Flugi rússneskra sprengjuflugvéla við Ísland ekki mótmælt formlega Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2015 20:44 Utanríkisráðherra telur ekki þörf á að mótmæla formlega flugi tveggja langdrægra rússneskra sprengjuflugvéla inn í flugeftirlitssvæði NATO við Ísland í gær. Rússar séu með þessu að sýna NATO tennurnar en vissulega hafi viss hætta skapast af fluginu. Loftvarnakerfi Atlantshafsbandalagsins á Íslandi, sem Landhelgisgæslan starfrækir, greindi tvær Tupalev 95 sprengjuflugvélar austur og suður af landinu í gær, en þessar flugvélar eru oft kallaðar Björninn vegna stærðar sinnar. Flugvélarnar flugu upp að austur- og suðurströnd Íslands og áfram suður eftir með ströndum Bretlandseyja þar sem þeim var mætt af breska flughernum. Í bakaleiðinni komust þær næst Íslandi þegar þær voru í 26 sjómílna fjarlægð frá Stokksnesi. Rússneskar sprengjuflugvélar af þessari gerð hafa ekki flogið svo nálægt Íslandi frá því bandaríski herinn fór árið 2006.Sjá einnig: Ekki flogið jafn nærri Íslandi frá brotthvarfi hersins Utanríkisráðherra segir æskilegt að Rússar hefðu látið vita af þessum æfingum sínum enda sendi þessar flugvélar engin radarmerki frá sér þegar þær fljúgi hér inn í skilgreit svæði fyrir almannaflug og því geti þetta skapað hættu. „Það sem við höfum hins vegar séð er að okkar góða loftrýmiskerfi er að virka. Það sást til þessara flugvéla og fylgst með þeim sem segir okkur að þessi búnaður sem við erum að reka hér, eða Gæslan er að reka fyrir okkur, er sannarlega að virka,“ segir Gunnar Bragi. NATO hafi aukið viðbúnað sinn gagnvart Rússum strax og Úkraínudeilan hófst og það dyljist engum að Rússar séu að sýna NATO tennurnar með þessu flugi. „Ég held að menn megi nú samt ekki gera of mikið veður úr þessu. Við þekkjum þessi flug upp að Íslandi og við höndlum þau bara eins og við höfum gert áður,“ segir hann. „Við munum ræða að sjálfsögðu einhvertíma við Rússa um það, minna þá á hvað okkur finnst um þetta, en það er engin ástæða til að kalla sendiherrann inn akkúrat núna.“ Tengdar fréttir Rússneskar sprengjuvélar við Íslandsstrendur: Ekki flogið jafn nærri Íslandi frá brotthvarfi hersins Tvær langdrægar rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-95 flugu inn í loftrýmiseftirlitssvæði NATO í nágrenni Íslands upp úr hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 19. febrúar 2015 12:46 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Utanríkisráðherra telur ekki þörf á að mótmæla formlega flugi tveggja langdrægra rússneskra sprengjuflugvéla inn í flugeftirlitssvæði NATO við Ísland í gær. Rússar séu með þessu að sýna NATO tennurnar en vissulega hafi viss hætta skapast af fluginu. Loftvarnakerfi Atlantshafsbandalagsins á Íslandi, sem Landhelgisgæslan starfrækir, greindi tvær Tupalev 95 sprengjuflugvélar austur og suður af landinu í gær, en þessar flugvélar eru oft kallaðar Björninn vegna stærðar sinnar. Flugvélarnar flugu upp að austur- og suðurströnd Íslands og áfram suður eftir með ströndum Bretlandseyja þar sem þeim var mætt af breska flughernum. Í bakaleiðinni komust þær næst Íslandi þegar þær voru í 26 sjómílna fjarlægð frá Stokksnesi. Rússneskar sprengjuflugvélar af þessari gerð hafa ekki flogið svo nálægt Íslandi frá því bandaríski herinn fór árið 2006.Sjá einnig: Ekki flogið jafn nærri Íslandi frá brotthvarfi hersins Utanríkisráðherra segir æskilegt að Rússar hefðu látið vita af þessum æfingum sínum enda sendi þessar flugvélar engin radarmerki frá sér þegar þær fljúgi hér inn í skilgreit svæði fyrir almannaflug og því geti þetta skapað hættu. „Það sem við höfum hins vegar séð er að okkar góða loftrýmiskerfi er að virka. Það sást til þessara flugvéla og fylgst með þeim sem segir okkur að þessi búnaður sem við erum að reka hér, eða Gæslan er að reka fyrir okkur, er sannarlega að virka,“ segir Gunnar Bragi. NATO hafi aukið viðbúnað sinn gagnvart Rússum strax og Úkraínudeilan hófst og það dyljist engum að Rússar séu að sýna NATO tennurnar með þessu flugi. „Ég held að menn megi nú samt ekki gera of mikið veður úr þessu. Við þekkjum þessi flug upp að Íslandi og við höndlum þau bara eins og við höfum gert áður,“ segir hann. „Við munum ræða að sjálfsögðu einhvertíma við Rússa um það, minna þá á hvað okkur finnst um þetta, en það er engin ástæða til að kalla sendiherrann inn akkúrat núna.“
Tengdar fréttir Rússneskar sprengjuvélar við Íslandsstrendur: Ekki flogið jafn nærri Íslandi frá brotthvarfi hersins Tvær langdrægar rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-95 flugu inn í loftrýmiseftirlitssvæði NATO í nágrenni Íslands upp úr hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 19. febrúar 2015 12:46 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Rússneskar sprengjuvélar við Íslandsstrendur: Ekki flogið jafn nærri Íslandi frá brotthvarfi hersins Tvær langdrægar rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-95 flugu inn í loftrýmiseftirlitssvæði NATO í nágrenni Íslands upp úr hádegi í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 19. febrúar 2015 12:46