Fleiri fréttir

Mestu breytingar á leigubílaakstri í áratugi

Í nýju frumvarpi um akstur leigubíla er lagt til að svokölluð takmörkunarsvæði verði afnumin og fjöldatakmarkanir atvinnuleyfa sömuleiðis. Formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama segir leigubílstjóra ósátta við breytingarnar sem frumvarpið felur í sér, þær séu þær mestu í áratugi.

Forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkun „samkvæmt áætlun“

Samtök atvinnulífsins segja stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands vera sigur fyrir lífskjör landsmanna. Verkalýðsforystan fagnar áfanganum sömuleiðis og forseti ASÍ segir stýrivaxtalækkunina vera „samkvæmt áætlun“. Seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga hafa auðveldað bankanum að lækka vexti.

Sex þristar gætu náð til Reykjavíkur í kvöld

Áhugamenn um gamlar flugvélar geta vænst þess að sjá nokkra þrista í flugtökum og lendingum á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vitað er um sex þrista sem stefna til Íslands í dag, ýmist frá Grænlandi eða Kanada.

UNICEF hefur byltingu gegn ofbeldi

Myndbandið byrjar á því að sýna ung börn skemmta sér í feluleik en þegar líður á myndbandið eru börn sýnd sem reyna að fela sig fyrir gerendum.

Vill að Sólveig Anna skýri orð sín

Efling hefur krafist fundar með framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, Halldóri Benjamín Þorbergssyni, vegna vanefnda á nýundirrituðum kjarasamningi.

Vonar að ferðin hafi breytt skoðun Hatara

Aðstoðarsendiherra Ísraels í Ósló telur Eurovision ekki hafa verið réttan vettvang fyrir Hatara til þess að tjá pólitískar skoðanir sínar. Hann segir sendiráðið trúa á tjáningarfrelsið og ekki eiga í vandræðum með gagnrýni Hatar

Á fimmta hundrað verkefna bíða fimm þingfundardaga

Þingmenn standa í ströngu nú í lok vetrar við að klára þingstörf en fimm þingfundardagar eru eftir af starfsáætlun Alþingis. Nærri tvö hundruð lagafrumvörp bíða afgreiðslu þingsins á meðan þingmenn Miðflokksins ræða þriðja orkupakkann.

Dýradagurinn haldinn í fyrsta sinn á Íslandi

Landvernd stendur í dag fyrir skrúðgöngu frá Laugarnesskóla yfir í Grasagarðinn í tilefni Dýradagsins, sem er nýr viðburður á vegum Landverndar sem fyrirhugað er að verði árlegur.

Tíunda hvert barn er sett á örvandi lyf

Tíunda hvert íslenskt barn á aldrinum 10-14 ára fékk ávísað örvandi lyfjum, eins og Ritalíni og Concerta í fyrra. Á síðustu tveimur árum hefur fjölgað um fjórtán prósent í hópnum og hefur hann aldrei verið stærri. Í Svíþjóð, þar sem næst mest er notað af lyfjunum, fengu nærri þrefalt færri börn ávísað lyfjunum.

27 flugfélög fljúga um Keflavík í sumar en ný farþegaspá liggur ekki fyrir

Isavia hefur ekki gefið út nýja farþegaspá fyrir næsta sumar eftir fall WOW AIR sem var ásamt Icelandair með um átta af hverjum tíu flugferðum til og frá landinu síðustu ár. 27 flugfélög fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli. Þar af hafa þrjú flugfélög tilkynnt um viðbótarferðir til fimm áfangastaða.

Mjótt á munum hjá Rafiðnarsambandi Íslands

Niðurstöður atkvæðagreiðslna um kjarasamninga hjá félögum í samfloti iðnaðarmannafélaganna í viðræðum við Samtök atvinnulífsins liggja fyrir. Aðeins munaði rúmu einu prósenti á þeim sem sögðu já hjá Rafniðnarsambandi Íslands og þeim sem sögðu nei.

Innleiða hvata til að stuðla að laxeldi í lokuðum sjókvíum

Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis leggur til að frumvarp sjávarútvegsráðherra um fiskeldi verði samþykkt. Verði frumvarpið að lögum verður áhættumat vegna erfðablöndunar lögfest. Þá verða innleiddir fjárhagslegir hvatar fyrir fyrirtæki í sjókvíalaxeldi að styðjast við lokaðar sjókvíar í stað opinna.

Sveitarfélögin og ríkið semja um kostnaðarskiptingu Borgarlínu

Borgarstjóri býst ekki við að neitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu dragi sig út úr borgarlínuverkefninu. Nú standi yfir samningaviðræður milli sveitarfélagana og ríkisins um fjármögnum og kostnaðarskiptingu verkefnisins og stofnvegaframkvæmdir. Áætlanir geri ráð fyrir að framkvæmdirnar kosti um hundrað milljarða króna á næstu 15 árum.

Sjálfsagt að íhuga að fá fagfólk í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið

Þjóðleikhússtjóri segir sjálfsagt mál að íhuga að fá sérfræðing í mannauðsmálum til starfa í Þjóðleikhúsið. Markmið sitt sé að bæta starfsumhverfið. Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks hefur farið fram á að ráðið sé fagfólk til að fara yfir samskipti hans við listamenn vegna kvartana sem hafa borist til félagsins.

Búast má við þristum á lofti yfir borginni í dag

Áhugamenn um fljúgandi forngripi ættu að hafa augun og eyrum opin hjá sér í dag á Reykjavíkursvæðinu. Búast má við að hátt í tíu þristar verði á ferðinni í kringum Reykjavíkurflugvöll, ýmist að taka á loft eða að lenda.

Sjá næstu 50 fréttir