Fleiri fréttir

Gera samning um vefjagigt

,,Þessi samningur tryggir að í boði sé mikilvæg þjónusta sem er ætlað að auka lífsgæði þeirra sem glíma við vefjagigt,“ segir ráðherra.

Algjör óvissa er um Náttúruminjasafnið

Borgarstjóri segir aðbúnað Náttúruminjasafns Íslands hafa verið þjóðarskömm um árabil. Garðabær vildi fá safnið til sín en því var hafnað og ákveðið að safnið skyldi í Perluna. Ekkert bólar á þeim flutningum. Algjör óvissa er um málið.

Vernda á betur Dynjandafossa

Lögð hafa verið fram til kynningar hjá Umhverfisstofnun drög að verndar- og stjórnunaráætlun fyrir náttúruvættið Dynjanda í Arnarfirði.

Fjöldi MP bankamanna í haftanefnd veldur titringi

Þrír af sjö meðlimum framkvæmdahóps um losun gjaldeyrishafta hafa verið yfirmenn í MP banka. Þetta hefur valdið titringi í öðrum fjármálastofnunum og vakið spurningar um hvort heilbrigt sé að sækja í sama brunninn eftir ráðgjöfum. Fjármálaeftirlitið (FME) er meðvitað um málið.

Formaður segir bæjarstarfsmönnum brugðið

Starfsmenn hjá Hafnarfjarðarbæ munu ráðgast við lögmann er Persónuvernd hefur lokið skoðun á símtalamálinu. Síminn segir að tilkynna þurfi starfsmönnum fyrirfram að fyrirtæki kunni að fygjast með símnotkun.

Hafði enga fyrirfram vitneskju í símamáli

„Við höfðum enga fyrirfram vitneskju um þetta, ekki nokkra einustu,“ segir Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar og forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, um símtalamálið í Hafnarfirði.

Öryggi fatlaðra í hjólastól er ótryggt

Skapa þarf regluverk í kringum öryggi fatlaðra í umferðinni. Bílar sem sérstaklega eru ætlaðir til aksturs fyrir fatlað fólk eru oft ekki búnir réttum búnaði og það getur valdið slysum. Þetta segir Guðbjörg Kristín Ludvígsdóttir, læknir á Grensási, sem í gær flutti erindi á Umferðar- og samgönguþingi um það hvort fatlaðir vegfarendur búi við sama öryggi í umferðinni og aðrir.

Klofningur meðal framhaldsskólakennara

Klofningur er í stjórn Félags framhaldsskólakennara um nýtt vinnumat sem greidd verða atkvæði um í næstu viku. Verði vinnumatið fellt verða kjarasamningar framhaldsskólakennara lausir.

Bæjarstjóri skoðaði ekki símtalaskrár sjálfur

"Sá texti sem vísað er til er úr emaili frá þeim starfsmanni bæjarins sem annaðist þessa skoðun og það var hann einn sem skoðað þessa skrá,“ segir bæjarstjóri Hafnarfjarðar.

Kraftakarlar kveinka sér undan Kastljósinu

Sigmar Guðmundsson, sem sjálfur hefur notað prótein, segir hörð viðbrögð við umfjöllun um fæðubótarefni skiljanleg – þarna eru miklir hagsmunir í húfi.

Rukkað fyrir afnot af kirkjum í uppsveitum Árnessýslu

Sóknarnefndir fjögurra sóknarkirkna og tveggja bænahúsa í uppsveitum Árnessýslu og prestur kirknanna hafa ákveðið að hefja gjaldtöku vegna skírna og brúðkaupa í kirkjunum fyrir afnot af guðshúsunum.

„Ég er að fara á götuna“

Marta Dröfn missir íbúðina um mánaðarmótin og fær engin úrræði frá Reykjavíkurborg. Henni hefur verið bent á að fara á gistiheimili.

Meðalheimili með milljón í yfirdrátt

Landsmenn skulda 86 milljarða króna í yfirdráttarlán. Svipuð upphæð og síðustu ár. Þjóðin hækkar yfirdráttinn fyrir jól og sumarfrí. Einkaneysla heimilanna er að aukast. Dýrt að vera með yfirdráttarheimild, segir umboðsmaður skuldara.

Rýmri reglur um staðgöngumæðrun

Rýmri reglur eru um staðgöngumæðrun í nýju frumvarpi sem heimilar staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni en um ættleiðingar. Fólk sem vill ættleiða þarf að hafa verið í sambúð í fimm ár, en þrjú ár ef um staðgöngumæðrun er að ræða.

Annríki á Barnaspítalanum

Mikið annríki hefur verið á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins að undanförnu vegna umgangspesta og annarra veikinda barna.

Framkvæmdir hefjast í sumar

„Okkur er ekkert að vanbúnaði. Það er öllum ljóst að Landspítalinn getur ekki búið mikið lengur við núverandi aðstæður, hvorki sjúklinganna né starfsfólksins vegna. Lélegur húsakostur er farinn að standa starfseminni fyrir þrifum en nú er tækifæri til að snúa vörn í sókn,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.

Sjá næstu 50 fréttir