Innlent

Rannsaka hvort ökumaður flutningabíls hafi sýnt af sér saknæma háttsemi

Gissur Sigurðsson skrifar
Lögregla ætlar að rannsaka hvort ökumaður flutningabíls hafi sýnt af sér saknæma háttsemi þegar hann ók á nokkrum hraða inn í þvögu bíla, sem myndast hafði á veginum yfir Holtavörðuheiði síðdegis í gær vegna fjöldaárekstur. Tveir vegfarendur lentu í bráðri lífshættu, að sögn vitna.

Eins og fram hefur komið gerði vonsku veður með skafrenningi og blindu á heiðinni síðdegis og brátt fóru bílar að skella saman uns tólf bílar hið minnsta voru lentir í einni þvögu þvers og kruss á veginum. Bar þá flutningabílinn að á talsverðri ferð.

Kastaðist tugi metra út fyrir veginn

Lögregluþjónn, sem var að aðstoða mann við að rétta bíl hans af, sá að hverju fór og hrópaði á ökumanninn að forða sér, en það var of seint. Flutningabíllinn lenti á bílnum og kastaði honum af svo miklum krafti, að lögreglumaðurinn sem varð fyrir honum, kastaðist tugi metra út fyrir veginn, en ökumaðurinn hafnaði undir flutningabílnum og var þar þegar hann man staðar. Hann slasaðist nokkuð og var fluttur með sjúkrabíl á heilsugæslustöð. Lögreglumaðurinn slapp ómeiddur en lemstraður um allan líkama.

Að sögn Kristjáns Þorbjörnssonar, lögreglumanns á Blönduósu, stendur nú fyrir dyrum að safna upplýsingum og taka skýrslur af öllum sem málið varðar og af því ræðst hvort lögreglan eða einhverjur á vettvangi kæra ökumann flutningabílsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×