Innlent

Kosið á ný milli Jóns Atla og Guðrúnar

Bjarki Ármannsson skrifar
Jón Atli Benediktsson bar sigur úr býtum með 48,9 prósent atkvæða.
Jón Atli Benediktsson bar sigur úr býtum með 48,9 prósent atkvæða. Vísir/Pjetur
Gengið verður til kosninga um rektor Háskóla Íslands á ný þann 20. apríl næstkomandi eftir að enginn frambjóðandi hlaut helming atkvæða í rafrænni kosningu í dag.

Jón Atli Benediktsson bar sigur úr býtum með 48,9 prósent atkvæða en Guðrún Nordal lenti í öðru sæti með 39,4 prósent. Einar Steingrímsson var þriðji með 9,7 prósent og verður því ekki með í næstu kosningu.


Tengdar fréttir

Rektorskjör í HÍ: Ræða Guðrúnar Nordal

Ég legg áherslu á að allar greinar búi við sambærileg skilyrði innan skólans og að þið stúdentar hafi jafna aðstöðu hvar sem þið eruð í skólanum.

Rektorskjör í HÍ: Ræða Einars Steingrímssonar

Það er rétt að taka fram í upphafi að ástæða þess að ég er ekki hér í dag er að Stúdentaráð hætti við að hafa þennan fund þegar ég var síðast á landinu -- til að hliðra til fyrir öðrum frambjóðanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×