„Þrátt fyrir Panamaskjölin og fall forsætisráðherra er bara „business as usual“ á Alþingi“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. apríl 2016 11:42 Össur Skarphéðinsson hefur verið á þingi í fjöldamörg ár. Vísir/Stefán/Anton/Vilhelm/GVA/Andri Marinó Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fer hörðum höndum um stjórnarandstöðuna og íslenska pólitík í pistli á Facebook síðu sinni sem hann birti í gær. Þar segir hann umræður á Alþingi minna mest á settlegt teboð og hvetur stjórnarandstöðuna til þess að vera óhrædda við átök „svo fremi sem þau snúist um vel skilgreind félagsleg markmið.“ Hann telur átakafælni í stjórnmálum enda með að öll hugmyndafræði máist burt. Össur hefur að undanförnu verið orðaður við forsetaframboð en hvorki kveðið af eða á í þeim efnum. Pistilinn birti Össur eftir að stjórnarandstaðan kom af fundi með formönnum stjórnarflokkanna í gær. Össur fögrum orðum um Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra. „Jón Baldvin sagði einu sinni að það væri fínt að hafa mann í ríkisstjórninni sem væri doktor í kynlífi laxa og kynni því tökin á stórlöxunum í stjórnarandstöðunni. Sigurður Ingi er næsti bær við. Hann er dýralæknir og var þekktur fyrir að hafa í fullu tré við mannýg naut og sunnlenska gradda. Það er léttir að því að hafa mann í stjórnarráðinu sem er laus við paranoju og kann þokkalega mannasiði. Sigurður Ingi er ekki með neina stæla við fólk, og ef forlögin hefðu skammtað honum lengri vist i embættinu væri hann líklegur til að verða mikill pater,“ skrifar Össur. „Ólíklegt er þó að hann þurfi nokkuð á gömlum töktum að halda úr glímum sínum við ragnandi naut á Suðurlandi. Forysta stjórnarandstöðunnar einsog hún leggur sig er öll í einhvers konar samræðustjórnmálum,“ skrifar hann og bendir á að nú sitji sú ríkisstjórn sem hefur lent í hvað mestu mótlæti í stjórnmálum síðustu ára.Össur gerir það að umtalsefni sínu að Sigurður Ingi sé dýralæknir og hafi þar af leiðandi reynslu við að glíma við erfið dýr. Þessi mynd birtist í Tímanum í febrúar árið 1996.Vísir/Timarit.is„Í hörðustu stormbyljum sem gengið hafa yfir pólitíkina þegar svipt er í einu vetfangi hulunni af raunverulegum andstæðum samfélagsins – auðsöfnun örfárra í skattaparadísum andspænis ræflunum sem híma í fjötrum verðlauss gjaldmiðils – þá talast menn við yfir ræðupúlt þingsins einsog þeir séu í settlegu teboði í Buckingham Palace. Þrátt fyrir Panamaskjölin og fall forsætisráðherra er bara „business as usual“ á Alþingi.“ Össur óttast að samræðustjórnmálin sem nú virðast vera að ryðja sér rúms komi til með að ýta til hliðar allri hugmyndafræði í stjórnmálum. „Það eru allir að reyna að búa til einhvern sameiginlegan flöt og forðast ágreining. Pólitíkin er orðin að kurteislegu kaffisamsæti.“ Stjórnmálaforingja telur Össur að séu lafhræddir við kjósendur „og meira og minna í beyglu yfir könnunum, halda að þjóðin vilji átakalaus stjórnmál og kurteist þing þar sem allir eru sem mest sammála.“ Össur segir að þrátt fyrir að framundan séu meiri tækifæri en áður til að breyta samfélaginu þá sé náttúrulaust ástand í pólitík og fjarlægðin á milli forystumanna stjórnmálaflokkanna, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu sé lítil. „Píratarnir, hið ferska afl, falla furðu vel inn í þetta fjölskylduboð. Fyrir vikið eru stjórnmálin orðin að miðjumoði þar sem lítill eða enginn ágreiningur er milli flokka. Pólitísk umræða hefur breyst í lágvært suð þar sem erfitt er að greina einhverja dýpri ídeólógíu.“ Hann segir í þessu mikla landslagi tækifæra; á landinu er efnahagslegur uppgangur og margir möguleikar þurfi stjórnarandstaðan og ekki síst Samfylkingin að taka sig taki. „Andspænis þessu þarf stjórnarandstaðan, ekki síst minn flokkur, að endurskilgreina sig, setja sér skýr stefnumörk. Stjórnarandstaðan þarf að vita hvernig hún vill vinna saman - fyrir og eftir kosningar. Hún á ekki að vera hrædd við hörð átök svo fremi þau snúist um vel skilgreind félagsleg markmið. Um að snýst pólitík og lýðræðið. Annars er hætt við að Sigurði Inga gangi vel að svæfa menn yfir kurteisu spjalli í Stjórnarráðinu.“ Tengdar fréttir Málalistinn kominn fram: Alþingi kemur aftur saman í ágúst Reiknað með að kosið verði til Alþingis 22. eða 29. október. Breytingar á stjórnarskrá á málalista forsætisráðherra. 22. apríl 2016 18:45 Sigurður Ingi fundar með stjórnarandstöðunni eftir hádegi Stjórnarandstaðan hefur undanfarið kallað ítrekað eftir því að ríkisstjórnin leggi fram málalista og setji dagsetningu á kosningar í haust en án árangurs. 