Innlent

Kennir sex námskeið en fær ekki að greiða atkvæði í rektorskjöri

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Katrín Lilja var nemandi við Háskóla Íslands 2005-2014 og hefur frá árinu 2011 gegnt stöðu stundakennara.
Katrín Lilja var nemandi við Háskóla Íslands 2005-2014 og hefur frá árinu 2011 gegnt stöðu stundakennara.
Stundakennarar við Háskóla Íslands eru undanskildir nær öllum réttindum sem aðrir starfsmenn og nemendur skólans hafa. Fá þeir til að mynda ekki atkvæðisrétt í rektorskjöri sem fram fer í dag, en stundakennarar sinna um þrjátíu prósent af allri kennslu skólans.

Katrín Lilja Sigurðardóttir, stundakennari við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að endurskoða reglur skólans. Þær séu ósanngjarnar og eins og staðan sé núna séu skoðanir stundakennara einskis virði. Um sé að ræða vanþakklæti og vanvirðingu í garð stundakennara.

Réttindaleysið ólöglegt

„Ég er alveg viss um að þetta réttindaleysi sem við búum við sé ólöglegt. Þess vegna geri ég einfaldlega þær kröfur að þessu verði breytt. Það sem gerir þetta líka svo ósanngjarnt er að til dæmis nemandi á fyrsta ári, sem kannski er einungis skráður í einn áfanga, fær að kjósa en ekki við,“ segir Katrín Lilja í samtali við Vísi.

Katrín hefur frá árinu 2011 gegnt stöðu stundakennara við skólann en þetta skólaár kennir hún sex námskeið og er skráð í kennslu í fjórum námskeiðum næstu önn. Starfshlutfall hennar fer oft vel yfir 100 prósent.

„Kostar ekkert að hafa mig á kjörskrá“

„Það er reynt að ráða eins marga stundakennara og hægt er til að halda niðri kostnaði, því launin og annað eru umtalsvert lægri en hjá öðrum kennurum skólans. En það kostar skólann ekkert að hafa mig á kjörskrá. Þetta er bara afdráttarlaus vanvirðing og vanþakklæti í minn garð og allra sem eru í svipaðri stöðu,“ segir hún.

Hún bætir því við að stundakennarar fái ekki mannsæmandi laun, ekki sumarfrí, fái ekki boð á árshátíð starfsmanna skólans, séu ekki í stéttarfélagi og hafi engan rétt til að semja um sín laun. Þá hafi stundakennarar ekki rétt á að verða veikir.

Félag stundakennara við Háskóla Íslands, Hagstund, leitaði til umboðsmanns Alþingis árið 2013 og kvartaði yfir því að háskólinn mismunaði stundakennurum. Sögðu þeir í bréfi sínu að réttarstaða þeirra væri mjög takmörkuð og óljóst hvað varðai réttindi þeirra og skyldur. Umboðsmaður vísaði málinu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Katrín skrifaði færslu á Facebook um málið á föstudag, en hana má lesa hér fyrir neðan.

Ég var nemandi við Háskóla Íslands árin 2005-2014. Síðan árið 2011 hef ég kennt sem stundakennari við skólann og með...

Posted by Katrín Lilja Sigurðardóttir on 10. apríl 2015

Tengdar fréttir

Rektorskjör í HÍ: Ræða Guðrúnar Nordal

Ég legg áherslu á að allar greinar búi við sambærileg skilyrði innan skólans og að þið stúdentar hafi jafna aðstöðu hvar sem þið eruð í skólanum.

Rektorskjör í HÍ: Ræða Einars Steingrímssonar

Það er rétt að taka fram í upphafi að ástæða þess að ég er ekki hér í dag er að Stúdentaráð hætti við að hafa þennan fund þegar ég var síðast á landinu -- til að hliðra til fyrir öðrum frambjóðanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×