LSD í tísku hjá ungum Íslendingum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. apríl 2016 15:54 Lögregla varar við notkun LSD. Vísir/KTD Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist í auknum mæli þurfa að eiga við ungt fólk sem hefur freistast til að prófa að neyta LSD. Hinir sömu eigi enga sögu um óreglu og falli ekki í þann hóp fólks sem lögreglan eigi alla jafna við. Hinir sömu séu illviðráðanlegir, haldnir miklum ranghugmyndum um sig og umhverfi sitt, með gríðarlega hátt sársaukaþol og verulega hættulegt umhverfi sínu og sjálfu sér. Samkvæmt lögreglu virðist vera í tísku hjá ungu fólki að neyta LSD en hópurinn tengi sig ekki við fíkniefni, stundar skóla og vinnu og engan heðfi áður grunað að þessu fólki dytti í hug að prófa fíkniefni. „Mun tilgangurinn vera sá að upplifa heiminn, og skynja í nýju ljósi. Svo virðist sem þessir einstaklingar séu haldnir þeim misskilningi að efnið sé svo til hættulaust og að það skaði ekki að taka efnið einu sinni.“ Vill lögregla ítreka fyrir þeim sem velta fyrir sér að neyta LSD að það sé stórhættulegt efni og líkamlegum áhrifum beri að taka alvarlega. „Þetta eina skipti getur valdið miklum skaða og ljóst að fólk undir áhrifum þess er ekki meðvitað um eigin hegðun og gjörðir meðan áhrifin vara. Það að lenda í fangaklefa yfir nótt líkt og einhverjir hafa lent í væri langt í frá það versta sem gæti komið fyrir.“ Þetta kemur fram í færslu á Fésbókarsíðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem embættið notar í miklum mæli til að koma skilaboðum á framfæri til landsmanna. Það virðist ganga vel en LRH er með rúmlega 76 þúsund fylgjendur á Facebook sem svarar til tæplega fjórðungs Íslendinga.Um LSD, úr færslu lögreglunnarLSD hefur ofskynjunaráhrif við inntöku. Áhrifin eru mikið einstaklingsbundin og umhverfið hefur einnig talsverð áhrif. Ofskynjunaráhrifin geta leitt til mikils ótta, ofsóknaræðis og annarra andlegra einkenna sem setja neytendur í talsverða hættu. Í verstu tilfellunum getur slíkt ástand varað í nokkra daga.Í kjölfarið getur neytandinn glímt við minnisleysi og þunglyndi. Oft er LSD kynnt fyrir neytendum sem hættulaust ferðalag. Líkamleg einkenni LSD neyslu eru víkkuð sjáöldur, hraður hjartsláttur, vöðvaspenna og í einhverjum tilfellum hækkaður líkamshiti. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist í auknum mæli þurfa að eiga við ungt fólk sem hefur freistast til að prófa að neyta LSD. Hinir sömu eigi enga sögu um óreglu og falli ekki í þann hóp fólks sem lögreglan eigi alla jafna við. Hinir sömu séu illviðráðanlegir, haldnir miklum ranghugmyndum um sig og umhverfi sitt, með gríðarlega hátt sársaukaþol og verulega hættulegt umhverfi sínu og sjálfu sér. Samkvæmt lögreglu virðist vera í tísku hjá ungu fólki að neyta LSD en hópurinn tengi sig ekki við fíkniefni, stundar skóla og vinnu og engan heðfi áður grunað að þessu fólki dytti í hug að prófa fíkniefni. „Mun tilgangurinn vera sá að upplifa heiminn, og skynja í nýju ljósi. Svo virðist sem þessir einstaklingar séu haldnir þeim misskilningi að efnið sé svo til hættulaust og að það skaði ekki að taka efnið einu sinni.“ Vill lögregla ítreka fyrir þeim sem velta fyrir sér að neyta LSD að það sé stórhættulegt efni og líkamlegum áhrifum beri að taka alvarlega. „Þetta eina skipti getur valdið miklum skaða og ljóst að fólk undir áhrifum þess er ekki meðvitað um eigin hegðun og gjörðir meðan áhrifin vara. Það að lenda í fangaklefa yfir nótt líkt og einhverjir hafa lent í væri langt í frá það versta sem gæti komið fyrir.“ Þetta kemur fram í færslu á Fésbókarsíðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem embættið notar í miklum mæli til að koma skilaboðum á framfæri til landsmanna. Það virðist ganga vel en LRH er með rúmlega 76 þúsund fylgjendur á Facebook sem svarar til tæplega fjórðungs Íslendinga.Um LSD, úr færslu lögreglunnarLSD hefur ofskynjunaráhrif við inntöku. Áhrifin eru mikið einstaklingsbundin og umhverfið hefur einnig talsverð áhrif. Ofskynjunaráhrifin geta leitt til mikils ótta, ofsóknaræðis og annarra andlegra einkenna sem setja neytendur í talsverða hættu. Í verstu tilfellunum getur slíkt ástand varað í nokkra daga.Í kjölfarið getur neytandinn glímt við minnisleysi og þunglyndi. Oft er LSD kynnt fyrir neytendum sem hættulaust ferðalag. Líkamleg einkenni LSD neyslu eru víkkuð sjáöldur, hraður hjartsláttur, vöðvaspenna og í einhverjum tilfellum hækkaður líkamshiti.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira