Dæmdur í sex mánaða nálgunarbann í Hæstarétti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2015 08:34 Maðurinn hefur ítrekað beitt fyrrverandi eiginkonu sína ofbeldi. Vísir/Getty Hæstiréttur dæmdi í gær karlmann í sex mánaða nálgunarbann gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni en hann er grunaður um að hafa beitt hana ofbeldi. Rétturinn sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem áður hafði hafnað kröfu lögreglustjóra höfuðborgarsvæðinu um að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að manninum hafi áður verið dæmdur í nálgunarbann og þá í 12 mánuði. Þá hafi hann einnig verið dæmdur fyrir líkamsárás gegn fyrrum eiginkonu sinni og dóttur hennar. Í því tilfelli sló maðurinn konuna í höfuð og maga auk þess sem hann hrækti á hana og reif í hár hennar. Þá reyndi hann að bíta hana í andlitið. Maðurinn reif einnig í hár stjúpdóttur sinnar, kýldi hana í andlitið, hrinti henni í gólfið og sparkaði að minnsta kosti tvívegis í höfuð hennar þar sem hún lá á gólfinu.Sjá einnig: Þrjú nálgunarbönn felld úr gildi. Hæstiréttur telur að friðhelgi konunnar verði ekki verndað með öðrum hætti en nálgunarbanni eins og sakir standa. Konan hafi leitað til lögreglu nú í febrúar vegna ofbeldis af hálfu mannsins sem kom óboðinn inn á heimili hennar. Í nálgunarbanninu felst að maðurinn megi ekki koma á heimili konunnar eða vera í grennd við það á svæði sem afmarkast af 50 metrum í kringum húsið. Þá má hann ekki veita konunni eftirför, nálgast hana á almannafæri né setja sig í samband við hana með öðrum hætti. Maðurinn og konan eiga tvö börn saman en nálgunarbannið nær ekki til þeirra og er manninum því frjálst að hitta þau að vild. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Brynjar Níelsson: Lögreglustjórinn ætti fremur að endurskoða sína starfshætti Brynjar Níelsson, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir umhugsunarefni að lögreglan hafi fengið þrjú nálgunarbönn í hausinn frá dómstólum. 31. janúar 2015 19:52 Felldu nálgunarbann úr gildi yfir manni sem fleygði eignum konu fram af svölum Dómarar sögðu gögn ekki staðfesta ásakanir um ofbeldi eða ógnanir 27. janúar 2015 15:06 Dreifði kynlífsmyndböndum af barnsmóður sinni meðan hún dvaldi í Kvennaathvarfinu Hæstiréttur hefur fellt úr gildi nálgunarbann yfir sambýlismanni Juliane Ferguson. Hún segist óttast skilaboð til annarra kvenna sem felist í dómnum. 26. janúar 2015 19:27 Felldu nálgunarbann úr gildi yfir manni sem sagðist finna konuna hvar sem er Hótaði að ganga frá henni fjárhagslega en Hæstiréttur tók undir með héraðsdómurum að margt væri á huldu 22. janúar 2015 16:17 Má ekki koma nálægt fyrrverandi konu sinni og börnum Konan óttaðist að hún og ófætt barn hlytu skaða. 16. febrúar 2015 14:57 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi í gær karlmann í sex mánaða nálgunarbann gagnvart fyrrverandi eiginkonu sinni en hann er grunaður um að hafa beitt hana ofbeldi. Rétturinn sneri þar með við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem áður hafði hafnað kröfu lögreglustjóra höfuðborgarsvæðinu um að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að manninum hafi áður verið dæmdur í nálgunarbann og þá í 12 mánuði. Þá hafi hann einnig verið dæmdur fyrir líkamsárás gegn fyrrum eiginkonu sinni og dóttur hennar. Í því tilfelli sló maðurinn konuna í höfuð og maga auk þess sem hann hrækti á hana og reif í hár hennar. Þá reyndi hann að bíta hana í andlitið. Maðurinn reif einnig í hár stjúpdóttur sinnar, kýldi hana í andlitið, hrinti henni í gólfið og sparkaði að minnsta kosti tvívegis í höfuð hennar þar sem hún lá á gólfinu.Sjá einnig: Þrjú nálgunarbönn felld úr gildi. Hæstiréttur telur að friðhelgi konunnar verði ekki verndað með öðrum hætti en nálgunarbanni eins og sakir standa. Konan hafi leitað til lögreglu nú í febrúar vegna ofbeldis af hálfu mannsins sem kom óboðinn inn á heimili hennar. Í nálgunarbanninu felst að maðurinn megi ekki koma á heimili konunnar eða vera í grennd við það á svæði sem afmarkast af 50 metrum í kringum húsið. Þá má hann ekki veita konunni eftirför, nálgast hana á almannafæri né setja sig í samband við hana með öðrum hætti. Maðurinn og konan eiga tvö börn saman en nálgunarbannið nær ekki til þeirra og er manninum því frjálst að hitta þau að vild. Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Brynjar Níelsson: Lögreglustjórinn ætti fremur að endurskoða sína starfshætti Brynjar Níelsson, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir umhugsunarefni að lögreglan hafi fengið þrjú nálgunarbönn í hausinn frá dómstólum. 31. janúar 2015 19:52 Felldu nálgunarbann úr gildi yfir manni sem fleygði eignum konu fram af svölum Dómarar sögðu gögn ekki staðfesta ásakanir um ofbeldi eða ógnanir 27. janúar 2015 15:06 Dreifði kynlífsmyndböndum af barnsmóður sinni meðan hún dvaldi í Kvennaathvarfinu Hæstiréttur hefur fellt úr gildi nálgunarbann yfir sambýlismanni Juliane Ferguson. Hún segist óttast skilaboð til annarra kvenna sem felist í dómnum. 26. janúar 2015 19:27 Felldu nálgunarbann úr gildi yfir manni sem sagðist finna konuna hvar sem er Hótaði að ganga frá henni fjárhagslega en Hæstiréttur tók undir með héraðsdómurum að margt væri á huldu 22. janúar 2015 16:17 Má ekki koma nálægt fyrrverandi konu sinni og börnum Konan óttaðist að hún og ófætt barn hlytu skaða. 16. febrúar 2015 14:57 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Sjá meira
Brynjar Níelsson: Lögreglustjórinn ætti fremur að endurskoða sína starfshætti Brynjar Níelsson, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir umhugsunarefni að lögreglan hafi fengið þrjú nálgunarbönn í hausinn frá dómstólum. 31. janúar 2015 19:52
Felldu nálgunarbann úr gildi yfir manni sem fleygði eignum konu fram af svölum Dómarar sögðu gögn ekki staðfesta ásakanir um ofbeldi eða ógnanir 27. janúar 2015 15:06
Dreifði kynlífsmyndböndum af barnsmóður sinni meðan hún dvaldi í Kvennaathvarfinu Hæstiréttur hefur fellt úr gildi nálgunarbann yfir sambýlismanni Juliane Ferguson. Hún segist óttast skilaboð til annarra kvenna sem felist í dómnum. 26. janúar 2015 19:27
Felldu nálgunarbann úr gildi yfir manni sem sagðist finna konuna hvar sem er Hótaði að ganga frá henni fjárhagslega en Hæstiréttur tók undir með héraðsdómurum að margt væri á huldu 22. janúar 2015 16:17
Má ekki koma nálægt fyrrverandi konu sinni og börnum Konan óttaðist að hún og ófætt barn hlytu skaða. 16. febrúar 2015 14:57
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“