22. apríl 2016 11:26 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fer hörðum höndum um stjórnarandstöðuna og íslenska pólitík í pistli á Facebook síðu sinni sem hann birti í gær. Þar segir hann umræður á Alþingi minna mest á settlegt teboð og hvetur stjórnarandstöðuna til þess að vera óhrædda við átök „svo fremi sem þau snúist um vel skilgreind félagsleg markmið.“ Hann telur átakafælni í stjórnmálum enda með að öll hugmyndafræði máist burt. Össur hefur að undanförnu verið orðaður við forsetaframboð en hvorki kveðið af eða á í þeim efnum. Pistilinn birti Össur eftir að stjórnarandstaðan kom af fundi með formönnum stjórnarflokkanna í gær. Össur fögrum orðum um Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra. „Jón Baldvin sagði einu sinni að það væri fínt að hafa mann í ríkisstjórninni sem væri doktor í kynlífi laxa og kynni því tökin á stórlöxunum í stjórnarandstöðunni. Sigurður Ingi er næsti bær við. Hann er dýralæknir og var þekktur fyrir að hafa í fullu tré við mannýg naut og sunnlenska gradda. Það er léttir að því að hafa mann í stjórnarráðinu sem er laus við paranoju og kann þokkalega mannasiði. Sigurður Ingi er ekki með neina stæla við fólk, og ef forlögin hefðu skammtað honum lengri vist i embættinu væri hann líklegur til að verða mikill pater,“ skrifar Össur. „Ólíklegt er þó að hann þurfi nokkuð á gömlum töktum að halda úr glímum sínum við ragnandi naut á Suðurlandi. Forysta stjórnarandstöðunnar einsog hún leggur sig er öll í einhvers konar samræðustjórnmálum,“ skrifar hann og bendir á að nú sitji sú ríkisstjórn sem hefur lent í hvað mestu mótlæti í stjórnmálum síðustu ára.Össur gerir það að umtalsefni sínu að Sigurður Ingi sé dýralæknir og hafi þar af leiðandi reynslu við að glíma við erfið dýr. Þessi mynd birtist í Tímanum í febrúar árið 1996.Vísir/Timarit.is„Í hörðustu stormbyljum sem gengið hafa yfir pólitíkina þegar svipt er í einu vetfangi hulunni af raunverulegum andstæðum samfélagsins – auðsöfnun örfárra í skattaparadísum andspænis ræflunum sem híma í fjötrum verðlauss gjaldmiðils – þá talast menn við yfir ræðupúlt þingsins einsog þeir séu í settlegu teboði í Buckingham Palace. Þrátt fyrir Panamaskjölin og fall forsætisráðherra er bara „business as usual“ á Alþingi.“ Össur óttast að samræðustjórnmálin sem nú virðast vera að ryðja sér rúms komi til með að ýta til hliðar allri hugmyndafræði í stjórnmálum. „Það eru allir að reyna að búa til einhvern sameiginlegan flöt og forðast ágreining. Pólitíkin er orðin að kurteislegu kaffisamsæti.“ Stjórnmálaforingja telur Össur að séu lafhræddir við kjósendur „og meira og minna í beyglu yfir könnunum, halda að þjóðin vilji átakalaus stjórnmál og kurteist þing þar sem allir eru sem mest sammála.“ Össur segir að þrátt fyrir að framundan séu meiri tækifæri en áður til að breyta samfélaginu þá sé náttúrulaust ástand í pólitík og fjarlægðin á milli forystumanna stjórnmálaflokkanna, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu sé lítil. „Píratarnir, hið ferska afl, falla furðu vel inn í þetta fjölskylduboð. Fyrir vikið eru stjórnmálin orðin að miðjumoði þar sem lítill eða enginn ágreiningur er milli flokka. Pólitísk umræða hefur breyst í lágvært suð þar sem erfitt er að greina einhverja dýpri ídeólógíu.“ Hann segir í þessu mikla landslagi tækifæra; á landinu er efnahagslegur uppgangur og margir möguleikar þurfi stjórnarandstaðan og ekki síst Samfylkingin að taka sig taki. „Andspænis þessu þarf stjórnarandstaðan, ekki síst minn flokkur, að endurskilgreina sig, setja sér skýr stefnumörk. Stjórnarandstaðan þarf að vita hvernig hún vill vinna saman - fyrir og eftir kosningar. Hún á ekki að vera hrædd við hörð átök svo fremi þau snúist um vel skilgreind félagsleg markmið. Um að snýst pólitík og lýðræðið. Annars er hætt við að Sigurði Inga gangi vel að svæfa menn yfir kurteisu spjalli í Stjórnarráðinu.“
Tengdar fréttir Málalistinn kominn fram: Alþingi kemur aftur saman í ágúst Reiknað með að kosið verði til Alþingis 22. eða 29. október. Breytingar á stjórnarskrá á málalista forsætisráðherra. 22. apríl 2016 18:45 Sigurður Ingi fundar með stjórnarandstöðunni eftir hádegi Stjórnarandstaðan hefur undanfarið kallað ítrekað eftir því að ríkisstjórnin leggi fram málalista og setji dagsetningu á kosningar í haust en án árangurs. 22. apríl 2016 11:26 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
Málalistinn kominn fram: Alþingi kemur aftur saman í ágúst Reiknað með að kosið verði til Alþingis 22. eða 29. október. Breytingar á stjórnarskrá á málalista forsætisráðherra. 22. apríl 2016 18:45
Sigurður Ingi fundar með stjórnarandstöðunni eftir hádegi Stjórnarandstaðan hefur undanfarið kallað ítrekað eftir því að ríkisstjórnin leggi fram málalista og setji dagsetningu á kosningar í haust en án árangurs. 22. apríl 2016 11:26