Forsætisráðherra segir furðufugla geta komið hvers konar vitleysu í umferð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. apríl 2015 15:05 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segist ekki taka umræðu um heilsufar sitt nærri sér en ýmsu hefur verið haldið fram á samfélagsmiðlum varðandi það og meðal annars því að hann sé galinn. Sigmundur var gestur Björns Inga Hrafnssonar í Eyjunni í gærkvöldi og spurði þáttastjórnandi ráðherrann út í hvað honum fyndist um umræðuna. „Hún er auðvitað lýsandi fyrir ástand sem ég vék að í ræðunni minni. Þetta er mjög óheilbrigt ástand og felst í því að þeir sem stunda illmælgi, niðurrifstal og dylgjur [...] Allt þetta á mjög greiða leið upp á yfirborðið. Það er að hluta til afleiðing af breyttri samskiptatækni að þeir sem að áður voru kannski taldir furðufuglar, eða sér á parti, og endilega ekki mikið mark á þeim takandi, þeir geta núna komið hvers konar vitleysu í umferð mjög auðveldlega.“ Forsætisráðherra sagði að þegar mikil tortryggni og efasemdir væru í gangi með allt að þá litu menn ekki síst til þeirra yfirlýsingaglöðu í umræðunni. Hann sagði það „galið ástand“ að fólk héldi því fram að hann væri galinn vegna þess að hann setti fram hluti sem einhverjir væru ósáttir við. „Þetta er afleiðing af mikilli heift hjá þó afmörkuðum hópi. Maður má ekki gleyma því að þó að þessi hópur sé áberandi þá er hann ekki lýsandi fyrir samfélagið. [...] Þetta eru ekki lýsandi viðhorf fyrir Íslendinga. Þessi hópur hefur alltaf verið til en hann á bara svo greiða leið upp á yfirborðið núna og vekur meiri athygli heldur en þeir sem tjá sig af skynsemi og yfirvegun.“ Sigmundur segist vera orðinn vanur umræðunni. „Manni fannst þetta svolítið skrýtið fyrst, hvað menn gengu langt í því að reyna að vega að persónu manns. [...] Það er ótrúlegt hvað alls konar rugl og vitleysa á auðvelt með að komast í umferð núna.“Hluta viðtalsins við Sigmund Davíð má sjá í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Kallar eftir því að Sigmundur birti sálfræðigreiningar sem hann hefur undir höndum Össur Skarphéðinsson segir sálfræðigreingar á stjórnmálamönnum skemmtilega lesningu en sjálfur hefur hann lesið greiningu CIA á sér. 12. apríl 2015 14:03 Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44 Slitastjórnir kannast ekki við njósnir og sálgreiningar Forsætisráðherra vitnaði óvart í Ásmund Einar en ekki kröfuhafa. 12. apríl 2015 19:13 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segist ekki taka umræðu um heilsufar sitt nærri sér en ýmsu hefur verið haldið fram á samfélagsmiðlum varðandi það og meðal annars því að hann sé galinn. Sigmundur var gestur Björns Inga Hrafnssonar í Eyjunni í gærkvöldi og spurði þáttastjórnandi ráðherrann út í hvað honum fyndist um umræðuna. „Hún er auðvitað lýsandi fyrir ástand sem ég vék að í ræðunni minni. Þetta er mjög óheilbrigt ástand og felst í því að þeir sem stunda illmælgi, niðurrifstal og dylgjur [...] Allt þetta á mjög greiða leið upp á yfirborðið. Það er að hluta til afleiðing af breyttri samskiptatækni að þeir sem að áður voru kannski taldir furðufuglar, eða sér á parti, og endilega ekki mikið mark á þeim takandi, þeir geta núna komið hvers konar vitleysu í umferð mjög auðveldlega.“ Forsætisráðherra sagði að þegar mikil tortryggni og efasemdir væru í gangi með allt að þá litu menn ekki síst til þeirra yfirlýsingaglöðu í umræðunni. Hann sagði það „galið ástand“ að fólk héldi því fram að hann væri galinn vegna þess að hann setti fram hluti sem einhverjir væru ósáttir við. „Þetta er afleiðing af mikilli heift hjá þó afmörkuðum hópi. Maður má ekki gleyma því að þó að þessi hópur sé áberandi þá er hann ekki lýsandi fyrir samfélagið. [...] Þetta eru ekki lýsandi viðhorf fyrir Íslendinga. Þessi hópur hefur alltaf verið til en hann á bara svo greiða leið upp á yfirborðið núna og vekur meiri athygli heldur en þeir sem tjá sig af skynsemi og yfirvegun.“ Sigmundur segist vera orðinn vanur umræðunni. „Manni fannst þetta svolítið skrýtið fyrst, hvað menn gengu langt í því að reyna að vega að persónu manns. [...] Það er ótrúlegt hvað alls konar rugl og vitleysa á auðvelt með að komast í umferð núna.“Hluta viðtalsins við Sigmund Davíð má sjá í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Kallar eftir því að Sigmundur birti sálfræðigreiningar sem hann hefur undir höndum Össur Skarphéðinsson segir sálfræðigreingar á stjórnmálamönnum skemmtilega lesningu en sjálfur hefur hann lesið greiningu CIA á sér. 12. apríl 2015 14:03 Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44 Slitastjórnir kannast ekki við njósnir og sálgreiningar Forsætisráðherra vitnaði óvart í Ásmund Einar en ekki kröfuhafa. 12. apríl 2015 19:13 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Kallar eftir því að Sigmundur birti sálfræðigreiningar sem hann hefur undir höndum Össur Skarphéðinsson segir sálfræðigreingar á stjórnmálamönnum skemmtilega lesningu en sjálfur hefur hann lesið greiningu CIA á sér. 12. apríl 2015 14:03
Segir sálgreiningar gerðar á stjórnmálamönnum og blaðamönnum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ræðu sinni á flokksþingi framsóknarmanna að kröfuhafar hafi tekið saman persónulegar upplýsingar um stjórnmálamenn, blaðamenn og aðra. 10. apríl 2015 14:44
Slitastjórnir kannast ekki við njósnir og sálgreiningar Forsætisráðherra vitnaði óvart í Ásmund Einar en ekki kröfuhafa. 12. apríl 2015 19:13