Sjávarútvegsráðherra segir stjórnarflokkana ekki samstíga Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2015 18:40 Sjávarútvegsráðherra viðurkennir að ágreiningur sé milli stjórnarflokkanna um fiskveiðistjórnunarkerfið og að sá ágreiningur, sem og að ekki hafi tekist að ná almennri pólitískri sátt, valdi því að hann hætti við að leggja fram frumvarp um stjórn fiskveiða. Búast má við deilum um veiðigjöld þegar frumvarp um þau kemur fram. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir stjórnarandstöðuna ekki vilja vinna eftir þeirri sáttaleið sem mótuð hafi verið með tillögum sáttanefndar frá árinu 2010. „Það er ekki djúpstæður ágreiningur á milli stjórnarflokkanna í þessu máli. En í ljósi þess að sú sáttatillaga sem liggur núna á borðinu hjá ráðherra virðist ekki ná framgangi meðal stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar. Þá held ég að það hafi verið mjög skynsamlegt að stjórnarflokkarnir setjist þá aðeins yfir málið að nýju,“ segir Jón. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir þurfa víðtækari og breiðari sátt um málið til að leggja frumvarp fram. Hann hafi alla tíð lagt áherslu á það m.a. með vísan í stjórnarsáttmálann. „Bæði við minnihlutann á þinginu, sem í ljós hefur komið þegar ég var að kynna þetta að hefði ekki gengið, en það þarf auðvitað líka að stjórnarflokkarnir gangi þá 100 prósent í takt og það gera þeir ekki,“ segir Sigurður Ingi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir engin frumvarpsdrög hafa verið lögð fyrir stjórnarandstöðuna. Hún hafi aðeins heyrt af hugmyndum sem sumar hafi verið til bóta en aðrar ekki. „Það er alveg fráleitt að segja að eitthvað ósætti við okkur sé ástæða fyrir skipbroti ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Það er alveg greinilegt að stjórnarflokkarnir ná ekki saman um að halda áfram á þeirri leið sem þeir voru búnir að lýsa yfir að þeir ætluðu að fara,“ segir Árni Páll Sjávarútvegsráðherra þarf engu að síður að leggja fram frumvarp um veiðigjöld enda hafa þau einungis verið lögð á eitt ár í senn hingað til. Jón Gunnarsson segir kominn góðan grunn til að leggja þau á eftir aðferðum veiðigjaldanefndar til frambúðar „Um það verður örugglega deilt hver upphæðin á að vera en ég held að aðferðafræðin sé orðin nokkuð klár,“ segir Jón „Það er alveg hægt að lofa því að ef að fram kemur frumvarp sem festir í sessi lækkun veiðigjaldanna umfram sérfræðiráðgjöf, eins og nú er orðin raunin, að þá verður enginn friður um slíka tillögu,“ segir Árni Páll. Ráðherra boðar frumvarp um veiðigjöldin innan tveggja vikna. „Og það er auðvitað líka þannig að þeir sem eru í útgerðinni og aðrir þurfa að sjá þetta svolítið fyrir í tíma. En hvernig við nákvæmlega leysum þetta, hvort það verði til skemmri tíma eða lengri er enn í vinnslu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra viðurkennir að ágreiningur sé milli stjórnarflokkanna um fiskveiðistjórnunarkerfið og að sá ágreiningur, sem og að ekki hafi tekist að ná almennri pólitískri sátt, valdi því að hann hætti við að leggja fram frumvarp um stjórn fiskveiða. Búast má við deilum um veiðigjöld þegar frumvarp um þau kemur fram. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir stjórnarandstöðuna ekki vilja vinna eftir þeirri sáttaleið sem mótuð hafi verið með tillögum sáttanefndar frá árinu 2010. „Það er ekki djúpstæður ágreiningur á milli stjórnarflokkanna í þessu máli. En í ljósi þess að sú sáttatillaga sem liggur núna á borðinu hjá ráðherra virðist ekki ná framgangi meðal stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar. Þá held ég að það hafi verið mjög skynsamlegt að stjórnarflokkarnir setjist þá aðeins yfir málið að nýju,“ segir Jón. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir þurfa víðtækari og breiðari sátt um málið til að leggja frumvarp fram. Hann hafi alla tíð lagt áherslu á það m.a. með vísan í stjórnarsáttmálann. „Bæði við minnihlutann á þinginu, sem í ljós hefur komið þegar ég var að kynna þetta að hefði ekki gengið, en það þarf auðvitað líka að stjórnarflokkarnir gangi þá 100 prósent í takt og það gera þeir ekki,“ segir Sigurður Ingi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir engin frumvarpsdrög hafa verið lögð fyrir stjórnarandstöðuna. Hún hafi aðeins heyrt af hugmyndum sem sumar hafi verið til bóta en aðrar ekki. „Það er alveg fráleitt að segja að eitthvað ósætti við okkur sé ástæða fyrir skipbroti ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Það er alveg greinilegt að stjórnarflokkarnir ná ekki saman um að halda áfram á þeirri leið sem þeir voru búnir að lýsa yfir að þeir ætluðu að fara,“ segir Árni Páll Sjávarútvegsráðherra þarf engu að síður að leggja fram frumvarp um veiðigjöld enda hafa þau einungis verið lögð á eitt ár í senn hingað til. Jón Gunnarsson segir kominn góðan grunn til að leggja þau á eftir aðferðum veiðigjaldanefndar til frambúðar „Um það verður örugglega deilt hver upphæðin á að vera en ég held að aðferðafræðin sé orðin nokkuð klár,“ segir Jón „Það er alveg hægt að lofa því að ef að fram kemur frumvarp sem festir í sessi lækkun veiðigjaldanna umfram sérfræðiráðgjöf, eins og nú er orðin raunin, að þá verður enginn friður um slíka tillögu,“ segir Árni Páll. Ráðherra boðar frumvarp um veiðigjöldin innan tveggja vikna. „Og það er auðvitað líka þannig að þeir sem eru í útgerðinni og aðrir þurfa að sjá þetta svolítið fyrir í tíma. En hvernig við nákvæmlega leysum þetta, hvort það verði til skemmri tíma eða lengri er enn í vinnslu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira