Metmæling á þorskstofninum annað árið í röð Svavar Hávarðsson skrifar 22. apríl 2016 07:00 Bestu mælingar frá upphafi hafa fengist 2015 og 2016. Fréttablaðið/JSE Annað árið í röð sýna rannsóknir Hafrannsóknastofnunar að þorskstofninum við landið vex mjög ásmegin. Vísitölur síðustu tveggja ára eru þær hæstu frá upphafi rannsóknanna árið 1985, og meira en tvöfalt hærri en árin 2002 til 2008. Árgangur ársins 2014 mældist stór líkt og í síðustu stofnmælingu og fyrsta mat á 2015 árgangi þorsks bendir til að hann sé einnig stór. Þetta eru niðurstöður stofnmælingar botnfiska á Íslandsmiðum, eða marsralls, sem fór fram í 32. sinn dagana 24. febrúar til 19. mars. Fjögur skip tóku þátt í verkefninu; rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson og togararnir Bjartur NK og Ljósafell SU. Togað var með botnvörpu á tæplega 600 stöðvum allt í kringum landið og alls tóku um 90 manns þátt í verkefninu. Helstu markmið verkefnisins eru að fylgjast með breytingum á stærð, útbreiðslu og líffræðilegu ástandi botnlægra fiskistofna og hitastigi sjávar á landgrunninu. Þorskurinn virðist hafa nóg að bíta og brenna því magn fæðu í þorski var með því mesta sem sést hefur í tvo áratugi. Þar munar mest um loðnu sem var lang mikilvægasta bráð þorsksins eins og ávallt á þessum árstíma. Fréttir af ýsustofninum eru síðri. Eftir að stofn ýsu stækkaði verulega á árunum 2002-2006 í kjölfar góðrar nýliðunar og aukinnar útbreiðslu norður fyrir land hefur hallað undan fæti. Lengdardreifing og aldursgreiningar benda til að árgangurinn frá 2014 sé sterkur, en hann kom í kjölfar sex lélegra árganga. Fyrsta mæling á árgangi 2015 bendir til að hann sé undir meðalstærð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 22. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Annað árið í röð sýna rannsóknir Hafrannsóknastofnunar að þorskstofninum við landið vex mjög ásmegin. Vísitölur síðustu tveggja ára eru þær hæstu frá upphafi rannsóknanna árið 1985, og meira en tvöfalt hærri en árin 2002 til 2008. Árgangur ársins 2014 mældist stór líkt og í síðustu stofnmælingu og fyrsta mat á 2015 árgangi þorsks bendir til að hann sé einnig stór. Þetta eru niðurstöður stofnmælingar botnfiska á Íslandsmiðum, eða marsralls, sem fór fram í 32. sinn dagana 24. febrúar til 19. mars. Fjögur skip tóku þátt í verkefninu; rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson og togararnir Bjartur NK og Ljósafell SU. Togað var með botnvörpu á tæplega 600 stöðvum allt í kringum landið og alls tóku um 90 manns þátt í verkefninu. Helstu markmið verkefnisins eru að fylgjast með breytingum á stærð, útbreiðslu og líffræðilegu ástandi botnlægra fiskistofna og hitastigi sjávar á landgrunninu. Þorskurinn virðist hafa nóg að bíta og brenna því magn fæðu í þorski var með því mesta sem sést hefur í tvo áratugi. Þar munar mest um loðnu sem var lang mikilvægasta bráð þorsksins eins og ávallt á þessum árstíma. Fréttir af ýsustofninum eru síðri. Eftir að stofn ýsu stækkaði verulega á árunum 2002-2006 í kjölfar góðrar nýliðunar og aukinnar útbreiðslu norður fyrir land hefur hallað undan fæti. Lengdardreifing og aldursgreiningar benda til að árgangurinn frá 2014 sé sterkur, en hann kom í kjölfar sex lélegra árganga. Fyrsta mæling á árgangi 2015 bendir til að hann sé undir meðalstærð.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 22. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira