Flugi rússneskra sprengjuflugvéla við Ísland ekki mótmælt formlega Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2015 20:44 Utanríkisráðherra telur ekki þörf á að mótmæla formlega flugi tveggja langdrægra rússneskra sprengjuflugvéla inn í flugeftirlitssvæði NATO við Ísland í gær. Rússar séu með þessu að sýna NATO tennurnar en vissulega hafi viss hætta skapast af fluginu. Loftvarnakerfi Atlantshafsbandalagsins á Íslandi, sem Landhelgisgæslan starfrækir, greindi tvær Tupalev 95 sprengjuflugvélar austur og suður af landinu í gær, en þessar flugvélar eru oft kallaðar Björninn vegna stærðar sinnar. Flugvélarnar flugu upp að austur- og suðurströnd Íslands og áfram suður eftir með ströndum Bretlandseyja þar sem þeim var mætt af breska flughernum. Í bakaleiðinni komust þær næst Íslandi þegar þær voru í 26 sjómílna fjarlægð frá Stokksnesi. Rússneskar sprengjuflugvélar af þessari gerð hafa ekki flogið svo nálægt Íslandi frá því bandaríski herinn fór árið 2006.Sjá einnig: Ekki flogið jafn nærri Íslandi frá brotthvarfi hersins Utanríkisráðherra segir æskilegt að Rússar hefðu látið vita af þessum æfingum sínum enda sendi þessar flugvélar engin radarmerki frá sér þegar þær fljúgi hér inn í skilgreit svæði fyrir almannaflug og því geti þetta skapað hættu. „Það sem við höfum hins vegar séð er að okkar góða loftrýmiskerfi er að virka. Það sást til þessara flugvéla og fylgst með þeim sem segir okkur að þessi búnaður sem við erum að reka hér, eða Gæslan er að reka fyrir okkur, er sannarlega að virka,“ segir Gunnar Bragi. NATO hafi aukið viðbúnað sinn gagnvart Rússum strax og Úkraínudeilan hófst og það dyljist engum að Rússar séu að sýna NATO tennurnar með þessu flugi. „Ég held að menn megi nú samt ekki gera of mikið veður úr þessu. Við þekkjum þessi flug upp að Íslandi og við höndlum þau bara eins og við höfum gert áður,“ segir hann. „Við munum ræða að sjálfsögðu einhvertíma við Rússa um það, minna þá á hvað okkur finnst um þetta, en það er engin ástæða til að kalla sendiherrann inn akkúrat núna.“ Tengdar fréttir Rússneskar sprengjuvélar við Íslandsstrendur: Ekki flogið jafn nærri Íslandi frá brotthvarfi hersins Tvær langdrægar rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-95 flugu inn í loftrýmiseftirlitssvæði NATO í nágrenni Íslands upp úr hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 19. febrúar 2015 12:46 Mest lesið Endalaus þrautaganga Haraldar eftir svörum Innlent „Afleitt“ að sjá Yazan gerðan að leiksoppi í deilum ráðherra Innlent Höfuðstöðvar nýrrar ríkisstofnunar verða á Hvolsvelli Innlent Vitorðsmaður viðurkennir að hafa gert það sama og Pelicot Erlent „Þetta er bara rétt að byrja“ Innlent Blöskrar markaðssetning á réttum: „Þetta eru eins og jólin fyrir okkur“ Innlent Lögregla komin með ágæta mynd af atburðum Innlent Sárnar hvernig fjölskyldunni bárust tíðindin hörmulegu Innlent Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Innlent „Engar líkur á öðru en að þau endi á að fá alþjóðlega vernd“ Innlent Fleiri fréttir Endalaus þrautaganga Haraldar eftir svörum Höfuðstöðvar nýrrar ríkisstofnunar verða á Hvolsvelli „Afleitt“ að sjá Yazan gerðan að leiksoppi í deilum ráðherra Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi „Engar líkur á öðru en að þau endi á að fá alþjóðlega vernd“ Sjálfstæðismenn í borginni vilja samræmd próf aftur Yazan fær efnismeðferð og talstöðvar sprengdar Ekki séð ástæðu til að leggjast gegn framgangi samgöngusáttmálans „Vottunin verið kölluð láglaunavottun af gárungunum“ Yazan ekki fluttur úr landi og fær efnismeðferð Fólk hafi samband við lögreglu í stað þess að deila sögum á netinu Segja ummæli Quang Le tilhæfulaus og ósönn Grænt ljós á Ekkó en ekki Baldr Sjúklingurinn þurfi að vera með í allri ákvörðunartöku Skipuð forstjóri Náttúrufræðistofnunar Tileinkuðu söng við heilbrigðisráðuneytið Yazan Eigin sannfæring útskýri sögulegan klofning Sjálfstæðismanna Lykilatriði að ræða við börnin og halda sig við staðreyndir Telur íslenska stjórnsýslu hafa brotið lög í máli Yazan Lögregla komin með ágæta mynd af atburðum Hafa auglýst stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar Lögmaður Yazans sakar yfirvöld um lögbrot „Þetta er bara rétt að byrja“ Um sjö milljónir söfnuðust í minningarsjóð með kertasölu Arnar með stöðu sakbornings og boðaður í skýrslutöku Forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar úr stóriðjunni Ráðist í aðgerðir gegn samskiptaþjónustu sem glæpamenn notuðu Blöskrar markaðssetning á réttum: „Þetta eru eins og jólin fyrir okkur“ Íslendingum ekki boðið á sjónvarpsumræðu um öryggi á Norðurlöndum „Reglur samfélagsins mega ekki vera ómanneskjulegar“ Sjá meira
