Fara varlega með réttinn til að gleymast Snærós Sindradóttir skrifar 23. apríl 2016 07:00 Tvö hundruð sjötíu og fimm Íslendingar hafa óskað eftir því við Google að fá að gleymast. Beiðnin felur í sér að leitarniðurstöður séu fjarlægðar af vefnum án þess að upprunalega vefsíðan sé fjarlægð. Google hefur orðið við beiðninni um að fjarlægja leitarniðurstöður um Íslendinga í 35,9 prósent tilfella en það er marktækt minna en meðaltal Evrópu þar sem 42,9 prósent beiðna eru samþykktar. Samtals hefur Google fjarlægt 878 leitarniðurstöður um Íslendinga. Opnað var fyrir þennan möguleika í Evrópu árið 2014 í kjölfar dóms Evrópudómstólsins í Lúxemborg þar sem Google var gert að fjarlægja leitarniðurstöður um spænskan mann en uppboð hafði farið fram á heimili hans fyrir síðustu aldamót. Google býður ekki upp á þennan möguleika í Bandaríkjunum. „Google eru dálítið viðkvæmir fyrir þessu fyrirbæri og ekkert mjög hrifnir. Þeir hafa verið að berjast við persónuverndaryfirvöld í Evrópu um að ganga eins skammt og þeir mögulega geta,“ segir Ragnar Tómas Árnason, lögmaður á Logos, sem hefur kynnt sér ítarlega réttinn til að gleymast.Heimildinni til að fjarlægja efni úr leitarniðurstöðum á að beita af varfærni samkvæmt dómi Evrópudómstólsins. Að sögn Ragnars er til dæmis ekki inni í myndinni að þjóðhöfðingjar eða opinberar persónur fái fjarlægðar viðkvæmar fréttir af sér til að hagræða sögunni sér í hag. Sem dæmi um þetta má nefna að Google segir háttsettan embættismann í Ungverjalandi hafa óskað eftir því að Google fjarlægði áratugagamlar fréttir af sakfellingu hans. Ekki var orðið við beiðninni. Google fjarlægði aftur á móti leitarniðurstöður fréttar um kennara í Þýskalandi sem gerðist sekur um minniháttar glæp áratug áður. Markmiðið var að vernda nafn kennarans. Hugmyndin er sú að þetta séu upplýsingar sem samkvæmt einhverju sanngjörnu mati hafa ekki lengur þýðingu fyrir viðkomandi. Eru honum íþyngjandi eða fela það í sér að viðkomandi sætir einhverri útskúfun eða takmörkunum án þess að það teljist vera sanngjarnt,“ segir Ragnar. Þolendur hrellikláms hafa til að mynda óskað eftir að láta fjarlægja leitarniðurstöður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Tvö hundruð sjötíu og fimm Íslendingar hafa óskað eftir því við Google að fá að gleymast. Beiðnin felur í sér að leitarniðurstöður séu fjarlægðar af vefnum án þess að upprunalega vefsíðan sé fjarlægð. Google hefur orðið við beiðninni um að fjarlægja leitarniðurstöður um Íslendinga í 35,9 prósent tilfella en það er marktækt minna en meðaltal Evrópu þar sem 42,9 prósent beiðna eru samþykktar. Samtals hefur Google fjarlægt 878 leitarniðurstöður um Íslendinga. Opnað var fyrir þennan möguleika í Evrópu árið 2014 í kjölfar dóms Evrópudómstólsins í Lúxemborg þar sem Google var gert að fjarlægja leitarniðurstöður um spænskan mann en uppboð hafði farið fram á heimili hans fyrir síðustu aldamót. Google býður ekki upp á þennan möguleika í Bandaríkjunum. „Google eru dálítið viðkvæmir fyrir þessu fyrirbæri og ekkert mjög hrifnir. Þeir hafa verið að berjast við persónuverndaryfirvöld í Evrópu um að ganga eins skammt og þeir mögulega geta,“ segir Ragnar Tómas Árnason, lögmaður á Logos, sem hefur kynnt sér ítarlega réttinn til að gleymast.Heimildinni til að fjarlægja efni úr leitarniðurstöðum á að beita af varfærni samkvæmt dómi Evrópudómstólsins. Að sögn Ragnars er til dæmis ekki inni í myndinni að þjóðhöfðingjar eða opinberar persónur fái fjarlægðar viðkvæmar fréttir af sér til að hagræða sögunni sér í hag. Sem dæmi um þetta má nefna að Google segir háttsettan embættismann í Ungverjalandi hafa óskað eftir því að Google fjarlægði áratugagamlar fréttir af sakfellingu hans. Ekki var orðið við beiðninni. Google fjarlægði aftur á móti leitarniðurstöður fréttar um kennara í Þýskalandi sem gerðist sekur um minniháttar glæp áratug áður. Markmiðið var að vernda nafn kennarans. Hugmyndin er sú að þetta séu upplýsingar sem samkvæmt einhverju sanngjörnu mati hafa ekki lengur þýðingu fyrir viðkomandi. Eru honum íþyngjandi eða fela það í sér að viðkomandi sætir einhverri útskúfun eða takmörkunum án þess að það teljist vera sanngjarnt,“ segir Ragnar. Þolendur hrellikláms hafa til að mynda óskað eftir að láta fjarlægja leitarniðurstöður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira