Páll Pétursson hefur ekkert samviskubit vegna Forsvarsmálsins Jakob Bjarnar skrifar 14. apríl 2015 10:59 Þeir stjórnmálamenn sem meðal annarra komu að gerð samningsins umdeilda um hugbúnaðarverkefnið eru þeir Páll, Vilhjálmur og Einar. Páll Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra og þingmaður norðvesturkjördæmis, skrifaði undir samning við fyrirtækið Forsvar á sínum tíma um gerð hugbúnaðarverkefnis. Verkefnið fór aldrei í útboð og nam kostnaður ríkisins vegna þess hátt í 200 milljónum króna í heild og þegar upp var staðið. Lítið sem ekkert kom út úr hugbúnaðargerðinni. Helgi Seljan fjallaði um málið í Kastljósi í gær og rakti samviskusamlega þræði í tengslum við það. Ekki var annað að skilja en fagleg sjónarmið hafi mátt alfarið víkja fyrir byggðasjónarmiðum og „kjördæmapoti“ eins og Helgi orðaði það. Þeir stjórnmálamenn sem nefndir hafa verið til sögunnar og höfðu aðkomu að því eru/voru allir landsbyggðaþingmenn; Páll, Einar K. Guðfinnsson og Vilhjálmur Egilsson. Lykilmaður í samningagerðinni var fyrrum starfsmaður ráðuneytisins, Garðar Jónsson, sem svo var stjórnarformaður fyrirtækisins sem samið var við. Vísir ræddi við Pál vegna málsins. Hann segist ekki mikið geta sagt um það, hans hlutur í þessu verkefni hafi verið afar lítill.Garðar Jónsson var um tíma starfsmaður ráðuneytisins og tók þátt í að semja við Forsvar, fyrirtæki sem hann svo var í forsvari fyrir.Ekki um háa upphæð að ræða„Þetta var rétt áður en ég hætti um mánaðarmót, eða seint í maí 2003 og skrifaði undir þennan samning einhvern tíma um miðjan maímánuð. Ég átti örfáa daga eftir. Það sem þarna var verið að fjalla um var óskaplega einfalt og lítið mál. Það var sem sagt að setja upp form fyrir sveitarfélög til þess að gera fjárhagsáætlanir, svo hægt væri að hafa betri gát á fjárhagsáætlunum, sem var gott mál,“ segir Páll. Páll segir að umrætt fyrirtæki á Hvammstanga hafi þá þegar unnið ýmislegt fyrir ríkið, sérstaklega þá alþingi og Þjóðminjasafnið, að hann minni. „Og eitt og annað og átti að kunna þetta. Þarna var ekki um það háa upphæð að ræða að ástæða væri til að fara með hana í útboð. Þeir voru með kerfisfræðinga, eða afgang af kerfisfræðingum, einn sem var í Háskólanum í Reykjavík og annan norður á Hvammstanga. Það átti allt að vera í lagi. Garðar Jónsson sem allt snérist um var ekki kominn í neinn félagsskap norður á Hvammstanga þegar þetta var,“ segir Páll og reynir að rifja upp það sem hann man um feril Garðars.Framsóknarráðherrahjónin Páll Pétursson og Sigrún Magnúsdóttir.visir/ernirEkki verra að þetta færi á HvammstangaEn, það sem menn velta fyrir sér er hvort ekki blasi við að fagleg sjónarmið hafi mátt víkja á forsendum byggðastefnusjónarmiða? „Það held ég að varla sé hægt að segja. Ég segi hiklaust að mér þótti ekkert verra að þetta væri á Hvammstanga en annars staðar, ef þetta væri jafn vel gert. Og, ég hafði enga ástæðu til að ætla að svo yrði ekki. Enda þetta ekki stórt verkefni. Ég fylgdist ekkert með þessu verkefni því ég var að fara úr ráðuneytinu. Það var eitthvað búið að undirbúa þetta um veturinn af starfsmönnum ráðuneytisins, sem ég fylgdist eitthvað lítið með. Mér hefur skilist að þau hafi skilað einhverju til sambands íslenskra sveitarfélaga sem að svo þau vildu heldur nota stærra fyrirtæki,“ segir Páll. Og hann heldur áfram: „Halldór Hróars sem fór í þetta en hann hefur unnið mikið fyrir sveitarfélögin og setið að verkefnum hjá þeim. Ég hef ekki neina samvisku yfir þessu, þótti þetta eðlilegur hlutur og engin ástæða til að ætla að þau gætu ekki unnið þetta eins og þau höfðu unnið fyrir alþingið og þjóðminjasafnið, held ég, og bentu einnig á góða kerfisfræðinga sem þau höfðu á að skipa. Aðkoma mín að þessu var ekki nema örfáir dagar og ég fylgdist ekkert með framvindu málsins meira.“ Alþingi Tengdar fréttir Mislukkuð hugbúnaðarverkefni kostuðu ríkið milljónir Samingar ríkisins við fyrirtækið Forsvar harðlega gagnrýndir. Starfsmaður félagsmálaráðuneytis sat beggja vegna borðsins við gerð samninga. 