LSD í tísku hjá ungum Íslendingum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. apríl 2016 15:54 Lögregla varar við notkun LSD. Vísir/KTD Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist í auknum mæli þurfa að eiga við ungt fólk sem hefur freistast til að prófa að neyta LSD. Hinir sömu eigi enga sögu um óreglu og falli ekki í þann hóp fólks sem lögreglan eigi alla jafna við. Hinir sömu séu illviðráðanlegir, haldnir miklum ranghugmyndum um sig og umhverfi sitt, með gríðarlega hátt sársaukaþol og verulega hættulegt umhverfi sínu og sjálfu sér. Samkvæmt lögreglu virðist vera í tísku hjá ungu fólki að neyta LSD en hópurinn tengi sig ekki við fíkniefni, stundar skóla og vinnu og engan heðfi áður grunað að þessu fólki dytti í hug að prófa fíkniefni. „Mun tilgangurinn vera sá að upplifa heiminn, og skynja í nýju ljósi. Svo virðist sem þessir einstaklingar séu haldnir þeim misskilningi að efnið sé svo til hættulaust og að það skaði ekki að taka efnið einu sinni.“ Vill lögregla ítreka fyrir þeim sem velta fyrir sér að neyta LSD að það sé stórhættulegt efni og líkamlegum áhrifum beri að taka alvarlega. „Þetta eina skipti getur valdið miklum skaða og ljóst að fólk undir áhrifum þess er ekki meðvitað um eigin hegðun og gjörðir meðan áhrifin vara. Það að lenda í fangaklefa yfir nótt líkt og einhverjir hafa lent í væri langt í frá það versta sem gæti komið fyrir.“ Þetta kemur fram í færslu á Fésbókarsíðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem embættið notar í miklum mæli til að koma skilaboðum á framfæri til landsmanna. Það virðist ganga vel en LRH er með rúmlega 76 þúsund fylgjendur á Facebook sem svarar til tæplega fjórðungs Íslendinga.Um LSD, úr færslu lögreglunnarLSD hefur ofskynjunaráhrif við inntöku. Áhrifin eru mikið einstaklingsbundin og umhverfið hefur einnig talsverð áhrif. Ofskynjunaráhrifin geta leitt til mikils ótta, ofsóknaræðis og annarra andlegra einkenna sem setja neytendur í talsverða hættu. Í verstu tilfellunum getur slíkt ástand varað í nokkra daga.Í kjölfarið getur neytandinn glímt við minnisleysi og þunglyndi. Oft er LSD kynnt fyrir neytendum sem hættulaust ferðalag. Líkamleg einkenni LSD neyslu eru víkkuð sjáöldur, hraður hjartsláttur, vöðvaspenna og í einhverjum tilfellum hækkaður líkamshiti. Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist í auknum mæli þurfa að eiga við ungt fólk sem hefur freistast til að prófa að neyta LSD. Hinir sömu eigi enga sögu um óreglu og falli ekki í þann hóp fólks sem lögreglan eigi alla jafna við. Hinir sömu séu illviðráðanlegir, haldnir miklum ranghugmyndum um sig og umhverfi sitt, með gríðarlega hátt sársaukaþol og verulega hættulegt umhverfi sínu og sjálfu sér. Samkvæmt lögreglu virðist vera í tísku hjá ungu fólki að neyta LSD en hópurinn tengi sig ekki við fíkniefni, stundar skóla og vinnu og engan heðfi áður grunað að þessu fólki dytti í hug að prófa fíkniefni. „Mun tilgangurinn vera sá að upplifa heiminn, og skynja í nýju ljósi. Svo virðist sem þessir einstaklingar séu haldnir þeim misskilningi að efnið sé svo til hættulaust og að það skaði ekki að taka efnið einu sinni.“ Vill lögregla ítreka fyrir þeim sem velta fyrir sér að neyta LSD að það sé stórhættulegt efni og líkamlegum áhrifum beri að taka alvarlega. „Þetta eina skipti getur valdið miklum skaða og ljóst að fólk undir áhrifum þess er ekki meðvitað um eigin hegðun og gjörðir meðan áhrifin vara. Það að lenda í fangaklefa yfir nótt líkt og einhverjir hafa lent í væri langt í frá það versta sem gæti komið fyrir.“ Þetta kemur fram í færslu á Fésbókarsíðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem embættið notar í miklum mæli til að koma skilaboðum á framfæri til landsmanna. Það virðist ganga vel en LRH er með rúmlega 76 þúsund fylgjendur á Facebook sem svarar til tæplega fjórðungs Íslendinga.Um LSD, úr færslu lögreglunnarLSD hefur ofskynjunaráhrif við inntöku. Áhrifin eru mikið einstaklingsbundin og umhverfið hefur einnig talsverð áhrif. Ofskynjunaráhrifin geta leitt til mikils ótta, ofsóknaræðis og annarra andlegra einkenna sem setja neytendur í talsverða hættu. Í verstu tilfellunum getur slíkt ástand varað í nokkra daga.Í kjölfarið getur neytandinn glímt við minnisleysi og þunglyndi. Oft er LSD kynnt fyrir neytendum sem hættulaust ferðalag. Líkamleg einkenni LSD neyslu eru víkkuð sjáöldur, hraður hjartsláttur, vöðvaspenna og í einhverjum tilfellum hækkaður líkamshiti.
Mest lesið Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira