Innlent

Vernda á betur Dynjandafossa

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Dynjandi. Lögð hefur verið fram stefna um verndun Dynjanda og hvernig viðhalda eigi verndargildi svæðisins.
Dynjandi. Lögð hefur verið fram stefna um verndun Dynjanda og hvernig viðhalda eigi verndargildi svæðisins. Fréttablaðið/JSE
Lögð hafa verið fram til kynningar hjá Umhverfisstofnun drög að verndar- og stjórnunaráætlun fyrir náttúruvættið Dynjanda í Arnarfirði.

„Dynjandi og aðrir fossar í Dynjandisá ásamt umhverfi þeirra var friðlýst sem náttúruvætti árið 1981. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda fossastigann í ánni,“ segir í umfjöllun á vef Umhverfisstofnunar.

Náttúruvættið Dynjandi er mikilvægt í hugum margra og hefur margvísleg gildi fyrir fólk, samfélag og náttúru. Eitt helsta leiðarljós fyrir verndun náttúruvættisins og viðhald gilda þess er að ná sátt um málefni þess, nýtingu og verndun.“



Frestur til að skila inn athugasemdum er til þriðjudagsins 31. mars 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×