Utanríkisráðherra telur ekki þörf á að mótmæla formlega flugi tveggja langdrægra rússneskra sprengjuflugvéla inn í flugeftirlitssvæði NATO við Ísland í gær. Rússar séu með þessu að sýna NATO tennurnar en vissulega hafi viss hætta skapast af fluginu. Loftvarnakerfi Atlantshafsbandalagsins á Íslandi, sem Landhelgisgæslan starfrækir, greindi tvær Tupalev 95 sprengjuflugvélar austur og suður af landinu í gær, en þessar flugvélar eru oft kallaðar Björninn vegna stærðar sinnar. Flugvélarnar flugu upp að austur- og suðurströnd Íslands og áfram suður eftir með ströndum Bretlandseyja þar sem þeim var mætt af breska flughernum. Í bakaleiðinni komust þær næst Íslandi þegar þær voru í 26 sjómílna fjarlægð frá Stokksnesi. Rússneskar sprengjuflugvélar af þessari gerð hafa ekki flogið svo nálægt Íslandi frá því bandaríski herinn fór árið 2006.Sjá einnig: Ekki flogið jafn nærri Íslandi frá brotthvarfi hersins Utanríkisráðherra segir æskilegt að Rússar hefðu látið vita af þessum æfingum sínum enda sendi þessar flugvélar engin radarmerki frá sér þegar þær fljúgi hér inn í skilgreit svæði fyrir almannaflug og því geti þetta skapað hættu. „Það sem við höfum hins vegar séð er að okkar góða loftrýmiskerfi er að virka. Það sást til þessara flugvéla og fylgst með þeim sem segir okkur að þessi búnaður sem við erum að reka hér, eða Gæslan er að reka fyrir okkur, er sannarlega að virka,“ segir Gunnar Bragi. NATO hafi aukið viðbúnað sinn gagnvart Rússum strax og Úkraínudeilan hófst og það dyljist engum að Rússar séu að sýna NATO tennurnar með þessu flugi. „Ég held að menn megi nú samt ekki gera of mikið veður úr þessu. Við þekkjum þessi flug upp að Íslandi og við höndlum þau bara eins og við höfum gert áður,“ segir hann. „Við munum ræða að sjálfsögðu einhvertíma við Rússa um það, minna þá á hvað okkur finnst um þetta, en það er engin ástæða til að kalla sendiherrann inn akkúrat núna.“
Tengdar fréttir Rússneskar sprengjuvélar við Íslandsstrendur: Ekki flogið jafn nærri Íslandi frá brotthvarfi hersins Tvær langdrægar rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-95 flugu inn í loftrýmiseftirlitssvæði NATO í nágrenni Íslands upp úr hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 19. febrúar 2015 12:46 Mest lesið Endalaus þrautaganga Haraldar eftir svörum Innlent „Afleitt“ að sjá Yazan gerðan að leiksoppi í deilum ráðherra Innlent Höfuðstöðvar nýrrar ríkisstofnunar verða á Hvolsvelli Innlent Vitorðsmaður viðurkennir að hafa gert það sama og Pelicot Erlent „Þetta er bara rétt að byrja“ Innlent Blöskrar markaðssetning á réttum: „Þetta eru eins og jólin fyrir okkur“ Innlent Lögregla komin með ágæta mynd af atburðum Innlent Sárnar hvernig fjölskyldunni bárust tíðindin hörmulegu Innlent Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Innlent „Engar líkur á öðru en að þau endi á að fá alþjóðlega vernd“ Innlent Fleiri fréttir Endalaus þrautaganga Haraldar eftir svörum Höfuðstöðvar nýrrar ríkisstofnunar verða á Hvolsvelli „Afleitt“ að sjá Yazan gerðan að leiksoppi í deilum ráðherra Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi „Engar líkur á öðru en að þau endi á að fá alþjóðlega vernd“ Sjálfstæðismenn í borginni vilja samræmd próf aftur Yazan fær efnismeðferð og talstöðvar sprengdar Ekki séð ástæðu til að leggjast gegn framgangi samgöngusáttmálans „Vottunin verið kölluð láglaunavottun af gárungunum“ Yazan ekki fluttur úr landi og fær efnismeðferð Fólk hafi samband við lögreglu í stað þess að deila sögum á netinu Segja ummæli Quang Le tilhæfulaus og ósönn Grænt ljós á Ekkó en ekki Baldr Sjúklingurinn þurfi að vera með í allri ákvörðunartöku Skipuð forstjóri Náttúrufræðistofnunar Tileinkuðu söng við heilbrigðisráðuneytið Yazan Eigin sannfæring útskýri sögulegan klofning Sjálfstæðismanna Lykilatriði að ræða við börnin og halda sig við staðreyndir Telur íslenska stjórnsýslu hafa brotið lög í máli Yazan Lögregla komin með ágæta mynd af atburðum Hafa auglýst stöðu sveitarstjóra lausa til umsóknar Lögmaður Yazans sakar yfirvöld um lögbrot „Þetta er bara rétt að byrja“ Um sjö milljónir söfnuðust í minningarsjóð með kertasölu Arnar með stöðu sakbornings og boðaður í skýrslutöku Forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnunar úr stóriðjunni Ráðist í aðgerðir gegn samskiptaþjónustu sem glæpamenn notuðu Blöskrar markaðssetning á réttum: „Þetta eru eins og jólin fyrir okkur“ Íslendingum ekki boðið á sjónvarpsumræðu um öryggi á Norðurlöndum „Reglur samfélagsins mega ekki vera ómanneskjulegar“ Sjá meira
Rússneskar sprengjuvélar við Íslandsstrendur: Ekki flogið jafn nærri Íslandi frá brotthvarfi hersins Tvær langdrægar rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-95 flugu inn í loftrýmiseftirlitssvæði NATO í nágrenni Íslands upp úr hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 19. febrúar 2015 12:46