Innlent

Inflúensan að ná hámarki

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ef maður fær flensu er mikilvægt að hvíla sig, drekka nóg af vökva og taka hitalækkandi lyf og verkjalyf eftir því sem þarf.
Ef maður fær flensu er mikilvægt að hvíla sig, drekka nóg af vökva og taka hitalækkandi lyf og verkjalyf eftir því sem þarf. Vísir/Getty
Inflúensan sem nú herjar á landann er að ná hámarki sínu að sögn Haraldar Briem, sóttvarnalæknis hjá Landlæknisembættinu.

„Hún hefur verið að rísa ansi bratt núna í tilkynningum um inflúensulík einkenni og við erum svona að nálgast toppinn,“ segir Haraldur. Tíðni inflúensu hefur verið svipuð núna og seinustu ár en hátt í 300 tilfelli hafa verið skráð hjá landlækni.

Inflúensan gengur yfir hér á landi frá því í janúar og aðeins fram í mars. Svipaður faraldur gengur yfir frá því í júní og fram í október á suðurhveli jarðar.

Einkenni flensunnar koma oftast snögglega með háum hita, höfuðverk, skjálfta, beinverkjum, þurrhósta og hálssærindum.

Hún kemur verst niður á eldra fólki og einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma en fyrir flesta er hún ekki annað en óþægileg veikindi sem ganga yfir á nokkrum dögum án alvarlegra afleiðinga. Ef maður veikist er mikilvægt að hvíla sig, drekka nóg af vökva og taka hitalækkandi lyf og verkjalyf eftir því sem þarf.

Nánari upplýsingar má nálgast á vef Landlæknis og Vísindavefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×