Fleiri fréttir

Móttökurnar framar björtustu vonum

Fimmtán ár eru liðin frá því að Fréttablaðið kom fyrst fyrir augu lesenda. Vöxtur blaðsins á stuttum tíma kom flestum á óvart. Fréttablaðið hefur verið mest lesna dagblað landsins í þrettán ár af þeim fimmtán sem það hefur ve

Fara varlega með réttinn til að gleymast

Hátt í þrjú hundruð Íslendingar hafa óskað eftir því að Google fjarlægi um þá leitarniðurstöður á aðeins tveimur árum. Beiðnum hefur fjölgað um 117 frá febrúar í fyrra. Stjórnmálamenn fá engan afslátt hjá Google.

Boða kosningar í október

Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna og oddvitar stjórnarandstöðunnar funduðu í gær um málaskrá ríkisstjórnarinnar. Á fundinum kom fram að stefnt yrði að kosningum í októberlok.

Uppbygging Franska spítalans kostar yfir 1,2 milljarða króna

Upphafleg áætlun Minjaverndar um uppbyggingu franska spítalans á Fáskrúðsfirði hljóðaði upp á 245 milljónir króna og gert var ráð fyrir að helmingur fjárins kæmi að utan. Verkefnið hefur blásið út og ekkert fé komið frá Frakklan

Fjarlægur draumur frumkvöðlanna

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tók fyrstu skóflustunguna að nýrri meðferðarstöð SÁÁ á Vík á Kjalarnesi fyrr í dag. Með uppbyggingunni verður öll starfsemi SÁÁ í húsnæði í þeirra eigu.

Við erum ekki hætt að hlusta á Prince

Ekkert hefur fengist staðfest um dánarorsök tónlistarmannsins Prince, sem lést í gær. Aðdáandi tónlistarmannsins segir það huggun að eftir hann liggi mikið magn af óútgefnu efni.

Flensan að kveðja landann

Sóttvarnalæknir segir flensuna hafa verið með nokkuð harðara móti í vetur en undanfarin ár.

Enn einn laumufarþeginn í Sundahöfn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók um miðjan dag í gær karlmann, þegar hann reyndi að laumast um borð í eitt af skipum Eimskips, sem á að sigla vestur um haf. Hann var fluttur á lögreglustöð til yfirheyrslu. Þetta er í annað sinn á örfáum dögum sem menn eru gripnir við slíkt, en fyrr í vikunni voru þrír karlmenn handteknir á athafnasvæði Eimskips, þegar þeir voru að reyna að laumast um borð í flutningaskip.

Alvarleg vélarbilun í Hugin suður af Færeyjum

Alvarleg vélarbilun varð um borð í fjölveiðiskipinu Hugin VE, þegar það var á kolmunnaveiðum djúpt suður af Færeyjum í fyrrinótt. Ísleifur VE var að veiðum skammt þar frá , tók Huginn í tog og dró hann inn til Fuglafjarðar í Færeyjum. Fréttastofunni er ekki kunnugt um hvort gert verður við vélina þar, en stimpill og slíf í aðalvélinni munu hafa gefið sig. Tólf íslensk skip eru að veiðum á þessusm slóðum, eða eins mörg og mega veiða þar í senn.

Enginn má lenda í neinu

Óttar Guðmundsson ræðir ferilinn, fíknisjúkdóma og dálæti fjölmiðla á viðtölum við ,,aumingja vikunnar“. Hann segir engan geta lifað algjörlega sléttri og felldri tilveru. Manneskjan þoli nefnilega ansi margt.

Fleiri hafa fengið lekanda í ár en í fyrra

Sóttvarnalæknir greinir frá því að alls hafa 30 manns greinst með lekanda (gonorrhoea) á Íslandi á þessu ári. Þetta er umtalsverð aukning frá því í fyrra þar sem alls greindust 39 einstaklingar með lekanda á öllu árinu 2015.

Metmæling á þorskstofninum annað árið í röð

Annað árið í röð sýna rannsóknir Hafrannsóknastofnunar að þorskstofninum við landið vex mjög ásmegin. Vísitölur síðustu tveggja ára eru þær hæstu frá upphafi rannsóknanna árið 1985, og meira en tvöfalt hærri en árin 2002 til 2008.

Fann gömul dagblöð í einangrun heimilisins

Kristný Steingrímsdóttir var að vinna við að taka húsið sitt í gegn þegar hún fann dagblöð frá 1927 í klæðningunni í húsinu sínu. Hún segir skemmtilegt að geta séð í gegnum auglýsingarnar hvernig kynhlutverk hafa breyst.

Sjómenn sjá til lands í viðræðum við útgerð

Vonir standa til þess að skrifað verði undir nýjan kjarasamning sjómanna og útgerðarmanna í næstu viku. Góður gangur hefur verið á óformlegum fundum síðustu vikur. Sjómenn hafa verið samningslausir frá því í byrjun árs 2011.

Segir Ólaf Ragnar skipa sér á bekk með Mugabe

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi segir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti sé með ákvörðun sinni um að gefa kost á sér á ný að skipa sér á bekk með þaulsetnustu forsetum heims á borð við Mugabe. Hún gefur lítið fyrir rök forseta um óvissuástand í samfélaginu og segir að hann hefði átt að sýna öðrum frambjóðendum virðingu með því að vera heiðarlegur í sínu máli.

Sjá næstu 50 fréttir