Þýskt félag hyggur á mælingar við Grindavík vegna vindmyllugarðs Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. apríl 2015 07:00 Formaður bæjarráðs segir Grindvíkinga vilja uppbyggingu eins og aðra en telur margt óunnið varðandi vindmyllugarð. Fréttablaðið/Valli Þýska fyrirtækið EAB vill fá heimild bæjaryfirvalda í Grindavík til að setja upp vindmyllugarð í sveitarfélaginu. Viljayfirlýsing um verkefnið er enn trúnaðarmál vegna viðskiptahagsmuna. Málið er enn sagt á frumstigi. Næsta skref sé uppsetning tækja til að mæla kosti vindmyllugarðs á svæðinu. „Ég veit nú eiginlega ekki til hvers. Ég held að það geti ekki verið ákjósanlegri staður,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, um fyrirhugaðar mælingar. „Ég er nú enginn fræðimaður en það er alltaf vindur hérna – þannig lagað, úti á Reykjanesi sérstaklega.“ Að sögn Hjálmars hefur EAB áður selt notaðar vindmyllur til uppsetningar á Íslandi en nú stefni fyrirtækið að vindmyllugörðum á eigin vegum hérlendis. Leitað hafi verið til fleiri sveitarfélaga en Grindavíkur. Þar sé horft til iðnaðarsvæðis sem þegar sé deiliskipulagt.Vindmyllur„Við viljum endilega byggja upp eins og allir vilja gera en það þarf að vinna þetta eitthvað betur. Þetta snýst líka um það að sveitarfélögin eru hvorki að fá aðstöðugjöld né fasteignagjöld né neitt annað af þessum mannvirkjum. Svo er alltaf hamrað á að þetta sé græn orka. Öll okkar orka er græn,“ segir Hjálmar sem kveður EAB í raun vera að falast eftir að fá land í sveitarfélaginu fyrir ekki neitt. „Þetta tekur landrými. Og fyrir hvað? Velvilja um að styðja við einhvers konar uppbyggingu í bænum, leikskólastarf og eitthvað svona. Þannig var beiðnin,“ segir formaður bæjarráðs sem þrátt fyrir efasemdir á þessu stigi kveður margt ákjósanlegt í hugmyndinni. „Þetta verður kannski í framtíðinni. Þetta er allt afturkræft, það er hægt að reisa svona mannvirki og rífa það svo niður ef þurfa þykir,“ segir formaður bæjarráðs. Róbert Ragnarssyni bæjarstjóra var á síðasta fundi bæjarráðs falið að vinna málið áfram. Ekki náðist tal af Róbert í gær. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Þýska fyrirtækið EAB vill fá heimild bæjaryfirvalda í Grindavík til að setja upp vindmyllugarð í sveitarfélaginu. Viljayfirlýsing um verkefnið er enn trúnaðarmál vegna viðskiptahagsmuna. Málið er enn sagt á frumstigi. Næsta skref sé uppsetning tækja til að mæla kosti vindmyllugarðs á svæðinu. „Ég veit nú eiginlega ekki til hvers. Ég held að það geti ekki verið ákjósanlegri staður,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkur, um fyrirhugaðar mælingar. „Ég er nú enginn fræðimaður en það er alltaf vindur hérna – þannig lagað, úti á Reykjanesi sérstaklega.“ Að sögn Hjálmars hefur EAB áður selt notaðar vindmyllur til uppsetningar á Íslandi en nú stefni fyrirtækið að vindmyllugörðum á eigin vegum hérlendis. Leitað hafi verið til fleiri sveitarfélaga en Grindavíkur. Þar sé horft til iðnaðarsvæðis sem þegar sé deiliskipulagt.Vindmyllur„Við viljum endilega byggja upp eins og allir vilja gera en það þarf að vinna þetta eitthvað betur. Þetta snýst líka um það að sveitarfélögin eru hvorki að fá aðstöðugjöld né fasteignagjöld né neitt annað af þessum mannvirkjum. Svo er alltaf hamrað á að þetta sé græn orka. Öll okkar orka er græn,“ segir Hjálmar sem kveður EAB í raun vera að falast eftir að fá land í sveitarfélaginu fyrir ekki neitt. „Þetta tekur landrými. Og fyrir hvað? Velvilja um að styðja við einhvers konar uppbyggingu í bænum, leikskólastarf og eitthvað svona. Þannig var beiðnin,“ segir formaður bæjarráðs sem þrátt fyrir efasemdir á þessu stigi kveður margt ákjósanlegt í hugmyndinni. „Þetta verður kannski í framtíðinni. Þetta er allt afturkræft, það er hægt að reisa svona mannvirki og rífa það svo niður ef þurfa þykir,“ segir formaður bæjarráðs. Róbert Ragnarssyni bæjarstjóra var á síðasta fundi bæjarráðs falið að vinna málið áfram. Ekki náðist tal af Róbert í gær.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira