Öryggi fatlaðra í hjólastól er ótryggt Viktoría Hermannsdóttir skrifar 20. febrúar 2015 06:00 Bæta þarf öryggismál í bílum sem ætlaðir eru fötluðu fólki, að mati Guðbjargar. Fréttablaðið/Anton Skapa þarf regluverk í kringum öryggi fatlaðra í umferðinni. Bílar sem sérstaklega eru ætlaðir til aksturs fyrir fatlað fólk eru oft ekki búnir réttum búnaði og það getur valdið slysum. Þetta segir Guðbjörg Kristín Ludvígsdóttir, læknir á Grensási, sem í gær flutti erindi á Umferðar- og samgönguþingi um það hvort fatlaðir vegfarendur búi við sama öryggi í umferðinni og aðrir. „Staðan er þannig í dag að þeir sem eru að sinna ferðaþjónustu fatlaðra eru mjög margir ekki með tilskyldan öryggisbúnað í bílum sínum. Oft eru ekki bílbelti í bílunum fyrir þá sem eru í hjólastól. Þetta er fólk sem þarf virkilega á þessu að halda, sumir eru lamaðir og geta ekki stillt sig af í stólnum eða brugðist við þegar það er verið að hægja á eða bremsa,“ segir Guðbjörg.Eftirlitsaðilar eru ekki að sinna skyldum sínum gagnvart þessum hópi að sögn Guðbjargar. Hún segir að vegna þess að ekki séu til skýrar reglur um þetta þá hleypi skoðunarstöðvar í gegn bílum sem sérstaklega eru ætlaðir fyrir akstur fatlaðs fólks, jafnvel þótt þeir búi ekki yfir nægjanlegum öryggisbúnað til þess að tryggja öryggi þessara farþega. „Þeir sem eru að sinna þessari þjónustu eru að fá leyfi til þess að gera það án þess að vera með tilskilinn búnað,“ segir hún. Guðbjörg hefur skoðað þessi mál vel og talaði meðal annars við lögregluna til þess að kanna hvers vegna hún hefði ekki stöðvað þá bíla sem væru ekki með nægjanlegan öryggisbúnað. „Ég fékk þau svör að ef þú ert 15 ára eða eldri þá berðu ábyrgð á því að festa þig í stól í bíl. Þannig að ábyrgðinni er kastað á einstaklinginn í hjólastól sem oft á tíðum getur ekki tjáð sig eða hefur ekki neitt til að styðja sig við.“ Guðbjörg segir það staðreynd að slys verði í bílum vegna þessa, til dæmis velti hjólastólar, en þó sé erfitt að vita tíðni þeirra þar sem oft sé ekki tilkynnt um þau. „Það gerist alltaf reglulega að fólk dettur úr stólunum. Þetta eru kannski ekki alltaf alvarleg slys en þau hafa gerst. Árið 2006 datt maður í hjólastól í bíl. Hann hálsbrotnaði og dó sex vikum síðar,“ segir hún. Hún segir um víðtækt vandamál að ræða sem mikilvægt sé að finna lausn á. „Það hafa allir vitað af þessu í mörg ár en enginn gerir neitt.“ Nauðsynlegt er að setja skýrt regluverk um þessa hluti að hennar mati. „Það þarf að tryggja að skoðunarstöðvarnar taki bílana út þannig við getum treyst því að bílarnir séu búnir til að gera þetta. Þetta á bæði við ferðaþjónustubíla, leigubíla og alla þá sem gefa sig út fyrir að veita þessa þjónustu.“ Einnig sé nauðsynlegt að notendur þjónustunnar geri sér grein fyrir réttindum sínum. „Við fagfólkið höfum heldur ekki staðið okkur í að fræða fólk um nauðsynlegan öryggisbúnað og hvernig það á að festa sig í bílunum. Þannig að í raun má segja að alls staðar þegar kemur að þessu sé pottur brotinn.“ Guðbjörg segir einnig að rödd hópsins sem nýti sér þessa þjónustu sé ekki mjög hávær. „Þetta er hógvær hópur sem vill ekki kvarta mikið. Því miður þá finnst mér það líka vera oft þannig hér á Íslandi að við gerum ekki ráð fyrir því að það séu til fatlaðir á Íslandi. Það er lokað á þetta vandamál og látið eins og það sé ekki til.“ Að sögn Guðbjargar hefur Strætó bs., sem sér um ferðaþjónustu fatlaðra fyrir flest sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, búið til regluverk hjá sér um þessi mál. „Það er fyrsta skrefið hjá þeim en það þarf að fylgja því eftir og gera miklu meira.“ Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Skapa þarf regluverk í kringum öryggi fatlaðra í umferðinni. Bílar sem sérstaklega eru ætlaðir til aksturs fyrir fatlað fólk eru oft ekki búnir réttum búnaði og það getur valdið slysum. Þetta segir Guðbjörg Kristín Ludvígsdóttir, læknir á Grensási, sem í gær flutti erindi á Umferðar- og samgönguþingi um það hvort fatlaðir vegfarendur búi við sama öryggi í umferðinni og aðrir. „Staðan er þannig í dag að þeir sem eru að sinna ferðaþjónustu fatlaðra eru mjög margir ekki með tilskyldan öryggisbúnað í bílum sínum. Oft eru ekki bílbelti í bílunum fyrir þá sem eru í hjólastól. Þetta er fólk sem þarf virkilega á þessu að halda, sumir eru lamaðir og geta ekki stillt sig af í stólnum eða brugðist við þegar það er verið að hægja á eða bremsa,“ segir Guðbjörg.Eftirlitsaðilar eru ekki að sinna skyldum sínum gagnvart þessum hópi að sögn Guðbjargar. Hún segir að vegna þess að ekki séu til skýrar reglur um þetta þá hleypi skoðunarstöðvar í gegn bílum sem sérstaklega eru ætlaðir fyrir akstur fatlaðs fólks, jafnvel þótt þeir búi ekki yfir nægjanlegum öryggisbúnað til þess að tryggja öryggi þessara farþega. „Þeir sem eru að sinna þessari þjónustu eru að fá leyfi til þess að gera það án þess að vera með tilskilinn búnað,“ segir hún. Guðbjörg hefur skoðað þessi mál vel og talaði meðal annars við lögregluna til þess að kanna hvers vegna hún hefði ekki stöðvað þá bíla sem væru ekki með nægjanlegan öryggisbúnað. „Ég fékk þau svör að ef þú ert 15 ára eða eldri þá berðu ábyrgð á því að festa þig í stól í bíl. Þannig að ábyrgðinni er kastað á einstaklinginn í hjólastól sem oft á tíðum getur ekki tjáð sig eða hefur ekki neitt til að styðja sig við.“ Guðbjörg segir það staðreynd að slys verði í bílum vegna þessa, til dæmis velti hjólastólar, en þó sé erfitt að vita tíðni þeirra þar sem oft sé ekki tilkynnt um þau. „Það gerist alltaf reglulega að fólk dettur úr stólunum. Þetta eru kannski ekki alltaf alvarleg slys en þau hafa gerst. Árið 2006 datt maður í hjólastól í bíl. Hann hálsbrotnaði og dó sex vikum síðar,“ segir hún. Hún segir um víðtækt vandamál að ræða sem mikilvægt sé að finna lausn á. „Það hafa allir vitað af þessu í mörg ár en enginn gerir neitt.“ Nauðsynlegt er að setja skýrt regluverk um þessa hluti að hennar mati. „Það þarf að tryggja að skoðunarstöðvarnar taki bílana út þannig við getum treyst því að bílarnir séu búnir til að gera þetta. Þetta á bæði við ferðaþjónustubíla, leigubíla og alla þá sem gefa sig út fyrir að veita þessa þjónustu.“ Einnig sé nauðsynlegt að notendur þjónustunnar geri sér grein fyrir réttindum sínum. „Við fagfólkið höfum heldur ekki staðið okkur í að fræða fólk um nauðsynlegan öryggisbúnað og hvernig það á að festa sig í bílunum. Þannig að í raun má segja að alls staðar þegar kemur að þessu sé pottur brotinn.“ Guðbjörg segir einnig að rödd hópsins sem nýti sér þessa þjónustu sé ekki mjög hávær. „Þetta er hógvær hópur sem vill ekki kvarta mikið. Því miður þá finnst mér það líka vera oft þannig hér á Íslandi að við gerum ekki ráð fyrir því að það séu til fatlaðir á Íslandi. Það er lokað á þetta vandamál og látið eins og það sé ekki til.“ Að sögn Guðbjargar hefur Strætó bs., sem sér um ferðaþjónustu fatlaðra fyrir flest sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, búið til regluverk hjá sér um þessi mál. „Það er fyrsta skrefið hjá þeim en það þarf að fylgja því eftir og gera miklu meira.“
Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent