Innlent

Vanmátu ferðmannastrauminn og breyta nýju aðalskipulagi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Á Höfn vanmátu bæjaryfirvölf þörf á gistirými.
Á Höfn vanmátu bæjaryfirvölf þörf á gistirými. Fréttablaðið/Pjetur
Bæjarráð Hornafjarðar hefur samþykkt breytingar á aðalskipulagi vegna stóraukins ferðamannastraums og vanmats á þörf fyrir gistirými í nýsamþykktu aðalskipulagi. Við þessu vilji sveitarfélagið bregðast skjótt.

Breytingin felur í sér að selja má fjögur gistirými í stað tveggja áður í íbúðarhúsi í þéttbýli og allt að átta gistirými í íbúðarhúsum á bújörðum. Einn bæjarfulltrúi sagðist efast um að takmörkunin í þéttbýli væri heimil og sat hjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×