Fleiri fréttir

Undirverktakar fresta vinnustöðvun

Samninganefnd AFLs starfsgreinafélags hefur frestað verkfalli undirverktaka hjá Alcoa Fjarðaáli um átta sólarhringa. Svo virðist sem ákveðinn skriður sé kominn á viðræðurnar. Munum nýta tímann vel, segir Sverrir Már Albertsson hjá AFL.

Heiðskírt víða um land á morgun

Landsmenn geta farið að hlakka til morgundagsins því samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands mun sólin láta sjá sig og verður heiðskírt víða um land.

Vanmátu ferðmannastrauminn og breyta nýju aðalskipulagi

Bæjarráð Hornafjarðar hefur samþykkt breytingar á aðalskipulagi vegna stóraukins ferðamannastraums og vanmats á þörf fyrir gistirými í nýsamþykktu aðalskipulagi. Við þessu vilji sveitarfélagið bregðast skjótt.

Framkvæmdir hafnar vegna útilaugar

Áætlað er að útilaug við Sundhöllina verði opnuð vorið 2017. Verið er að flytja raflagnir sem eru nálægt graftarsvæðinu og í því. Byggð verður 25 m útilaug, vaðlaug, eimbað og pottar. Heildarkostnaður áætlaður 1.420 milljónir.

Sautján ára stúlka í gæsluvarðhaldi

Mæðgur sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir tilraun til stórfellds smygls. Stúlkan er barn samkvæmt lögum en vegna náinna tengsla sakborninga þykir ekki rétt að senda hana í sérstakt úrræði á vegum barnaverndar.

Raunávöxtun LSR 8,9 prósent

Nafnávöxtun eigna LSR (Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkis) var 10,1 prósent á síðasta ári. Það er í tilkynningu sjóðsins sagt svara til 8,9 prósenta hreinnar raunávöxtunar.

Búist við kjötskorti

Dýralæknar eru meðal stétta Bandalags háskólamanna sem boðað hafa verkfall frá og með næsta mánudegi. Dragist verkfallið á langinn hverfur fersk kjötvara hratt úr búðum. Tæki og skepnur fara ekki yfir varnarlínur og hluti útflutnings truflast.

Lýsa götu barna í Þorlákshöfn

Kiwanisklúbburinn Ölver hefur fengið samþykki bæjarráðs Ölfuss fyrir samstarfi við sveitarfélagið um lýsingu á gangbrautum í Þorlákshöfn. Kiwanismenn segja ráðist í verkefnið Vörpum ljósi með öryggi skólabarna að leiðarljósi.

Verð mjólkur sveiflast ytra

Verð á mjólk hefur fallið í tvígang á heimsmarkaði (GDT, eða Global Dairy Trade) að því er Landssamband kúabænda greinir frá. Verð lækkaði um 8,8 prósent um miðjan mars og svo 10,8 prósent um mánaðamótin.

Kosningu lýkur á mánudaginn

Rafræn atkvæðagreiðsla sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um heimild til verkfallsboðunar hófst í gærmorgun og stendur til miðnættis 20. apríl.

Afnám gjaldeyrishafta: „Það er útspil framundan“

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, ræddu afnám gjaldeyrishafta við Heiðu Kristínu í Umræðunni á Stöð 2.

Týr úr einni björgun í aðra

Varðskipið Týr bjargaði í dag 342 flóttamönnum af litlum trébáti um 50 sjómílur norðvestur af Trípólí. Áhöfnin er nú farin í aðra björgunaraðgerð skammt frá.

Innkalla dökkt súkkulaði

Kornið hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis innkallað Ekta dökk súkkulaði sem selt er í verslunum Kornsins.

Sjá næstu 50 fréttir