliti E. coli-sýkinga. Enginn greindist með sýkinguna að því er fram kemur á vef landlæknis.

Fyrir helgi var greint frá því að sterkur grunur léki á að rúmlega þriggja ára gamalt barn væri með E. coli-sýkingu.

Svo reyndist vera en barnið hafði borðað ís í Efstadal II fyrir um þremur vikum auk þess að hafa umgengist sýktan einstakling fyrir einni til vikum. Barninu heilsast vel og verður í eftirliti á Barnaspítala hringsins.

Þá lék grunur á að bandarískt barn væri með E. coli-sýkingu en svo reyndist ekki vera samkvæmt rannsóknum í Bandaríkjunum.

Það hafa því 22 einstaklingar greinst með E. coli-sýkingu, þar af tveir fullorðnir og tuttug börn.

Annar hinna fullorðnu borðaði ís í Efstadal II 8. júlí en enginn annar tengist Efstadal II eftir 4.-5. júlí.

Þá hófust fyrri aðgerðir sem miðuðu að því að rjúfa smitleiðir. Seinni aðgerðir í Efstadal hófust 18.-19. júlí og eftir þann tíma hafa engir einstaklingar greinst.

Rannsóknir í Efstadal II hafa enn ekki sýnt með óyggjandi hætti hvernig E. coli-sýkillinn barst í einstaklingana sem veiktust.

Allir einstaklingarnir áttu það hins vegar sameiginlegt að hafa borðað ís í Efstadal fyrir utan eitt barn sem virðist hafa smitast af systkini.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×