Innlent

Sæmd heiðursmerki Verkfræðingafélags Íslands

Atli Ísleifsson skrifar
Kristinn Andersen formaður VFÍ, Sigurður St. Arnalds, Sigríður Á. Ásgrímsdóttir, Björn Dagbjartsson og Árni B. Björnsson, framkvæmdastjóri VFÍ.
Kristinn Andersen formaður VFÍ, Sigurður St. Arnalds, Sigríður Á. Ásgrímsdóttir, Björn Dagbjartsson og Árni B. Björnsson, framkvæmdastjóri VFÍ. Mynd/VFÍ
Þrír verkfræðingar voru sæmdir heiðursmerki Verkfræðingafélags Íslands á Degi verkfræðinnar sem haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn síðasta föstudag.

Sigurður Arnalds byggingarverkfræðingur, Sigríður Ágústa Ásgrímsdóttir rafmagnsverkfræðingur og Björn Dagbjartsson efnaverkfræðingur hlutu heiðursmerkið en það er Merkisnefnd VFÍ sem útnefnir þá einstaklinga sem eru sæmdir heiðursmerki félagsins.

Í tilkynningu frá félaginu segir að merkið megi veita í viðurkenningarskyni fyrir vel unnin störf á sviði verkfræði eða  vísinda, fyrir framtak til eflingar verkfræðingastéttinni í heild eða fyrir félagsstörf í þágu verkfræðingastéttarinnar.

Dagur verkfræðinnar haldinn í fyrsta sinn

„Dagur verkfræðinnar var haldinn í fyrsta sinn 10. apríl. Markmiðið með deginum er að kynna verkfræðina, störf verkfræðinga og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga.

Fjölmenn ráðstefna var á Hilton Nordica þar sem fluttir voru spennandi og fjölbreyttri fyrirlestrar um viðfangsefni verkfræðinga á hinum ýmsu sviðum,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×