Leifur Breiðfjörð fær milljónirnar endurgreiddar frá ríkinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2015 16:30 Hurðirnar framan á Hallgrímskirkju, sem hvor vegur 800 kg, og listamaðurinn sjálfur, Leifur Breiðfjörð. Vísir Íslenska ríkið þarf að endurgreiða listamanninum Leifi Breiðfjörð rúmar sjö milljónir króna auk dráttarvaxta aftur í tímann. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl í fyrra í máli Leifs gegn ríkinu. Málið höfðaði Leifur vegna virðisaukaskatts sem hann þurfti að reiða fram, 7,4 milljónir króna árið 2010, þegar listaverk hans, tvær hurðir fyrir Hallgrímskirkju, var flutt til landsins. Forsaga málsins er sú að fyrir 25 árum hóf söfnuður Hallgrímskirkju að afla fjár fyrir kaupum á listaverki sem nota átti meðal annars sem hurð í kirkjunni. Leifur var fenginn til verksins. Hurðirnar, sem eru smíðaðar í Þýskalandi, vega hvor um sig um 800 kíló og þurfti krana til að koma þeim fyrir á sínum stað.Vildi upplýsingar um hurðir í Seðlabankanum og Fossvogskirkju Leifur flutti hurðirnar til landsins í eigin nafni frá Þýskalandi í ársbyrjun 2010. Tollstjóri neitaði hins vegar að flokka þær sem listaverk og setti þær í flokk smíðavara. Þurfti Leifur því persónulega að greiða virðisaukaskatt og vörugjöld af hurðunum. Leifur stefndi ríkinu og kafðist endurgreiðslu á tollagjöldum. Í rökstuðningi sínum fyrir dómi óskaði Leifur eftir því að ríkið tilgreindi hvort hurðirnar á Seðlabankanum og Fossvogskirkju hefðu verið tollaðar sem listaverk á sínum tíma. Lögmaður ríkisins neitaði hins vegar að gefa þær upplýsingar upp. „Þetta er afar ánægjulegt. Þetta er stór sigur fyrir íslenska myndlist og þá sérstaklega myndlistarmenn," sagði Leifur Breiðfjörð þegar dómur var kveðinn upp í héraði fyrir tæpu ári og er vafalítið enn sama sinnis.Listaverk úr bronsi „Ágreiningslaust er að listaverk það, sem hér um ræðir, sé frumverk af skúlptúr sem stefndi vann að hjá viðurkenndri listasmiðju í Þýskalandi, sem sérhæfir sig í að veita þjónustu vegna brons höggmynda,“ segir í dómi Hæstaréttar. Í flutningsskírteini EUR 1, sem fyrir liggi í málinu og gefið var út af þýskum tollyfirvöldum, komi fram að um sé að ræða listaverk úr bronsi, einstakt fyrir Hallgrímskirkju. Þá segir að listaverk Leifs falli réttilega undir tollskrárnúmer sem fullyrði skilyrðum um að það sé undanskilið virðisaukaskatti. Var dómur í héraði því staðfestur.Dóm Hæstaréttar í heild sinni má lesa hér.Sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 er dómur féll í héraði fyrir tæpu ári má sjá eftir 30 sekúndur í myndbandinu að neðan. Tengdar fréttir Deilt um hurðir í Hallgrímskirkju Listamaðurinn Leifur Breiðfjörð hefur höfðað mál á hendur fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem telja bronshurðir hans vera smíðavörur. 19. september 2013 10:00 Tólf Íslendingar sæmdir fálkaorðu Tólf Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Á meðal þeirra voru Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður, Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. 17. júní 2005 00:01 Íslenskt listaverk í St. Giles dómkirkjunni í Edinborg Glerlistaverk eftir listamanninn Leif Breiðfjörð mun prýða forstofu innan við aðalinngang St. Giles dómkirkjunnar í Edinborg. 16. nóvember 2009 06:00 Fær rúmar sjö milljónir endurgreiddar frá ríkinu Hurðirnar á Hallgrímskirkju eru listaverk. 8. apríl 2014 17:44 „Stór sigur fyrir íslenska myndlist" Listamaðurinn Leifur Breiðfjörð vann í dag mál gegn íslenska ríkinu. Málið snerist um tollgreiðslur fyrir hluta þess listaverks sem prýðir vesturhlið Hallgrímskirkju. 8. apríl 2014 20:00 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Íslenska ríkið þarf að endurgreiða listamanninum Leifi Breiðfjörð rúmar sjö milljónir króna auk dráttarvaxta aftur í tímann. