Innlent

Fleiri hafa fengið lekanda í ár en í fyrra

Svavar Hávarðsson skrifar
Öryggið á oddinn, segir stóttvarnalæknir.
Öryggið á oddinn, segir stóttvarnalæknir. Fréttablaðið/GVA

Sóttvarnalæknir greinir frá því að alls hafa 30 manns greinst með lekanda (gonorrhoea) á Íslandi á þessu ári. Þetta er umtalsverð aukning frá því í fyrra þar sem alls greindust 39 einstaklingar með lekanda á öllu árinu 2015.

Af þessum 30 sem nú hafa greinst á þessu ári eru 26 karlar og fjórar konur og er meðalaldur þeirra 30 ár, en fólkið er á aldrinum frá tvítugu og til 56 ára.

Samkvæmt tilkynningum til sóttvarnalæknis virðist sýkingin vera algengust meðal karla sem stunda kynlíf með körlum og smitið hefur átt sér stað á Íslandi.

Fjölónæmar lekandabakteríur hafa ekki greinst á þessu ári en taka skal fram að upplýsingar um sýklalyfjanæmi liggja aðeins fyrir hjá átta af þessum 30 tilfellum.

Sóttvarnalæknir ítrekar mikilvægi þess að tekið sé sýni í ræktun í þeim tilgangi að fá niðurstöður sýklalyfjanæmis svo tryggja megi árangur meðferðar.

Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 22. apríl.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.