Segir að við séum að glata hluta af sjálfstæði okkar aftur til Dana Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. apríl 2015 10:02 Kári Stefánsson er ekki sáttur með Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Vísir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vandar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, ekki kveðjurnar í grein sem hann skrifar í Morgunblaðið í dag. Tilefni skrifanna eru hugmyndir forsætisráðherra um hvernig halda skuli upp hundrað ára afmæli fullveldis á Íslandi sem verður þann 1. desember 2018. Sigmundur Davíð hefur sagt að hann vilji halda upp á afmælið með því að ljúka við byggingu húss íslenskra fræða en þetta hugnast Kára illa og segir um forsætisráðherra: „Hann hefur nefnilega áhuga á byggingum og skipulagsmálum eins og Karl Bretaprins. Áhugans vegna virðist honum annaðhvort hafa gleymst að 1. desember 1918 hlutum við Íslendingar töluvert sjálfstæði frá Dönum eða honum hefur yfirsést að við erum að glata því aftur að hluta. Og hvernig í ósköpunum hefur það gerst? Það hefur gerst með því að jáeindaskannar hafa orðið nauðsynleg tæki í nútíma læknisfræði og Danir eiga slíkan en við ekki.“Sjá einnig: Ódýrara að beina sjúklingunum til Danmerkur Kári greinir svo frá því að á síðasta ári hafi 100 íslenskir sjúklingar farið til Kaupmannahafnar í jáeindaskanna og bætir við að í ár verði þeir líklegast um 200 talsins. „Við getum ekki lengur sinnt sjúklingum okkar án þess að leita á náðir Dana. Það er með öllu óásættanlegt og í engu samræmi við þær væntingar sem Íslendingar höfðu í byrjun desember árið 1918. Það væri miklu nær andanum að baki fyrsta desember að halda upp á hundrað ára afmæli hans með því að flytja jáeindaskanna til landsins og endurheimta á þann hátt það sjálfstæði frá Dönum sem við viljum hafa og forfeður okkar börðust fyrir. Ein hliðin á þessu er sú að það er mikilvægara fyrir íslenskt mál að halda lífinu í þeim sem tala það en að reisa hús yfir þá sem rannsaka það.“ Að mati Kára er forgangsröðun forsætisráðherra dæmi um dapurlegar afleiðingar áhuga hans á byggingum og skipulagsmálum og hann segist handviss um að flestir landsmenn séu sammála sér. Kári hvetur því Sigmund Davíð til að setja peninginn frekar í skanna en hús og lýkur grein sinni á þessum orðum: „Það væri í miklu betra samræmi við þá forgangsröðun sem fólkið í landinu aðhyllist og ég veit að forsætisráðherra hefur oftast fylgt í lífi sínu og starfi og gengur undir nafninu: konur og börn í bátana fyrst. Ginnungagapið vestur á Melum má alltaf nýta til þess að jarðsetja nöldur og vondar hugmyndir sem þessa dagana berast úr hlöðnu steinhúsi við Austurvöll.“ Tengdar fréttir Þurfa að senda sjúklingana til Kaupmannahafnar Landspítalinn þarf að senda hátt í hundrað sjúklinga á ári til Kaupmannahafnar í eftirfylgni vegna krabbameinsmeðferðar því ekki er til svokallaður PET-skanni á spítalanum. Þörf er á endurnýjun á stórum hluta tækjakosts spítalans. 24. janúar 2015 19:04 Ódýrara að beina sjúklingum til Danmerkur Áætlaður kostnaður við ferðir sjúklinga í jáeindaskanna í Danmörku árið 2014 er 36 milljónir króna. Árið áður var hann 17 milljónir. 3. janúar 2015 11:15 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vandar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, ekki kveðjurnar í grein sem hann skrifar í Morgunblaðið í dag. Tilefni skrifanna eru hugmyndir forsætisráðherra um hvernig halda skuli upp hundrað ára afmæli fullveldis á Íslandi sem verður þann 1. desember 2018. Sigmundur Davíð hefur sagt að hann vilji halda upp á afmælið með því að ljúka við byggingu húss íslenskra fræða en þetta hugnast Kára illa og segir um forsætisráðherra: „Hann hefur nefnilega áhuga á byggingum og skipulagsmálum eins og Karl Bretaprins. Áhugans vegna virðist honum annaðhvort hafa gleymst að 1. desember 1918 hlutum við Íslendingar töluvert sjálfstæði frá Dönum eða honum hefur yfirsést að við erum að glata því aftur að hluta. Og hvernig í ósköpunum hefur það gerst? Það hefur gerst með því að jáeindaskannar hafa orðið nauðsynleg tæki í nútíma læknisfræði og Danir eiga slíkan en við ekki.“Sjá einnig: Ódýrara að beina sjúklingunum til Danmerkur Kári greinir svo frá því að á síðasta ári hafi 100 íslenskir sjúklingar farið til Kaupmannahafnar í jáeindaskanna og bætir við að í ár verði þeir líklegast um 200 talsins. „Við getum ekki lengur sinnt sjúklingum okkar án þess að leita á náðir Dana. Það er með öllu óásættanlegt og í engu samræmi við þær væntingar sem Íslendingar höfðu í byrjun desember árið 1918. Það væri miklu nær andanum að baki fyrsta desember að halda upp á hundrað ára afmæli hans með því að flytja jáeindaskanna til landsins og endurheimta á þann hátt það sjálfstæði frá Dönum sem við viljum hafa og forfeður okkar börðust fyrir. Ein hliðin á þessu er sú að það er mikilvægara fyrir íslenskt mál að halda lífinu í þeim sem tala það en að reisa hús yfir þá sem rannsaka það.“ Að mati Kára er forgangsröðun forsætisráðherra dæmi um dapurlegar afleiðingar áhuga hans á byggingum og skipulagsmálum og hann segist handviss um að flestir landsmenn séu sammála sér. Kári hvetur því Sigmund Davíð til að setja peninginn frekar í skanna en hús og lýkur grein sinni á þessum orðum: „Það væri í miklu betra samræmi við þá forgangsröðun sem fólkið í landinu aðhyllist og ég veit að forsætisráðherra hefur oftast fylgt í lífi sínu og starfi og gengur undir nafninu: konur og börn í bátana fyrst. Ginnungagapið vestur á Melum má alltaf nýta til þess að jarðsetja nöldur og vondar hugmyndir sem þessa dagana berast úr hlöðnu steinhúsi við Austurvöll.“
Tengdar fréttir Þurfa að senda sjúklingana til Kaupmannahafnar Landspítalinn þarf að senda hátt í hundrað sjúklinga á ári til Kaupmannahafnar í eftirfylgni vegna krabbameinsmeðferðar því ekki er til svokallaður PET-skanni á spítalanum. Þörf er á endurnýjun á stórum hluta tækjakosts spítalans. 24. janúar 2015 19:04 Ódýrara að beina sjúklingum til Danmerkur Áætlaður kostnaður við ferðir sjúklinga í jáeindaskanna í Danmörku árið 2014 er 36 milljónir króna. Árið áður var hann 17 milljónir. 3. janúar 2015 11:15 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Þurfa að senda sjúklingana til Kaupmannahafnar Landspítalinn þarf að senda hátt í hundrað sjúklinga á ári til Kaupmannahafnar í eftirfylgni vegna krabbameinsmeðferðar því ekki er til svokallaður PET-skanni á spítalanum. Þörf er á endurnýjun á stórum hluta tækjakosts spítalans. 24. janúar 2015 19:04
Ódýrara að beina sjúklingum til Danmerkur Áætlaður kostnaður við ferðir sjúklinga í jáeindaskanna í Danmörku árið 2014 er 36 milljónir króna. Árið áður var hann 17 milljónir. 3. janúar 2015 11:15