Uppbygging Franska spítalans kostar yfir 1,2 milljarða króna Sveinn Arnarsson skrifar 23. apríl 2016 07:00 Franski spítalinn er að sönnu orðinn bæjarprýði á Fáskrúðsfirði. vísir/gva Kostnaður við uppbyggingu franska spítalans á Fáskrúðsfirði hefur farið langt fram úr upphaflegri áætlun og verkefnið stækkað á framkvæmdatímanum. Uppbygging franska spítalans var áætluð um 250 milljónir króna árið 2010 og helmingur kostnaðarins kæmi frá Frakklandi. Nú er ljóst að kostnaður mun losa 1,2 milljarða króna og frönsk yfirvöld hafa ekki sett krónu í verkefnið. Minjavernd ber ábyrgð á framkvæmdinni og stýrir henni og hefur fengið fjölda verktaka til vinnu á Fáskrúðsfirði. Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, segir það hafa verið nokkra bjartstýni að helmingur kostnaðarins yrði greiddur af frönskum stjórnvöldum. „Það er nú aðeins svo að góðviljaður útgerðarmaður frá Frakklandi veitti okkur eitt þúsund evrur til uppbyggingarinnar, það er allt og sumt. Hitt höfum við þurft að greiða sjálf. Það hefur verið svolítið bjartsýnt á sínum tíma að telja svo mikið fé koma erlendis frá,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri MinjaverndarÍ viðtalið við Fréttablaðið þann 27. febrúar 2010 segir Þorsteinn mikinn áhuga frakka vera á verkinu og gengið sé út frá því að fá fjármagn þaðan. „Við sjáum áhuga í Frakklandi á að veita fjárstuðning til verksins sem gæti numið allt að helmingi af kostnaði. Gangi það eftir mun Minjavernd standa undir því sem út af stendur.“Hildur SverrisdóttirÁrið 2010 var heildarkostnaður áætlaður um 245 milljónir og átti um 120 milljónir að verða greiddar af Minjavernd. Nú, sex árum síðar hefur kostnaðurinn fjórfaldast. „Þegar allt verður talið um verkefnið losa 1.2 milljarða króna,“ segir Þorstein „Þá var hinsvegar aðeins horft til gamla spítalans. Nú hefur verkefnið hinsvegar stækkað mikið og mörg hús verið gerð upp og því hefur kostnaðurinn vaxið sem því nemur.“ Minjavernd er í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar sem eiga 38.7 prósent hlut hver, og sjálfseignarstofnunarinnar Minja. Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að málefni Minjaverndar séu rædd oftar á vettvangi borgarinnar. „Félaginu er ekki ætlað að vera á framfæri hins opinbera, hvorki ríki né borg þó þau eigi hlut í því, og á nýjustu ársreikningum þá má sjá að eiginfjárstaða félagsins er sterk. Þar sem félagið byggir á svo gömlum grunni er eflaust að finna ástæðu þess að félagið er í eigu hins opinbera en það væri eðlilegt að skoða að það yrði gert alveg sjálfstætt. Ef það er vilji til að borgin eigi í þessu félagi væri þó eðlilegt að það væri rætt oftar á vettvangi borgarinnar hvað þar fer fram,“ segir Hildur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira
Kostnaður við uppbyggingu franska spítalans á Fáskrúðsfirði hefur farið langt fram úr upphaflegri áætlun og verkefnið stækkað á framkvæmdatímanum. Uppbygging franska spítalans var áætluð um 250 milljónir króna árið 2010 og helmingur kostnaðarins kæmi frá Frakklandi. Nú er ljóst að kostnaður mun losa 1,2 milljarða króna og frönsk yfirvöld hafa ekki sett krónu í verkefnið. Minjavernd ber ábyrgð á framkvæmdinni og stýrir henni og hefur fengið fjölda verktaka til vinnu á Fáskrúðsfirði. Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, segir það hafa verið nokkra bjartstýni að helmingur kostnaðarins yrði greiddur af frönskum stjórnvöldum. „Það er nú aðeins svo að góðviljaður útgerðarmaður frá Frakklandi veitti okkur eitt þúsund evrur til uppbyggingarinnar, það er allt og sumt. Hitt höfum við þurft að greiða sjálf. Það hefur verið svolítið bjartsýnt á sínum tíma að telja svo mikið fé koma erlendis frá,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri MinjaverndarÍ viðtalið við Fréttablaðið þann 27. febrúar 2010 segir Þorsteinn mikinn áhuga frakka vera á verkinu og gengið sé út frá því að fá fjármagn þaðan. „Við sjáum áhuga í Frakklandi á að veita fjárstuðning til verksins sem gæti numið allt að helmingi af kostnaði. Gangi það eftir mun Minjavernd standa undir því sem út af stendur.“Hildur SverrisdóttirÁrið 2010 var heildarkostnaður áætlaður um 245 milljónir og átti um 120 milljónir að verða greiddar af Minjavernd. Nú, sex árum síðar hefur kostnaðurinn fjórfaldast. „Þegar allt verður talið um verkefnið losa 1.2 milljarða króna,“ segir Þorstein „Þá var hinsvegar aðeins horft til gamla spítalans. Nú hefur verkefnið hinsvegar stækkað mikið og mörg hús verið gerð upp og því hefur kostnaðurinn vaxið sem því nemur.“ Minjavernd er í eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar sem eiga 38.7 prósent hlut hver, og sjálfseignarstofnunarinnar Minja. Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir eðlilegt að málefni Minjaverndar séu rædd oftar á vettvangi borgarinnar. „Félaginu er ekki ætlað að vera á framfæri hins opinbera, hvorki ríki né borg þó þau eigi hlut í því, og á nýjustu ársreikningum þá má sjá að eiginfjárstaða félagsins er sterk. Þar sem félagið byggir á svo gömlum grunni er eflaust að finna ástæðu þess að félagið er í eigu hins opinbera en það væri eðlilegt að skoða að það yrði gert alveg sjálfstætt. Ef það er vilji til að borgin eigi í þessu félagi væri þó eðlilegt að það væri rætt oftar á vettvangi borgarinnar hvað þar fer fram,“ segir Hildur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira