Dæmdur fyrir hnefahögg á English Pub Birgir Olgeirsson skrifar 19. febrúar 2015 17:05 Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa slegið mann í andlitið á English Pub en Hæstiréttur taldi ekki sannað að sakborningurinn hefði slegið fórnarlambið oftar en einu sinni. Vísir/Getty Karlmaður á fertugsaldri var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti Íslands fyrir að greiða manni hnefahögg á English Pub í Austurstræti fyrir rúmum fjórum árum. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir árásina en þar var hann fundinn sekur um að hafa slegið fórnarlambið tvisvar til þrisvar sinnum í andlitið með þeim afleiðingum að fórnarlambið nefbrotnaði, fékk skurð á nefhrygginn og þurfti að undirgangast aðgerð til að rétta nefið. Maðurinn játaði í héraði að hafa slegið fórnarlambið einu hnefahöggi en neitaði því að þau hefðu verið fleiri. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi hins vegar sannað að svo væri. Þá var maðurinn sakaður um að hafa í kjölfar árásarinnar gripið glas sem var honum nærri, skvett úr því í andlit samferðakonu fórnarlambsins og hent glasinu stefnulaust frá sér. Samkvæmt ákæru hafnaði glasið á höfði drengs sem staðið hafi í um tveggja til þriggja metra fjarlægð frá honum. Maðurinn neitaði sök en Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sannað að hann hefði kastað glasinu stefnulaust frá sér í mikilli mannmergð og hefði mátt gera sér grein fyrir afleiðingunum. Var hann dæmdur til tíu mánaða fangelsisvistar í héraði en Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur á þá leið að ekki væri sannað að maðurinn hefði slegið fórnarlambið oftar en einu sinni og taldi Hæstiréttur ekki næga sönnun fyrir því að maðurinn hefði gerst sekur um að kasta glasinu stefnuslaust frá sér og var hann því sýknaður af þeim ákærulið. Mildaði Hæstiréttur því dóminn yfir manninum úr tíu mánaða fangelsisvist í þriggja mánaða skilorðsbundna fangelsisvist. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti Íslands fyrir að greiða manni hnefahögg á English Pub í Austurstræti fyrir rúmum fjórum árum. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir árásina en þar var hann fundinn sekur um að hafa slegið fórnarlambið tvisvar til þrisvar sinnum í andlitið með þeim afleiðingum að fórnarlambið nefbrotnaði, fékk skurð á nefhrygginn og þurfti að undirgangast aðgerð til að rétta nefið. Maðurinn játaði í héraði að hafa slegið fórnarlambið einu hnefahöggi en neitaði því að þau hefðu verið fleiri. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi hins vegar sannað að svo væri. Þá var maðurinn sakaður um að hafa í kjölfar árásarinnar gripið glas sem var honum nærri, skvett úr því í andlit samferðakonu fórnarlambsins og hent glasinu stefnulaust frá sér. Samkvæmt ákæru hafnaði glasið á höfði drengs sem staðið hafi í um tveggja til þriggja metra fjarlægð frá honum. Maðurinn neitaði sök en Héraðsdómur Reykjavíkur taldi sannað að hann hefði kastað glasinu stefnulaust frá sér í mikilli mannmergð og hefði mátt gera sér grein fyrir afleiðingunum. Var hann dæmdur til tíu mánaða fangelsisvistar í héraði en Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjavíkur á þá leið að ekki væri sannað að maðurinn hefði slegið fórnarlambið oftar en einu sinni og taldi Hæstiréttur ekki næga sönnun fyrir því að maðurinn hefði gerst sekur um að kasta glasinu stefnuslaust frá sér og var hann því sýknaður af þeim ákærulið. Mildaði Hæstiréttur því dóminn yfir manninum úr tíu mánaða fangelsisvist í þriggja mánaða skilorðsbundna fangelsisvist.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira