Innlent

Maður brenndist þegar eldur blossaði upp í rafmagnstöflu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/Vilhelm
Maður var fluttur á heilsugæslustöðina í Laugarási á föstudaginn með brunasár í andliti eftir að eldur blossaði upp í rafmagnstöflu sem hann var að vinna við í Laugarási.

Málið er í rannsókn og koma lögregla, Vinnueftirlit ríkisins og Mannvirkjastofnun að henni. Vinnueftirlitið á Suðurlandi vildi ekki tjá sig um málið og benti á möguleikann á formlegri fyrirspurn til deildarstjóra í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×