13. apríl 2015 21:48 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Páll Pétursson, þáverandi félagsmálaráðherra og þingmaður norðvesturkjördæmis, skrifaði undir samning við fyrirtækið Forsvar á sínum tíma um gerð hugbúnaðarverkefnis. Verkefnið fór aldrei í útboð og nam kostnaður ríkisins vegna þess hátt í 200 milljónum króna í heild og þegar upp var staðið. Lítið sem ekkert kom út úr hugbúnaðargerðinni. Helgi Seljan fjallaði um málið í Kastljósi í gær og rakti samviskusamlega þræði í tengslum við það. Ekki var annað að skilja en fagleg sjónarmið hafi mátt alfarið víkja fyrir byggðasjónarmiðum og „kjördæmapoti“ eins og Helgi orðaði það. Þeir stjórnmálamenn sem nefndir hafa verið til sögunnar og höfðu aðkomu að því eru/voru allir landsbyggðaþingmenn; Páll, Einar K. Guðfinnsson og Vilhjálmur Egilsson. Lykilmaður í samningagerðinni var fyrrum starfsmaður ráðuneytisins, Garðar Jónsson, sem svo var stjórnarformaður fyrirtækisins sem samið var við. Vísir ræddi við Pál vegna málsins. Hann segist ekki mikið geta sagt um það, hans hlutur í þessu verkefni hafi verið afar lítill.Garðar Jónsson var um tíma starfsmaður ráðuneytisins og tók þátt í að semja við Forsvar, fyrirtæki sem hann svo var í forsvari fyrir.Ekki um háa upphæð að ræða„Þetta var rétt áður en ég hætti um mánaðarmót, eða seint í maí 2003 og skrifaði undir þennan samning einhvern tíma um miðjan maímánuð. Ég átti örfáa daga eftir. Það sem þarna var verið að fjalla um var óskaplega einfalt og lítið mál. Það var sem sagt að setja upp form fyrir sveitarfélög til þess að gera fjárhagsáætlanir, svo hægt væri að hafa betri gát á fjárhagsáætlunum, sem var gott mál,“ segir Páll. Páll segir að umrætt fyrirtæki á Hvammstanga hafi þá þegar unnið ýmislegt fyrir ríkið, sérstaklega þá alþingi og Þjóðminjasafnið, að hann minni. „Og eitt og annað og átti að kunna þetta. Þarna var ekki um það háa upphæð að ræða að ástæða væri til að fara með hana í útboð. Þeir voru með kerfisfræðinga, eða afgang af kerfisfræðingum, einn sem var í Háskólanum í Reykjavík og annan norður á Hvammstanga. Það átti allt að vera í lagi. Garðar Jónsson sem allt snérist um var ekki kominn í neinn félagsskap norður á Hvammstanga þegar þetta var,“ segir Páll og reynir að rifja upp það sem hann man um feril Garðars.Framsóknarráðherrahjónin Páll Pétursson og Sigrún Magnúsdóttir.visir/ernirEkki verra að þetta færi á HvammstangaEn, það sem menn velta fyrir sér er hvort ekki blasi við að fagleg sjónarmið hafi mátt víkja á forsendum byggðastefnusjónarmiða? „Það held ég að varla sé hægt að segja. Ég segi hiklaust að mér þótti ekkert verra að þetta væri á Hvammstanga en annars staðar, ef þetta væri jafn vel gert. Og, ég hafði enga ástæðu til að ætla að svo yrði ekki. Enda þetta ekki stórt verkefni. Ég fylgdist ekkert með þessu verkefni því ég var að fara úr ráðuneytinu. Það var eitthvað búið að undirbúa þetta um veturinn af starfsmönnum ráðuneytisins, sem ég fylgdist eitthvað lítið með. Mér hefur skilist að þau hafi skilað einhverju til sambands íslenskra sveitarfélaga sem að svo þau vildu heldur nota stærra fyrirtæki,“ segir Páll. Og hann heldur áfram: „Halldór Hróars sem fór í þetta en hann hefur unnið mikið fyrir sveitarfélögin og setið að verkefnum hjá þeim. Ég hef ekki neina samvisku yfir þessu, þótti þetta eðlilegur hlutur og engin ástæða til að ætla að þau gætu ekki unnið þetta eins og þau höfðu unnið fyrir alþingið og þjóðminjasafnið, held ég, og bentu einnig á góða kerfisfræðinga sem þau höfðu á að skipa. Aðkoma mín að þessu var ekki nema örfáir dagar og ég fylgdist ekkert með framvindu málsins meira.“
Alþingi Tengdar fréttir Mislukkuð hugbúnaðarverkefni kostuðu ríkið milljónir Samingar ríkisins við fyrirtækið Forsvar harðlega gagnrýndir. Starfsmaður félagsmálaráðuneytis sat beggja vegna borðsins við gerð samninga. 13. apríl 2015 21:48 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Mislukkuð hugbúnaðarverkefni kostuðu ríkið milljónir Samingar ríkisins við fyrirtækið Forsvar harðlega gagnrýndir. Starfsmaður félagsmálaráðuneytis sat beggja vegna borðsins við gerð samninga. 13. apríl 2015 21:48