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl í fyrra í máli Leifs gegn ríkinu. Málið höfðaði Leifur vegna virðisaukaskatts sem hann þurfti að reiða fram, 7,4 milljónir króna árið 2010, þegar listaverk hans, tvær hurðir fyrir Hallgrímskirkju, var flutt til landsins. Forsaga málsins er sú að fyrir 25 árum hóf söfnuður Hallgrímskirkju að afla fjár fyrir kaupum á listaverki sem nota átti meðal annars sem hurð í kirkjunni. Leifur var fenginn til verksins. Hurðirnar, sem eru smíðaðar í Þýskalandi, vega hvor um sig um 800 kíló og þurfti krana til að koma þeim fyrir á sínum stað.Vildi upplýsingar um hurðir í Seðlabankanum og Fossvogskirkju Leifur flutti hurðirnar til landsins í eigin nafni frá Þýskalandi í ársbyrjun 2010. Tollstjóri neitaði hins vegar að flokka þær sem listaverk og setti þær í flokk smíðavara. Þurfti Leifur því persónulega að greiða virðisaukaskatt og vörugjöld af hurðunum. Leifur stefndi ríkinu og kafðist endurgreiðslu á tollagjöldum. Í rökstuðningi sínum fyrir dómi óskaði Leifur eftir því að ríkið tilgreindi hvort hurðirnar á Seðlabankanum og Fossvogskirkju hefðu verið tollaðar sem listaverk á sínum tíma. Lögmaður ríkisins neitaði hins vegar að gefa þær upplýsingar upp. „Þetta er afar ánægjulegt. Þetta er stór sigur fyrir íslenska myndlist og þá sérstaklega myndlistarmenn," sagði Leifur Breiðfjörð þegar dómur var kveðinn upp í héraði fyrir tæpu ári og er vafalítið enn sama sinnis.Listaverk úr bronsi „Ágreiningslaust er að listaverk það, sem hér um ræðir, sé frumverk af skúlptúr sem stefndi vann að hjá viðurkenndri listasmiðju í Þýskalandi, sem sérhæfir sig í að veita þjónustu vegna brons höggmynda,“ segir í dómi Hæstaréttar. Í flutningsskírteini EUR 1, sem fyrir liggi í málinu og gefið var út af þýskum tollyfirvöldum, komi fram að um sé að ræða listaverk úr bronsi, einstakt fyrir Hallgrímskirkju. Þá segir að listaverk Leifs falli réttilega undir tollskrárnúmer sem fullyrði skilyrðum um að það sé undanskilið virðisaukaskatti. Var dómur í héraði því staðfestur.Dóm Hæstaréttar í heild sinni má lesa hér.Sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 er dómur féll í héraði fyrir tæpu ári má sjá eftir 30 sekúndur í myndbandinu að neðan.
Tengdar fréttir Deilt um hurðir í Hallgrímskirkju Listamaðurinn Leifur Breiðfjörð hefur höfðað mál á hendur fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem telja bronshurðir hans vera smíðavörur. 19. september 2013 10:00 Tólf Íslendingar sæmdir fálkaorðu Tólf Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Á meðal þeirra voru Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður, Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. 17. júní 2005 00:01 Íslenskt listaverk í St. Giles dómkirkjunni í Edinborg Glerlistaverk eftir listamanninn Leif Breiðfjörð mun prýða forstofu innan við aðalinngang St. Giles dómkirkjunnar í Edinborg. 16. nóvember 2009 06:00 Fær rúmar sjö milljónir endurgreiddar frá ríkinu Hurðirnar á Hallgrímskirkju eru listaverk. 8. apríl 2014 17:44 „Stór sigur fyrir íslenska myndlist" Listamaðurinn Leifur Breiðfjörð vann í dag mál gegn íslenska ríkinu. Málið snerist um tollgreiðslur fyrir hluta þess listaverks sem prýðir vesturhlið Hallgrímskirkju. 8. apríl 2014 20:00 Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Deilt um hurðir í Hallgrímskirkju Listamaðurinn Leifur Breiðfjörð hefur höfðað mál á hendur fjármála- og efnahagsráðuneytinu sem telja bronshurðir hans vera smíðavörur. 19. september 2013 10:00
Tólf Íslendingar sæmdir fálkaorðu Tólf Íslendingar voru sæmdir heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Á meðal þeirra voru Eiður Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður, Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. 17. júní 2005 00:01
Íslenskt listaverk í St. Giles dómkirkjunni í Edinborg Glerlistaverk eftir listamanninn Leif Breiðfjörð mun prýða forstofu innan við aðalinngang St. Giles dómkirkjunnar í Edinborg. 16. nóvember 2009 06:00
Fær rúmar sjö milljónir endurgreiddar frá ríkinu Hurðirnar á Hallgrímskirkju eru listaverk. 8. apríl 2014 17:44
„Stór sigur fyrir íslenska myndlist" Listamaðurinn Leifur Breiðfjörð vann í dag mál gegn íslenska ríkinu. Málið snerist um tollgreiðslur fyrir hluta þess listaverks sem prýðir vesturhlið Hallgrímskirkju. 8. apríl 2014 20:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent